Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, LÍV, hefur í samráði við þau aðildarfélög sín sem sambandið hefur samningsumboð fyrir, tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
Í tilkynningu frá LÍV segir að viðræður milli aðila hafi staðið yfir frá því fyrir áramót án þess að þær hafi skilað viðunandni niðrstöðu. Því telur sambandið það rétt að óska eftir aðkomu ríkissáttasemjara að deilunni á þessu stigi máls.
Starfsgreinasamband Íslands vísaði kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara í gær
Starfsgreinasamband Íslands vísaði kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í gær. Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir eftirtalin 16 aðildarfélög; AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélagið Hlíf, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis.
Auglýsing
Í gær slitu jafnframt Efling, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins.