Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra

Launaákvarðanir bankanna hafa nú þegar haft veruleg neikvæð áhrif á orðspor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásættanleg skilaboð inn í þær kjaraviðræður sem nú standa yfir. Þetta er mat fjármála- og efnahagsmálaráðherra.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur sent bréf til Banka­sýslu rík­is­ins þar sem hann óskar þess að hún komi því með afdrátt­ar­lausum hætti á fram­færi við stjórnir rík­is­bank­anna Íslands­banka og Lands­bank­ans að „ráðu­neytið telji að bregð­ast eigi við þeirri stöðu sem upp er komin með taf­ar­lausri end­ur­skoðun launa­á­kvarð­ana og und­ir­bún­ingi að breyt­ingum á starfs­kjara­stefn­um, sem lagðar verði fram á kom­andi aðal­fundum bank­anna.“

Í bréfi Bjarna, sem var sent í dag, segir að það sé enn­fremur mat ráðu­neyt­is­ins að bank­arnir hafi með launa­á­kvörð­unum fyrir æðstu stjórn­endur ekki virt þau til­mæli sem beint var til þeirra í upp­hafi árs 2017 og sem ítrekuð voru gagn­vart nýkjörnum stjórnum síðar það sama ár, þar sem lögð var áhersla á hóf­semi og var­færni um launa­á­kvarð­an­ir.

Bjarni segir að af þeim svörum sem borist hafi frá banka­ráði Lands­bank­ans og stjórn Íslands­banka til Banka­sýsl­unnar í síð­ustu viku megi ráða að túlkun þeirra á við­miðum vegna launa­þró­unar sé „þröng og ein­hliða og að ákvarð­anir um launa­setn­ingu séu ekki settar í sam­hengi við og taki ekki til­lit til ann­arra mik­il­vægra þátta eig­anda­stefn­unnar frá 2017. Þannig hafa laun æðstu starfs­manna sem fjallað er um í svar­bréfum bank­anna verið ákveðin úr hófi og leið­andi.

Auglýsing
Við þá stöðu sem upp sé komin verði ekki unað. „Traust og trún­aður verður að geta ríkt milli þeirra sem falin er stjórn mik­il­vægra félaga og þeirra stjórn­valda er bera ábyrgð á starf­semi þeirra sem eig­andi. Launa­á­kvarð­anir bank­anna hafa nú þegar haft veru­leg nei­kvæð áhrif á orð­spor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásætt­an­leg skila­boð inn í þær kjara­við­ræður sem nú standa yfir.“

5,3 og 3,8 millj­ónir króna á mán­uði

Bjarni sendi bréf til stjórna beggja bank­anna 12. febr­úar síð­ast­lið­inn. Sama dag hafði Banka­sýsla rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í þeim, einnig sent þeim bréf og óskað skýr­inga á ákvörð­unum um laun banka­stjóra, hvernig þær sam­rýmd­ust eig­enda­stefnu og til­mælum sem beint hafði verið til rík­is­fyr­ir­tækja um að sýna hóf­semi í launa­á­kvörð­un­um. 

Banka­ráð Lands­bank­ans svar­aði 19. febr­úar og sagði að 82 pró­­senta hækkun á launum Lilju Bjarkar Ein­­ar­s­dótt­­ur, banka­­stjóra bank­ans, um mitt ár 2017 væri til­­komin vegna þess að að laun banka­­stjóra hefðu dreg­ist „langt aftur úr þeim launum sem greidd voru fyrir sam­­bæri­­leg störf“ á árunum 2009 til 2017. Þetta hefði gert það að verkum að laun banka­­stjór­ans hafi ekki verið sam­keppn­is­hæf og ekki í sam­ræmi við starfs­kjara­­stefnu bank­ans. Þá taldi banka­ráðið sig hafa sýnt bæði hóf­­semi og var­kárni þegar samið var um að hækka laun banka­­stjór­ans.

Stjórn Íslands­banka svar­aði sama dag og sagð­ist telja að ­launa­­kjör Birnu Ein­­ar­s­dótt­­ur, banka­­stjóra bank­ans, væri í sam­ræmi við setta starfs­kjara­­stefnu bank­ans. Stjórnin taldi einnig að Birna hafi staðið sig afar vel í starfi og að heild­­ar­­laun henn­­ar, sem voru 5,3 millj­­ónir króna á mán­uði í fyrra en 4,8 millj­­ónir króna í ár, séu ekki leið­andi eftir að hafa gert sam­an­­burð við gögn ann­­arra banka­­stjóra og for­­stjóra á Íslandi sem birst hafi í gögnum úr tekju­­blaði Frjálsrar versl­unar og ýmsum árs­­reikn­ing­­um.

Áhrif á stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði

Ljóst er að fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra er ekki ánægður með svörin sem honum bár­ust. Í bréf­inu sem hann skrif­aði Banka­sýslu rík­is­ins í dag rekur hann ákvæði eig­enda­stefnu rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og þau til­mæli sem beint var til félaga í eigu rík­is­ins að sýna hóf­semi í launa­hækk­unum for­stjóra þegar slíkar ákvarð­anir færð­ust undan kjara­ráði um mitt ár 2017. 

Í bréf­inu seg­ir: „Í bréfi ráðu­neyt­is­ins frá 6. jan­úar 2017, sem sent var Banka­sýsl­unni og hún kynnti fyrir stjórn­um beggja fyr­ir­tækja, var sér­stak­lega vakin athygli á mik­il­vægi þess að stjórnir hefðu í huga áhrif ­launa­á­kvarð­ana á stöðu­leika á vinnu­mark­aði og ábyrgð félag­anna í því sam­bandi. Fram kom að ráðu­neytið teldi æski­legt að launa­á­kvarð­anir væru var­kárar og forð­ast ætti að ákvarða miklar ­launa­breyt­ingar á stuttu tíma­bili en þess í stað gætt að því að laun væru hækkuð með reglu­bundn­um hætti til sam­ræmis við almenna launa­þró­un. Jafn­framt kom fram að æski­legt væri að laun og kjör væru eins ein­föld og gagnsæ og kostur væri. Ekki á að vera þörf á að útskýra sér­stak­lega hvað í þessum orðum felst og farið var fram á.“

Auglýsing
Bjarni segir að af svöru­m ­banka­ráðs Lands­bank­ans og stjórnar Íslands­banka til Banka­sýsl­unnar sem bár­ust í síð­ustu viku ­megi ráða „að túlkun á þessum við­miðum sé þröng og ein­hliða og að ákvarð­anir um launa­setn­ingu séu ekki settar í sam­hengi við og taki ekki til­lit til ann­arra mik­il­vægra þátta eig­anda­stefn­unnar frá 2017. Þannig hafa laun æðstu starfs­manna sem fjallað er um í svar­bréfum bank­anna verið ákveðin úr hófi og leið­and­i.“

Virtu ekki til­mælin og eiga að lækka launin

Það sé enn­fremur mat ráðu­neyt­is­ins að bank­arnir hafi með launa­á­kvörð­unum fyrir æðstu stjórn­end­ur ekki virt þau til­mæli sem beint var til þeirra í upp­hafi árs 2017 og sem ítrekuð voru gagn­vart ný­kjörnum stjórnum síðar það sama ár, þar sem lögð var áhersla á hóf­semi og var­færni um ­launa­á­kvarð­an­ir. „Við þá stöðu sem upp er komin verður ekki unað. Traust og trún­aður verður að geta ríkt milli þeirra ­sem falin er stjórn mik­il­vægra félaga og þeirra stjórn­valda er bera ábyrgð á starf­semi þeirra sem ­eig­andi. Launa­á­kvarð­anir bank­anna hafa nú þegar haft veru­leg nei­kvæð áhrif á orð­spor þeirra og þannig valdið þeim skaða, auk þess sem þær sendu óásætt­an­leg skila­boð inn í þær kjara­við­ræður sem nú standa yfir­.“ 

Bjarni óskar eftir því að Banka­sýsla rík­is­ins komi ofan­greindri afstöðu ráðu­neyt­is­ins á fram­færi við við­kom­andi stjórnir „með afdrátt­ar­lausum hætti og enn­fremur því, að ráðu­neytið telji að bregðast eigi við þeirri stöðu sem upp er komin með taf­ar­lausri end­ur­skoðun launa­á­kvarð­ana og und­ir­bún­ing­i að breyt­ingum á starfs­kjara­stefn­um, sem lagðar verði fram á kom­andi aðal­fundum bank­anna.“

Hægt er að lesa bréf Bjarna í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent