Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur tvöfaldist

Lands­virkj­un, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hagn­að­ist um 14 millj­arða króna á síð­asta ári. Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur fyrirtækisins muni tvöfaldast fyrir árið 2018 og verði á bilinu 3 til 4 milljarðar.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, býst við því að arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins muni tvö­fald­ast hið minnsta fyrir árið 2018 og verði á bil­inu 3 til 4 millj­arð­ar­. Lands­­virkj­un, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins, hagn­að­ist um 14 millj­­arða króna á síð­­asta ári. Rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins hækk­­uðu til muna og fyr­ir­tækið hefur staðið í skulda­nið­ur­greiðsl­u­m á und­an­förnum árum. Nú þykir því hafa skap­ast skil­yrði til að auka arð­greiðslur í skrefum til eig­anda síns, íslenska rík­is­ins. Fyrir liggur frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um nýt­ing­u arð­greiðslna Lands­virkj­unar í svo­kall­aðan Þjóð­ar­sjóð.

Skap­ast skil­yrði til að auka arð­greiðslur

Lands­­virkj­un, hagn­að­ist um 121 milljón dala, eða 14 millj­­arða króna, í fyrra. Rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins hækk­­uðu um 50,8 millj­­ónir dala á milli ára og námu 533,9 millj­­ónum dala, eða 61,9 millj­­örðum króna. EBIT­DA hagn­að­ur, rekstr­­­ar­hagn­aður fyrir fjár­­­­­magns­­­kostn­að, skatta og afskrift­ir, var 45,2 millj­­arðar króna og EBIT­DA hlut­­fall fyr­ir­tæk­is­ins var 73 pró­­sent af tekj­­um. Þetta kemur fram i árs­reikn­ing Lands­virkj­unar

Í árs­reikn­ingum er haft eftir Herði Arn­­ar­s­­syni, for­­stjóra Lands­­virkj­un­­ar, að árið 2018 hafi verið gott ár í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. „Tekjur hækk­­uðu um 11% milli ára og hafa aldrei verið meiri, en þar mun­aði mestu um aukið selt magn og hækk­­and­i ál­verð.“ 

Auglýsing

Hörður segir jafn­framt að eftir fram­­kvæmdir síð­­­ustu ára, sem hafi að mestu verið fjár­­­magn­aðar með sjóðs­­streymi, haldi nettó skuldir nú áfram að lækka. „Hlut­­fall nettó skulda á móti EBIT­DA-­­rekstr­­ar­hagn­aði er nú komið niður í 4,8 og hefur skuld­­setn­ing á þennan mæli­kvarða aldrei verið minni í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Nú hafa skap­­ast skil­yrði til að auka arð­greiðslur Lands­­virkj­unar í skrefum til eig­anda síns, en síð­­ast­lið­inn ára­tug hefur fyr­ir­tækið fjár­­­fest fyrir um einn millj­­arð doll­­ara í nýjum orku­­mann­­virkjum og á sama tíma greitt niður skuldir fyrir einn millj­­arð doll­­ara.“

Í fyrra nam hagn­aður Lands­virkj­unar 108 millj­ónum Banda­ríkja­dala, sem nemur um 13 millj­örðum króna. Þá nam arð­greiðsla Lands­virkj­unar 1,5 millj­örðum í fyrra en for­stjóri Lands­virkj­unar telur að talan muni tvö­fald­ast hið minnsta fyrir árið 2018. „Það verður ákveðið á aðal­fundi í apríl en ég geri ráð fyrir að arð­greiðslur muni tvö­fald­ast fyrir árið 2018 og fara í 3 til 4 millj­arða. Síðan mun það jafn­vel tvö­fald­ast árið eft­ir. Ég myndi segja að við munum kom­ast í 10-20 millj­arða á tveimur árum,“ sagði Hörður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Frum­varp um Þjóð­ar­jóð 

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um þjóð­ar­sjóð, sem ávaxtar ávinn­ing íslenska rík­is­ins af orku­auð­lind­um, er komið fram og í með­ferð á þingi. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er kveðið á um stofnun þjóð­ar­sjóðs en málið er engu síður umdeild og ekki ein­hugur um það hjá stjórn­ar­flokk­un­um. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að sjóð­ur­inn verði fjár­magn­aður með fjár­magni sem kemur frá orku­auð­lindum á for­ræði rík­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Þjóð­ar­sjóð­inn í síð­ustu viku en þar segir að þeg­ar horft er til þess að arð­greiðslur Lands­virkj­unar munu stig­magnast á næstu árum, þá geti heild­ar­eignir Þjóð­ar­sjóðs­ins farið í allt að tæp­lega 400 millj­arða króna miðað við 3,5 pró­sent ávöxtun á ári, á til­tölu­lega ­skömmum tíma, 10 til 20 árum. 

Það gætu því veru­legar fjár­hæðir safn­ast í sjóð­inn en í sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar seg­ir: „Þjóð­ar­sjóður verður stofn­aður utan um arð af auð­lindum lands­ins og byrjað á orku­auð­lind­inni. Hlut­verk sjóðs­ins verður að byggja upp við­nám til að mæta fjár­hags­legum áföll­um. Afmark­aður hluti ráð­stöf­un­ar­fjár sjóðs­ins verður not­aður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprota­fyr­ir­tækja. Með því verður fræjum sáð til efl­ingar nýrra vel laun­aðra starfa í fram­tíð­inni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma fyrir elstu kyn­slóð­ina.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFrum­varp Bjarna  sýnir hins vegar að horft er fyrst og fremst til þess að sjóð­ur­inn verði nýttur til mót­væg­is­að­gerða í áföllum í efna­hags­mál­u­m ­þjóð­ar­inn­ar. Þannig er í frum­varp­inu gengið út frá lang­tíma­sjón­ar­miðum um upp­bygg­ingu á mjög burð­ugum sjóði sem geti tek­ist á við afleið­ingar af stórum, ófyr­ir­séðum og fátíðum áföllum á opin­ber fjár­mál, fremur en að sjóð­ur­inn sjálfur fjár­magni bein­línis bætur vegna t.d. tjóns til­tek­inna atvinnu­greina eða hópa. 

Eins og áður sagði er ekki ein­hugur meðal stjórn­ar­flokk­anna um Þjóð­ar­sjóð­inn en nýlegar yfir­lýs­ingar Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sýna glögg­lega að það sé ekki ein­hugur meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um það hvernig eigi að ráð­stafa þeim fjár­munum sem koma munu frá Lands­virkjun á næstu árum. Sig­urður Ingi nefndi að hægt væri að nýta arð­greiðslur frá Lands­virkjun til að fjár­magna tug millj­arða vega­fram­kvæmd­ir, fremur að horfa til­ ­veggjalda. Þetta sam­ræm­ist ekki áformum um að safna arð­greiðslum Lands­virkj­unar í Þjóð­ar­sjóð.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent