Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur tvöfaldist

Lands­virkj­un, sem er í eigu íslenska rík­is­ins, hagn­að­ist um 14 millj­arða króna á síð­asta ári. Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur fyrirtækisins muni tvöfaldast fyrir árið 2018 og verði á bilinu 3 til 4 milljarðar.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, býst við því að arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins muni tvö­fald­ast hið minnsta fyrir árið 2018 og verði á bil­inu 3 til 4 millj­arð­ar­. Lands­­virkj­un, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­­is­ins, hagn­að­ist um 14 millj­­arða króna á síð­­asta ári. Rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins hækk­­uðu til muna og fyr­ir­tækið hefur staðið í skulda­nið­ur­greiðsl­u­m á und­an­förnum árum. Nú þykir því hafa skap­ast skil­yrði til að auka arð­greiðslur í skrefum til eig­anda síns, íslenska rík­is­ins. Fyrir liggur frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um nýt­ing­u arð­greiðslna Lands­virkj­unar í svo­kall­aðan Þjóð­ar­sjóð.

Skap­ast skil­yrði til að auka arð­greiðslur

Lands­­virkj­un, hagn­að­ist um 121 milljón dala, eða 14 millj­­arða króna, í fyrra. Rekstr­­ar­­tekjur félags­­ins hækk­­uðu um 50,8 millj­­ónir dala á milli ára og námu 533,9 millj­­ónum dala, eða 61,9 millj­­örðum króna. EBIT­DA hagn­að­ur, rekstr­­­ar­hagn­aður fyrir fjár­­­­­magns­­­kostn­að, skatta og afskrift­ir, var 45,2 millj­­arðar króna og EBIT­DA hlut­­fall fyr­ir­tæk­is­ins var 73 pró­­sent af tekj­­um. Þetta kemur fram i árs­reikn­ing Lands­virkj­unar

Í árs­reikn­ingum er haft eftir Herði Arn­­ar­s­­syni, for­­stjóra Lands­­virkj­un­­ar, að árið 2018 hafi verið gott ár í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. „Tekjur hækk­­uðu um 11% milli ára og hafa aldrei verið meiri, en þar mun­aði mestu um aukið selt magn og hækk­­and­i ál­verð.“ 

Auglýsing

Hörður segir jafn­framt að eftir fram­­kvæmdir síð­­­ustu ára, sem hafi að mestu verið fjár­­­magn­aðar með sjóðs­­streymi, haldi nettó skuldir nú áfram að lækka. „Hlut­­fall nettó skulda á móti EBIT­DA-­­rekstr­­ar­hagn­aði er nú komið niður í 4,8 og hefur skuld­­setn­ing á þennan mæli­kvarða aldrei verið minni í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Nú hafa skap­­ast skil­yrði til að auka arð­greiðslur Lands­­virkj­unar í skrefum til eig­anda síns, en síð­­ast­lið­inn ára­tug hefur fyr­ir­tækið fjár­­­fest fyrir um einn millj­­arð doll­­ara í nýjum orku­­mann­­virkjum og á sama tíma greitt niður skuldir fyrir einn millj­­arð doll­­ara.“

Í fyrra nam hagn­aður Lands­virkj­unar 108 millj­ónum Banda­ríkja­dala, sem nemur um 13 millj­örðum króna. Þá nam arð­greiðsla Lands­virkj­unar 1,5 millj­örðum í fyrra en for­stjóri Lands­virkj­unar telur að talan muni tvö­fald­ast hið minnsta fyrir árið 2018. „Það verður ákveðið á aðal­fundi í apríl en ég geri ráð fyrir að arð­greiðslur muni tvö­fald­ast fyrir árið 2018 og fara í 3 til 4 millj­arða. Síðan mun það jafn­vel tvö­fald­ast árið eft­ir. Ég myndi segja að við munum kom­ast í 10-20 millj­arða á tveimur árum,“ sagði Hörður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Frum­varp um Þjóð­ar­jóð 

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um þjóð­ar­sjóð, sem ávaxtar ávinn­ing íslenska rík­is­ins af orku­auð­lind­um, er komið fram og í með­ferð á þingi. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er kveðið á um stofnun þjóð­ar­sjóðs en málið er engu síður umdeild og ekki ein­hugur um það hjá stjórn­ar­flokk­un­um. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að sjóð­ur­inn verði fjár­magn­aður með fjár­magni sem kemur frá orku­auð­lindum á for­ræði rík­in­u. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um Þjóð­ar­sjóð­inn í síð­ustu viku en þar segir að þeg­ar horft er til þess að arð­greiðslur Lands­virkj­unar munu stig­magnast á næstu árum, þá geti heild­ar­eignir Þjóð­ar­sjóðs­ins farið í allt að tæp­lega 400 millj­arða króna miðað við 3,5 pró­sent ávöxtun á ári, á til­tölu­lega ­skömmum tíma, 10 til 20 árum. 

Það gætu því veru­legar fjár­hæðir safn­ast í sjóð­inn en í sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar seg­ir: „Þjóð­ar­sjóður verður stofn­aður utan um arð af auð­lindum lands­ins og byrjað á orku­auð­lind­inni. Hlut­verk sjóðs­ins verður að byggja upp við­nám til að mæta fjár­hags­legum áföll­um. Afmark­aður hluti ráð­stöf­un­ar­fjár sjóðs­ins verður not­aður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprota­fyr­ir­tækja. Með því verður fræjum sáð til efl­ingar nýrra vel laun­aðra starfa í fram­tíð­inni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma fyrir elstu kyn­slóð­ina.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraFrum­varp Bjarna  sýnir hins vegar að horft er fyrst og fremst til þess að sjóð­ur­inn verði nýttur til mót­væg­is­að­gerða í áföllum í efna­hags­mál­u­m ­þjóð­ar­inn­ar. Þannig er í frum­varp­inu gengið út frá lang­tíma­sjón­ar­miðum um upp­bygg­ingu á mjög burð­ugum sjóði sem geti tek­ist á við afleið­ingar af stórum, ófyr­ir­séðum og fátíðum áföllum á opin­ber fjár­mál, fremur en að sjóð­ur­inn sjálfur fjár­magni bein­línis bætur vegna t.d. tjóns til­tek­inna atvinnu­greina eða hópa. 

Eins og áður sagði er ekki ein­hugur meðal stjórn­ar­flokk­anna um Þjóð­ar­sjóð­inn en nýlegar yfir­lýs­ingar Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sýna glögg­lega að það sé ekki ein­hugur meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um það hvernig eigi að ráð­stafa þeim fjár­munum sem koma munu frá Lands­virkjun á næstu árum. Sig­urður Ingi nefndi að hægt væri að nýta arð­greiðslur frá Lands­virkjun til að fjár­magna tug millj­arða vega­fram­kvæmd­ir, fremur að horfa til­ ­veggjalda. Þetta sam­ræm­ist ekki áformum um að safna arð­greiðslum Lands­virkj­unar í Þjóð­ar­sjóð.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent