Tæknirisinn Amazon er með mikla innreið á verslanamarkað í undirbúningi samkvæmt umfjöllun sem Wall Street Journal birti í gær og fleiri erlendir miðlar tóku upp í kjölfarið.
Amazon hyggst opna verslanir vítt og breitt um Bandaríkin og verða fyrstu verslanirnar opnaðar á í Los Angeles. Verslanirnar verða hefðbundnir stórmarkaðir en tæknilegir innviðir verða byggðir á búnaði sem Amazon hefur þróað, meðal annars sjálfvirkum lagerum og sjálfvirku afgreiðslukerfi.
Amazon has plans to open its own grocery store https://t.co/fZqXq0Plon
— MarketWatch (@MarketWatch) March 2, 2019
Amazon hefur á undanförnum árum unnið að þróun hugbúnaðar- og tæknilausna fyrir smásöluverslanir sem meðal annars byggir á skynjurum í lofti búnaða, sem tengdir eru við app í símum þeirra sem versla í búðunum. Með því móti geta viðskiptavinir gengið inn, náð í vörur og farið út aftur, án þess að þurfa að fara með vörurnar í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi eða stoppa á búðarkassa.
Þessar lausnir hafa gengið undir nafninu Amazon Go og er Amazon nú sagt vera að undirbúa opnun á um 3 þúsund slíkum verslunum, en þeir verða skipulagðar í anda verslana eins og 7/11, eða álíka verslanir.
Eftir að Amazon keypti Whole Foods verslanakeðjuna hefur fyrirtækið meðal annars stigið stór skref í að tengja vildarkjarakerfi notenda sinna, Amazon Prime, við afsláttarkerfi Whole Foods, en um 130 milljónir manna eru nú með Amazon Prime áskrift, en hún færir notandum fasta afslætti.
Samtals eru 479 Whole Foods verslanir og hefur þeim fjölgað nokkuð hratt undanfarin misseri.
Markaðsvirði Amazon nemur nú 821 milljarði Bandaríkjadala, eða sem nemur um 98 þúsund milljörðum króna.