Guðmundur Ingi segir neyslu vera hjarta loftlagsvandans

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að stanslaus neysla fólks eigi sér ekki stað í tómi heldur hafi bein áhrif á loftslagið. Hann segir að hægt sé að breyta þróuninni til betri vegar en til þess þurfi ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir heim­inn standa frammi fyr­ir­ ­geig­væn­leg­um breyt­ingum á lofts­lag­in­u og að hjarta vand­ans sé neysla af ýmsum toga. Í grein á vef Vinstri grænna fjallar hann um loft­lags­vand­ann og neyslu­hyggj­una. Hann segir að það sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri veg­ar. Aftur á móti sé ekki hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­linga heldur þurfi fyr­ir­tæki, ­rík­is­stjórn­ir og sveita­stjórnir um heim allan að taka til í sínum ranni.

Við erum öll saman í liði í þessu stóra verk­efni

Guð­mundur Ingi fjallar um í grein­inni hvernig menn­irnir hafi á fáum ára­tugum tek­ist að koma af stað ferlum sem ógni öllum öðrum teg­undum á plánet­unni. Hann minnir á að átta millj­arð­ar­ ­manna deili jörð­inni með öllum þeim sem eiga eftir að fæð­ast. „Við stöndum frammi fyrir geig­væn­legum breyt­ingum á lofts­lag­inu og hjarta vand­ans er neysla af ýmsum toga – stans­laus og ósjálf­bær neysla.“

Hann segir að vit­an­lega þurfi allir marg­vís­lega hluti í dag­legu lífi, líkt og mat og fatn­að. Aftur á móti segir hann það galið að einn þriðji hluti matar í heim­inum endi í rusl­inu án þess að nokkur hafi neytt hans. „Á ein­hverjum tíma­punkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í stað­inn nýja. ­Jafn sjálf­sag­t varð hjá mörgum að fara með flug­vél til útlanda yfir helgi og áður var að skjót­ast í sum­ar­bú­stað inn­an­lands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverf­is­á­hrif og bein áhrif á lofts­lag­ið,“ segir Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Áskor­an­irnar eru fjöl­margar en lausn­irnar eru það líka

Í grein­inni nefnir hann að í gær hafi haf­ist á RÚV íslensk þátta­röð sem fjalli um áskor­anir mann­kyns í loft­lags­mál­um. Þáttur gær­kvölds­ins fjall­aði meðal ann­ars um neyslu­hyggju. Hann segir að mik­il­vægt sé að fjalla um áhrif vand­ans en um leið leita að lausn­um. „Um leið og við horf­umst í augu við vand­ann verðum við að gæta þess að ein­beita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á lofts­lagskvíð­anum sem við finnum svo mörg fyr­ir.“

Guð­mundur Ingi segir að í sam­ein­ingu sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri vegar en hann seg­ir ­jafn­fram­t að ekki sé hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­ling­inn heldur verði fyr­ir­tæki um allan heim að taka til í sínum ranni, auk rík­i­s­tjórna, sveita­stjórna og alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja. Hann segir alla vera í sama liði í þessu stóra verk­efni.

Í lok ­grein­ar­inn­ar bendir hann á að umhverf­is­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna hefst í Kenía í dag og þar verði kast­ljós­inu meðal ann­ars beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörð­ina. Hann segir áskor­anir séu fjöl­margar en að lausn­irnar séu það lík­a. 

Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas Jóhannsson lögmann og fyrrverandi héraðsdómara hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Þórarinn Hjaltason
Áhrif Borgarlínu og breyttra ferðavenja á bílaumferð
Kjarninn 17. september 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín: Kynjamisrétti er eitt stærsta og þrálátasta böl okkar tíma
Alþjóðleg #Metoo ráðstefna hefst í Hörpu í dag og hafa yfir 800 manns skráð sig á hana. Forsætisráðherra telur að löggjöf og forvarnarstarf sé ekki nóg heldur þurfi róttækar, menningarlegar breytingar.
Kjarninn 17. september 2019
Efling vísar kjaradeilu við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara
Efling hefur vísað kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg til ríkissáttasemjara. „Okkur þykir miður að hafa ekki skynjað raunverulegan samningsvilja frá borginni í þessum viðræðum,“ segir formaður Eflingar.
Kjarninn 17. september 2019
Kvikan
Kvikan
Farsi í lögreglunni, doði í stjórnmálunum og meint glimrandi góð lífskjör
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent