Guðmundur Ingi segir neyslu vera hjarta loftlagsvandans

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að stanslaus neysla fólks eigi sér ekki stað í tómi heldur hafi bein áhrif á loftslagið. Hann segir að hægt sé að breyta þróuninni til betri vegar en til þess þurfi ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir heim­inn standa frammi fyr­ir­ ­geig­væn­leg­um breyt­ingum á lofts­lag­in­u og að hjarta vand­ans sé neysla af ýmsum toga. Í grein á vef Vinstri grænna fjallar hann um loft­lags­vand­ann og neyslu­hyggj­una. Hann segir að það sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri veg­ar. Aftur á móti sé ekki hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­linga heldur þurfi fyr­ir­tæki, ­rík­is­stjórn­ir og sveita­stjórnir um heim allan að taka til í sínum ranni.

Við erum öll saman í liði í þessu stóra verk­efni

Guð­mundur Ingi fjallar um í grein­inni hvernig menn­irnir hafi á fáum ára­tugum tek­ist að koma af stað ferlum sem ógni öllum öðrum teg­undum á plánet­unni. Hann minnir á að átta millj­arð­ar­ ­manna deili jörð­inni með öllum þeim sem eiga eftir að fæð­ast. „Við stöndum frammi fyrir geig­væn­legum breyt­ingum á lofts­lag­inu og hjarta vand­ans er neysla af ýmsum toga – stans­laus og ósjálf­bær neysla.“

Hann segir að vit­an­lega þurfi allir marg­vís­lega hluti í dag­legu lífi, líkt og mat og fatn­að. Aftur á móti segir hann það galið að einn þriðji hluti matar í heim­inum endi í rusl­inu án þess að nokkur hafi neytt hans. „Á ein­hverjum tíma­punkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í stað­inn nýja. ­Jafn sjálf­sag­t varð hjá mörgum að fara með flug­vél til útlanda yfir helgi og áður var að skjót­ast í sum­ar­bú­stað inn­an­lands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverf­is­á­hrif og bein áhrif á lofts­lag­ið,“ segir Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Áskor­an­irnar eru fjöl­margar en lausn­irnar eru það líka

Í grein­inni nefnir hann að í gær hafi haf­ist á RÚV íslensk þátta­röð sem fjalli um áskor­anir mann­kyns í loft­lags­mál­um. Þáttur gær­kvölds­ins fjall­aði meðal ann­ars um neyslu­hyggju. Hann segir að mik­il­vægt sé að fjalla um áhrif vand­ans en um leið leita að lausn­um. „Um leið og við horf­umst í augu við vand­ann verðum við að gæta þess að ein­beita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á lofts­lagskvíð­anum sem við finnum svo mörg fyr­ir.“

Guð­mundur Ingi segir að í sam­ein­ingu sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri vegar en hann seg­ir ­jafn­fram­t að ekki sé hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­ling­inn heldur verði fyr­ir­tæki um allan heim að taka til í sínum ranni, auk rík­i­s­tjórna, sveita­stjórna og alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja. Hann segir alla vera í sama liði í þessu stóra verk­efni.

Í lok ­grein­ar­inn­ar bendir hann á að umhverf­is­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna hefst í Kenía í dag og þar verði kast­ljós­inu meðal ann­ars beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörð­ina. Hann segir áskor­anir séu fjöl­margar en að lausn­irnar séu það lík­a. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent