Guðmundur Ingi segir neyslu vera hjarta loftlagsvandans

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að stanslaus neysla fólks eigi sér ekki stað í tómi heldur hafi bein áhrif á loftslagið. Hann segir að hægt sé að breyta þróuninni til betri vegar en til þess þurfi ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir heim­inn standa frammi fyr­ir­ ­geig­væn­leg­um breyt­ingum á lofts­lag­in­u og að hjarta vand­ans sé neysla af ýmsum toga. Í grein á vef Vinstri grænna fjallar hann um loft­lags­vand­ann og neyslu­hyggj­una. Hann segir að það sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri veg­ar. Aftur á móti sé ekki hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­linga heldur þurfi fyr­ir­tæki, ­rík­is­stjórn­ir og sveita­stjórnir um heim allan að taka til í sínum ranni.

Við erum öll saman í liði í þessu stóra verk­efni

Guð­mundur Ingi fjallar um í grein­inni hvernig menn­irnir hafi á fáum ára­tugum tek­ist að koma af stað ferlum sem ógni öllum öðrum teg­undum á plánet­unni. Hann minnir á að átta millj­arð­ar­ ­manna deili jörð­inni með öllum þeim sem eiga eftir að fæð­ast. „Við stöndum frammi fyrir geig­væn­legum breyt­ingum á lofts­lag­inu og hjarta vand­ans er neysla af ýmsum toga – stans­laus og ósjálf­bær neysla.“

Hann segir að vit­an­lega þurfi allir marg­vís­lega hluti í dag­legu lífi, líkt og mat og fatn­að. Aftur á móti segir hann það galið að einn þriðji hluti matar í heim­inum endi í rusl­inu án þess að nokkur hafi neytt hans. „Á ein­hverjum tíma­punkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í stað­inn nýja. ­Jafn sjálf­sag­t varð hjá mörgum að fara með flug­vél til útlanda yfir helgi og áður var að skjót­ast í sum­ar­bú­stað inn­an­lands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverf­is­á­hrif og bein áhrif á lofts­lag­ið,“ segir Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Áskor­an­irnar eru fjöl­margar en lausn­irnar eru það líka

Í grein­inni nefnir hann að í gær hafi haf­ist á RÚV íslensk þátta­röð sem fjalli um áskor­anir mann­kyns í loft­lags­mál­um. Þáttur gær­kvölds­ins fjall­aði meðal ann­ars um neyslu­hyggju. Hann segir að mik­il­vægt sé að fjalla um áhrif vand­ans en um leið leita að lausn­um. „Um leið og við horf­umst í augu við vand­ann verðum við að gæta þess að ein­beita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á lofts­lagskvíð­anum sem við finnum svo mörg fyr­ir.“

Guð­mundur Ingi segir að í sam­ein­ingu sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri vegar en hann seg­ir ­jafn­fram­t að ekki sé hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­ling­inn heldur verði fyr­ir­tæki um allan heim að taka til í sínum ranni, auk rík­i­s­tjórna, sveita­stjórna og alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja. Hann segir alla vera í sama liði í þessu stóra verk­efni.

Í lok ­grein­ar­inn­ar bendir hann á að umhverf­is­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna hefst í Kenía í dag og þar verði kast­ljós­inu meðal ann­ars beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörð­ina. Hann segir áskor­anir séu fjöl­margar en að lausn­irnar séu það lík­a. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent