Guðmundur Ingi segir neyslu vera hjarta loftlagsvandans

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að stanslaus neysla fólks eigi sér ekki stað í tómi heldur hafi bein áhrif á loftslagið. Hann segir að hægt sé að breyta þróuninni til betri vegar en til þess þurfi ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir heim­inn standa frammi fyr­ir­ ­geig­væn­leg­um breyt­ingum á lofts­lag­in­u og að hjarta vand­ans sé neysla af ýmsum toga. Í grein á vef Vinstri grænna fjallar hann um loft­lags­vand­ann og neyslu­hyggj­una. Hann segir að það sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri veg­ar. Aftur á móti sé ekki hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­linga heldur þurfi fyr­ir­tæki, ­rík­is­stjórn­ir og sveita­stjórnir um heim allan að taka til í sínum ranni.

Við erum öll saman í liði í þessu stóra verk­efni

Guð­mundur Ingi fjallar um í grein­inni hvernig menn­irnir hafi á fáum ára­tugum tek­ist að koma af stað ferlum sem ógni öllum öðrum teg­undum á plánet­unni. Hann minnir á að átta millj­arð­ar­ ­manna deili jörð­inni með öllum þeim sem eiga eftir að fæð­ast. „Við stöndum frammi fyrir geig­væn­legum breyt­ingum á lofts­lag­inu og hjarta vand­ans er neysla af ýmsum toga – stans­laus og ósjálf­bær neysla.“

Hann segir að vit­an­lega þurfi allir marg­vís­lega hluti í dag­legu lífi, líkt og mat og fatn­að. Aftur á móti segir hann það galið að einn þriðji hluti matar í heim­inum endi í rusl­inu án þess að nokkur hafi neytt hans. „Á ein­hverjum tíma­punkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í stað­inn nýja. ­Jafn sjálf­sag­t varð hjá mörgum að fara með flug­vél til útlanda yfir helgi og áður var að skjót­ast í sum­ar­bú­stað inn­an­lands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverf­is­á­hrif og bein áhrif á lofts­lag­ið,“ segir Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Áskor­an­irnar eru fjöl­margar en lausn­irnar eru það líka

Í grein­inni nefnir hann að í gær hafi haf­ist á RÚV íslensk þátta­röð sem fjalli um áskor­anir mann­kyns í loft­lags­mál­um. Þáttur gær­kvölds­ins fjall­aði meðal ann­ars um neyslu­hyggju. Hann segir að mik­il­vægt sé að fjalla um áhrif vand­ans en um leið leita að lausn­um. „Um leið og við horf­umst í augu við vand­ann verðum við að gæta þess að ein­beita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á lofts­lagskvíð­anum sem við finnum svo mörg fyr­ir.“

Guð­mundur Ingi segir að í sam­ein­ingu sé sann­ar­lega hægt að bregð­ast við og breyta þró­un­inni til betri vegar en hann seg­ir ­jafn­fram­t að ekki sé hægt að hengja allar lausnir á ein­stak­ling­inn heldur verði fyr­ir­tæki um allan heim að taka til í sínum ranni, auk rík­i­s­tjórna, sveita­stjórna og alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja. Hann segir alla vera í sama liði í þessu stóra verk­efni.

Í lok ­grein­ar­inn­ar bendir hann á að umhverf­is­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna hefst í Kenía í dag og þar verði kast­ljós­inu meðal ann­ars beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörð­ina. Hann segir áskor­anir séu fjöl­margar en að lausn­irnar séu það lík­a. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent