Brexit samningi ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngu úr Evrópusambandinu var hafnað í kvöld, og munaði 149 atkvæðum að samningurinn yrði samþykktur. Neitunin var því afgerandi í neðri deild breska þingsins.
Samtals voru 391 á móti samningnum en 242 studdu hann.
Samkvæmt lögum mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið 29. mars næstkomandi. Fari svo að enginn samningur verði samþykktur í breska þinginu, er sá möguleiki opinn að Bretland fari úr sambandinu án samnings, með tilheyrandi óvissu. May hefur talað fyrir því ítrekað upp á síðkastið að það væri óæskilegt.
Það var May sjálf sem lagði fram frumvarp í þinginu í byrjun samningaviðræðna við Evrópusambandið um að Bretland myndi fara úr sambandinu 29. mars, og voru rökin þau að hún vildi marka viðræðum við sambandið ákveðinn tímaramma. Nú liggur fyrir að tillögur May hafa ekki notið hljómgrunns, ítrekað, í þinginu, og óvissa er uppi um framhaldið.