Krefjast tafarlausrar afsagnar Sigríðar Á. Andersen

Þingflokkur Pírata gerir kröfu um tafarlausa afsögn Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Þá hefur þingflokksformaður flokksins kallað eftir því að dómsmálaráðherra komi á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd.

Þingflokkur Pírata 2018-2019
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata gerir kröfu um taf­ar­lausa afsögn Sig­ríðar Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra. Þá hefur Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður flokks­ins, kallað eftir því að dóms­mála­ráð­herra komi á opinn fund í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd vegna dóms Mann­rétt­inds­dóm­stóls Evr­ópu og að fram fari sér­stakar umræður við for­sæt­is­ráð­herra á Alþingi um áhrif dóms­ins á rétt­ar­ríkið á Íslandi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ing frá þing­flokki Pírata sem send var út í dag.

Í henni segir jafn­framt að nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um máls­með­ferð dóms­mála­ráð­herra við skipan dóm­ara í Lands­rétt sé áfell­is­dómur yfir athöfnum ráð­herr­ans. Með þessu séu stað­festar ítrek­aðar við­var­anir þing­flokks Pírata, fyrst við skipan dóm­ara í Lands­rétt árið 2017 og svo í umræðu um van­traust­s­til­lögu á dóms­mála­ráð­herra ári síð­ar.

Auglýsing

„Dóm­ur­inn sýnir svo ekki verður um villst að með ólög­mætri skipan sinni hafi dóms­mála­ráð­herra stuðlað að mann­rétt­inda­brotum í garð allra þeirra sem hafa þurft að sæta máls­með­ferð af hálfu ólög­lega og póli­tískt skip­aðra dóm­ara. Píratar hafa ítrekað bent á að skip­anin væri ólög­mæt og athafnir Sig­ríðar Á. And­er­sen ófor­svar­an­legar og brot á 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um rétt­láta máls­með­ferð. Það hefur nú verið stað­fest bæði af Hæsta­rétti og af Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

Lands­rétt­ar­málið er skýrt dæmi um óeðli­leg afskipti fram­kvæmda­valds­ins af dóms­vald­inu og póli­tíska spill­ingu. Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar í dag munu koma til með að skera úr um traust almenn­ings til Alþing­is, dóm­stóla og fram­kvæmda­valds­ins til fram­tíð­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent