Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group

Breski fjárfestingasjóðurinn Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group úr 10 prósentum í 20 prósentum. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtæksins.

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Auglýsing

Bresti fjár­fest­ing­ar­stjóð­ur­inn Actis hefur tvö­faldað hlut sinn í Credit­info Group úr 10 pró­sentum í 20 pró­sent. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að Actis sé leið­andi fjár­festir í Asíu, Afr­íku og Rómönsku-Am­er­íku á sviði áhættu­stýr­ing­ar, miðl­unar fjár­hags­upp­lýs­inga og staf­rænna lausna. Fjár­fest­ingin eigi að fara í að fjár­magna alþjóð­legan vöxt og vöru­þróun Credit­in­fo.

Ali Mazand­erani og Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir taka sæti í stjórn félags­ins

Actis stýrði áður 10 pró­sent hlut í Credit­info Group í gegn um fjár­fest­ingu sína í Credit Services Hold­ings ásamt fleiri fjár­fest­um. Með þess­ari fjár­fest­ingu tekur Ali Mazand­er­ani, með­eig­andi hjá Actis sæti í stjórn félags­ins. Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir tekur jafn­framt sæti í stjórn félags­ins á ný en hún situr einnig í stjórn Credit­info Láns­traust hf. á Íslandi. Fyrir eru í stjórn Credit­info Group þau Reynir Grét­ars­son stjórn­ar­for­mað­ur, Nora Kerppola og Hákon Stef­áns­son.

Auglýsing

Credit­info Group var stofnað á Íslandi árið 1997 og hefur félagið nú opnað yfir 30 starfs­stöðvar í fjórum heims­álfum Félagið hefur að geyma láns­hæfis upp­lýs­ingar ríf­lega 200 milljón ein­stak­linga og 2 millj­ónir fyr­ir­tækja í 32 löndum um allan heim. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að hröð upp­bygg­ing félags­ins hafi falist í því að hefja starf­semi á jað­ar­mörk­uðum þar sem fjár­hags- og við­skipta­upp­lýs­ingar eru að skornum skammti og því erfitt að meta láns­hæfi aðila í við­skipt­um. Mark­miðið sé að auka fjár­hags­lega þátt­töku minni og með­al­stórra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og skapa þannig auk­inn hag­vöxt á hverju svæði fyrir sig. Meðal sam­starfs­að­ila Credit­info er Alþjóða­bank­inn, IFC, Millennium Chal­lenge Cor­poration, og fleiri alþjóða­stofn­an­ir.

 Hlakkar til frek­ari vaxt­ar 

Reynir Grét­ars­son, stjórn­ar­for­mað­ur, stofn­andi og meiri­hluta­eig­andi Credit­info Group, segir fjár­fest­ingu Actis koma til með að efla starf­semi félags­ins og við­skipta­á­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóða­vís­u. „Við höldum áfram að útvíkka á mörk­uðum þar sem tækni okkar og lausnir stuðla að upp­bygg­ingu fjár­mála­mark­aða. Við munum vinna áfram í nánu sam­starfi við Actis og hlökkum til frek­ari vaxtar með sam­starfs­að­ila sem deilir gildum okkar og mark­mið­u­m,“ segir Reynir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent