Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group

Breski fjárfestingasjóðurinn Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group úr 10 prósentum í 20 prósentum. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtæksins.

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Auglýsing

Bresti fjár­fest­ing­ar­stjóð­ur­inn Actis hefur tvö­faldað hlut sinn í Credit­info Group úr 10 pró­sentum í 20 pró­sent. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að Actis sé leið­andi fjár­festir í Asíu, Afr­íku og Rómönsku-Am­er­íku á sviði áhættu­stýr­ing­ar, miðl­unar fjár­hags­upp­lýs­inga og staf­rænna lausna. Fjár­fest­ingin eigi að fara í að fjár­magna alþjóð­legan vöxt og vöru­þróun Credit­in­fo.

Ali Mazand­erani og Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir taka sæti í stjórn félags­ins

Actis stýrði áður 10 pró­sent hlut í Credit­info Group í gegn um fjár­fest­ingu sína í Credit Services Hold­ings ásamt fleiri fjár­fest­um. Með þess­ari fjár­fest­ingu tekur Ali Mazand­er­ani, með­eig­andi hjá Actis sæti í stjórn félags­ins. Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir tekur jafn­framt sæti í stjórn félags­ins á ný en hún situr einnig í stjórn Credit­info Láns­traust hf. á Íslandi. Fyrir eru í stjórn Credit­info Group þau Reynir Grét­ars­son stjórn­ar­for­mað­ur, Nora Kerppola og Hákon Stef­áns­son.

Auglýsing

Credit­info Group var stofnað á Íslandi árið 1997 og hefur félagið nú opnað yfir 30 starfs­stöðvar í fjórum heims­álfum Félagið hefur að geyma láns­hæfis upp­lýs­ingar ríf­lega 200 milljón ein­stak­linga og 2 millj­ónir fyr­ir­tækja í 32 löndum um allan heim. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að hröð upp­bygg­ing félags­ins hafi falist í því að hefja starf­semi á jað­ar­mörk­uðum þar sem fjár­hags- og við­skipta­upp­lýs­ingar eru að skornum skammti og því erfitt að meta láns­hæfi aðila í við­skipt­um. Mark­miðið sé að auka fjár­hags­lega þátt­töku minni og með­al­stórra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og skapa þannig auk­inn hag­vöxt á hverju svæði fyrir sig. Meðal sam­starfs­að­ila Credit­info er Alþjóða­bank­inn, IFC, Millennium Chal­lenge Cor­poration, og fleiri alþjóða­stofn­an­ir.

 Hlakkar til frek­ari vaxt­ar 

Reynir Grét­ars­son, stjórn­ar­for­mað­ur, stofn­andi og meiri­hluta­eig­andi Credit­info Group, segir fjár­fest­ingu Actis koma til með að efla starf­semi félags­ins og við­skipta­á­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóða­vís­u. „Við höldum áfram að útvíkka á mörk­uðum þar sem tækni okkar og lausnir stuðla að upp­bygg­ingu fjár­mála­mark­aða. Við munum vinna áfram í nánu sam­starfi við Actis og hlökkum til frek­ari vaxtar með sam­starfs­að­ila sem deilir gildum okkar og mark­mið­u­m,“ segir Reynir í til­kynn­ing­unni.

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent