Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group

Breski fjárfestingasjóðurinn Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group úr 10 prósentum í 20 prósentum. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtæksins.

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Auglýsing

Bresti fjár­fest­ing­ar­stjóð­ur­inn Actis hefur tvö­faldað hlut sinn í Credit­info Group úr 10 pró­sentum í 20 pró­sent. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að Actis sé leið­andi fjár­festir í Asíu, Afr­íku og Rómönsku-Am­er­íku á sviði áhættu­stýr­ing­ar, miðl­unar fjár­hags­upp­lýs­inga og staf­rænna lausna. Fjár­fest­ingin eigi að fara í að fjár­magna alþjóð­legan vöxt og vöru­þróun Credit­in­fo.

Ali Mazand­erani og Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir taka sæti í stjórn félags­ins

Actis stýrði áður 10 pró­sent hlut í Credit­info Group í gegn um fjár­fest­ingu sína í Credit Services Hold­ings ásamt fleiri fjár­fest­um. Með þess­ari fjár­fest­ingu tekur Ali Mazand­er­ani, með­eig­andi hjá Actis sæti í stjórn félags­ins. Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir tekur jafn­framt sæti í stjórn félags­ins á ný en hún situr einnig í stjórn Credit­info Láns­traust hf. á Íslandi. Fyrir eru í stjórn Credit­info Group þau Reynir Grét­ars­son stjórn­ar­for­mað­ur, Nora Kerppola og Hákon Stef­áns­son.

Auglýsing

Credit­info Group var stofnað á Íslandi árið 1997 og hefur félagið nú opnað yfir 30 starfs­stöðvar í fjórum heims­álfum Félagið hefur að geyma láns­hæfis upp­lýs­ingar ríf­lega 200 milljón ein­stak­linga og 2 millj­ónir fyr­ir­tækja í 32 löndum um allan heim. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að hröð upp­bygg­ing félags­ins hafi falist í því að hefja starf­semi á jað­ar­mörk­uðum þar sem fjár­hags- og við­skipta­upp­lýs­ingar eru að skornum skammti og því erfitt að meta láns­hæfi aðila í við­skipt­um. Mark­miðið sé að auka fjár­hags­lega þátt­töku minni og með­al­stórra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og skapa þannig auk­inn hag­vöxt á hverju svæði fyrir sig. Meðal sam­starfs­að­ila Credit­info er Alþjóða­bank­inn, IFC, Millennium Chal­lenge Cor­poration, og fleiri alþjóða­stofn­an­ir.

 Hlakkar til frek­ari vaxt­ar 

Reynir Grét­ars­son, stjórn­ar­for­mað­ur, stofn­andi og meiri­hluta­eig­andi Credit­info Group, segir fjár­fest­ingu Actis koma til með að efla starf­semi félags­ins og við­skipta­á­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóða­vís­u. „Við höldum áfram að útvíkka á mörk­uðum þar sem tækni okkar og lausnir stuðla að upp­bygg­ingu fjár­mála­mark­aða. Við munum vinna áfram í nánu sam­starfi við Actis og hlökkum til frek­ari vaxtar með sam­starfs­að­ila sem deilir gildum okkar og mark­mið­u­m,“ segir Reynir í til­kynn­ing­unni.

Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent