Actis tvöfaldar hlut sinn í Creditinfo Group

Breski fjárfestingasjóðurinn Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group úr 10 prósentum í 20 prósentum. Við kaupin mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn fyrirtæksins.

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður, stofnandi og meirihlutaeigandi Creditinfo Group
Auglýsing

Bresti fjár­fest­ing­ar­stjóð­ur­inn Actis hefur tvö­faldað hlut sinn í Credit­info Group úr 10 pró­sentum í 20 pró­sent. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að Actis sé leið­andi fjár­festir í Asíu, Afr­íku og Rómönsku-Am­er­íku á sviði áhættu­stýr­ing­ar, miðl­unar fjár­hags­upp­lýs­inga og staf­rænna lausna. Fjár­fest­ingin eigi að fara í að fjár­magna alþjóð­legan vöxt og vöru­þróun Credit­in­fo.

Ali Mazand­erani og Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir taka sæti í stjórn félags­ins

Actis stýrði áður 10 pró­sent hlut í Credit­info Group í gegn um fjár­fest­ingu sína í Credit Services Hold­ings ásamt fleiri fjár­fest­um. Með þess­ari fjár­fest­ingu tekur Ali Mazand­er­ani, með­eig­andi hjá Actis sæti í stjórn félags­ins. Sig­rún Ragna Ólafs­dóttir tekur jafn­framt sæti í stjórn félags­ins á ný en hún situr einnig í stjórn Credit­info Láns­traust hf. á Íslandi. Fyrir eru í stjórn Credit­info Group þau Reynir Grét­ars­son stjórn­ar­for­mað­ur, Nora Kerppola og Hákon Stef­áns­son.

Auglýsing

Credit­info Group var stofnað á Íslandi árið 1997 og hefur félagið nú opnað yfir 30 starfs­stöðvar í fjórum heims­álfum Félagið hefur að geyma láns­hæfis upp­lýs­ingar ríf­lega 200 milljón ein­stak­linga og 2 millj­ónir fyr­ir­tækja í 32 löndum um allan heim. Í til­kynn­ingu frá félag­inu segir að hröð upp­bygg­ing félags­ins hafi falist í því að hefja starf­semi á jað­ar­mörk­uðum þar sem fjár­hags- og við­skipta­upp­lýs­ingar eru að skornum skammti og því erfitt að meta láns­hæfi aðila í við­skipt­um. Mark­miðið sé að auka fjár­hags­lega þátt­töku minni og með­al­stórra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og skapa þannig auk­inn hag­vöxt á hverju svæði fyrir sig. Meðal sam­starfs­að­ila Credit­info er Alþjóða­bank­inn, IFC, Millennium Chal­lenge Cor­poration, og fleiri alþjóða­stofn­an­ir.

 Hlakkar til frek­ari vaxt­ar 

Reynir Grét­ars­son, stjórn­ar­for­mað­ur, stofn­andi og meiri­hluta­eig­andi Credit­info Group, segir fjár­fest­ingu Actis koma til með að efla starf­semi félags­ins og við­skipta­á­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóða­vís­u. „Við höldum áfram að útvíkka á mörk­uðum þar sem tækni okkar og lausnir stuðla að upp­bygg­ingu fjár­mála­mark­aða. Við munum vinna áfram í nánu sam­starfi við Actis og hlökkum til frek­ari vaxtar með sam­starfs­að­ila sem deilir gildum okkar og mark­mið­u­m,“ segir Reynir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent