Áhrifa dóma Mannréttindadómstólsins gætir víða hér á landi

Í vikunni hefur Mannréttindadómstóll Evrópu og þýðing dóma hans fyrir íslenskt réttarkerfi verið til umræðu. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri Íslendingar leitað réttar síns til dómstólsins en ýmsar réttarbætur hér á landi má rekja til dómstólsins.

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu
Auglýsing

Mikil umræða skap­að­ist um Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í lið­inni viku í kjöl­far nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins í Land­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða. Sig­ríð­ur­ And­er­sen, fyrrum dóms­mála­ráð­herra, sagði af sér í kjöl­far dóms­ins en lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af fram­sali valds til túlk­unar á íslenskum lögum til erlendra dóm­stóla. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra tók í svip­aðan streng og sagði það umhugs­un­ar­efni um hvort dóm­stól­inn væri að „stíga yfir lín­una.“ Í kjöl­farið hafa aðrir þing­menn komið dóm­stólnum til varnar og ­kallað eft­ir því að tekin sé skýr afstaða með dóm­stólnum í kjöl­far þess að ráð­herrar hafi ráð­ist á trú­verð­ug­leika hans. 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu var stofn­aður á grund­velli mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu en dóm­stólnum er ætlað að tryggja að aðild­ar­ríki Evr­ópu­ráðs­ins virði þau rétt­indi sem kveðið er á um í sátt­mál­an­um. Hér á landi var sátt­mál­inn lög­fest­ur árið 1994 en í annarri grein lag­anna er kveðið á um að úr­lausnir Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins séu ekki bind­andi að íslenskum lands­rétti. Engu að síður hafa ákveðnir dómar dóm­stóls­ins haft víð­tæk áhrif á íslenska lög­gjöf og fært Íslend­ingum fjölda rétt­ar­bóta. Þá ­sér­stak­lega í kjöl­far inn­leið­ingar sátt­mál­ans en einnig er aðskiln­aður umboðs­valds og dóms­valds í ís­lenskum lögum rak­inn til dóm­stóls­ins.

Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn far­inn að stíga yfir lín­una

Á mánu­dag­inn var nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins birt í Lands­rétt­ar­mál­inu. Nið­ur­staða dóm­stóls­ins var að Ísland hefði brotið gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­­mála Evr­­­ópu, sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­­með­­­­­ferðar fyrir dómi, í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­­fríður Ein­­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­­­mætum hætt­i.

Í kjöl­far nið­ur­stöðu dóms­ins sköp­uð­ust umræður í sam­fé­lag­inu um þýð­ingu dóms­ins fyrir íslenskt rétt­ar­far og hlut­verk dóm­stóls­ins. Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, lýsti dómi dóm­stóls­ins sem „árás á full­veldi Íslands“ í skoð­ana­grein á vef lög­fræði­stofu hans. Í grein sinni skorar hann á Íslend­inga að taka saman höndum og hrinda „þess­ari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygð­un­ar­laust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með.“

Sig­ríð­ur­ And­er­sen ­vé­fengdi einnig hlut­verk dóm­stóls­ins þegar hún til­kynnti afsögn sína á blaða­manna­fundi á mið­viku­dag­inn. „Ég mun ekki láta það átölu­laust að dóm­stólar séu not­aðir í póli­tískum til­gang­i,“ sagði hún á fund­in­um. Auk þess sagði hún heldur ekki ætla að láta það átölu­laust að íslenskir dóm­stólar „fram­selji vald til túlk­unar á íslenskum lögum til erlendra dóm­stóla.“  

Sigríður Andersen fyrrum dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktson, fjármála og efnahagsráðherra. Mynd: Birgir Þór.Flokks­maður hennar Bjarna Bene­dikts­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, tók í svip­aðan streng á blaða­manna­fundi eftir til­kynn­ingu Sig­ríð­ar. Hann sagði að nið­­­ur­­­staða Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu í Lands­rétt­­ar­­mál­inu hefði komið honum í „opna skjöldu“ og það væri um­hugs­un­ar­efn­i hvort dóm­stól­inn væri far­inn að „stíga yfir línu“ með þeirri gagn­rýni á íslenska stjórn­­­­­sýslu sem birt­ist í dómn­­­um. Hæst­i­­­réttur væri æðsti dóm­­­stóll Íslands, ekki Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­ópu.  

Auglýsing

Jafn­framt sagði hann nið­ur­stöður dóm­stóls­ins hafa í gegnum tíð­ina oft verið mjög umdeild­ar.„ Þannig er í mörg ár lif­andi umræða í Bret­landi um hvort þeir vilji segja sig frá dóm­stóln­um, í Dan­mörku hefur einnig verið færð fram gríð­ar­lega mikil gagn­rýni, “ sagði Bjarni. Í kjöl­far­ið ­sagð­ist hann aðspurður ekki vera að boða það að Ísland ætti að segja sig frá dóm­stóln­um. Hann væri að vekja athygli á því að starf­semi dóm­stóls­ins væri ekki yfir gagn­rýni hafin og það fælist ekki nein yfir­lýs­ing um að grafa undan dóm­stól með því að áfrýja nið­ur­stöðu hans, ekki frekar en að þegar dómur fellur í hér­aði og honum er áfrýj­að.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd:Bára Huld BeckUmmæli ráð­herr­anna um dóm­stól­inn vöktu hörð við­brögð nokk­urra ­þing­manna. Þar á meðal var  Þór­hildur Sunna, þing­flokks­for­maður Pírata, en í stöðu­upp­færslu á Face­book ­sagði hún dóm­stóll­inn vera ein dýr­mætasta rétt­ar­verndin sem Íslend­ingar eiga. „Það er grafal­var­legt ef ráð­herrar Íslands ætla sér að ráð­ast að honum með dylgj­um, sam­sær­is­kenn­ingum og ósann­indum eins og Sig­ríð­ur­ And­er­sen og Bjarni Bene­dikts­son gerð­ust upp­vís að í gær,“ sagði hún í færsl­unni. Jafn­framt sagði hún að það væri eitt að finn­ast rétt að áfrýja málin en að það væri með öllu óásætt­an­legt að ætla að ger­a ­Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn að „blóra­böggli fyrir póli­tískar skip­anir Sjálf­stæð­is­flokks­ins í dóm­stóla.“

Stendur vörð um rétt­indi ein­stak­linga 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu var stofn­aður árið 1959 á grund­velli mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu sem und­ir­rit­aðar var á ráð­herra­fundi Evr­ópu­ráðs­ins í Róm árið 1950. Honum var ætlað að virða þau rétt­indi sem kveðið er á um í sátt­mál­anum en sátt­mál­inn skyldar aðild­ar­ríkin til að tryggja öllum ein­stak­lingum á þeirra yfir­ráða­svæði þau rétt­indi og frelsi sem eru skil­greind í sátt­mál­anum og við­aukum við hann, svo sem rétt til lífs og frels­is, til rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi, bann við pynd­ing­um, frið­helgi einka­lífs og tján­ing­ar-, trú- og félaga­frelsi svo dæmi séu tek­in.

Ein­stak­lingar geta leitað til dóm­stóls­ins ef þeir telja ríki hafa brotið gegn þeim rétt­indum sem kveðið er á um það að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­u­m. ­Dóm­stóll­inn tekur ekki mál til með­ferðar nema kær­andi hafi fyrst tæmt inn­lend rétt­ar­úr­ræði, í því felst að oft­ast þarf að vera búið að fara með málið fyrir inn­lenda dóm­stóla. 

Alþingi Mynd: Bára Huld BeckÍsland und­ir­rit­aði sátt­mál­ann árið 1950 og full­gilti hann árið 1953. Sátt­mál­inn var síðan loks lög­festur hér á landi árið 1994. Í kjöl­farið var mann­rétt­inda­kafla stjórn­ar­skrár Íslands breytt árið 1995 til að koma til móts við skuld­bind­ingar Íslands. Í lögum um sátt­mál­ann segir í annarri grein lagan að úrlausnir Mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu, Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og Ráð­herra­nefndar Evr­ópu­ráðs­ins séu ekki bind­andi að íslenskum lands­rétti, sam­kvæmt sátt­mál­an­um. 

Nauð­syn­legt að íslenskir dóm­stólar taki mið af dómum MDE

Róbert R. ­Spanó tók til starfa sem dóm­ari við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í nóv­em­ber 2013. Í við­tali við Frétta­blaðið í októ­ber 2014 sagði Róbert að þær breyt­ingar sem urðu á íslenskum lögum með lög­fest­ingu sátt­mál­ans og breyt­ing­unum á mann­rétt­inda­á­kvæðum stjórn­ar­skrár­innar árið 1995 væru tví­mæla­laust ein mesta rétt­ar­bót sem Ísland hefur inn­leitt. Hann benti jafn­framt á að í fram­hald­inu hefði Ísland séð afleið­ing­arnar af þessum breyt­ingum í dóma­fram­kvæmd og einnig hefði þetta haft áhrif á þjóð­fé­lags­um­ræð­una. Að hans mati hafði inn­leið­ing sátt­mál­ans haft áhrif á hvernig borg­arar skilji og skil­greini sinn rétt.

Róbert S. Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Mynd: Skjáskot/RúvÍ við­tal­inu benti Róbert á að ljóst væri að dómar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins væru ekki bind­andi íslenskum rétti en aftur á móti væri mann­rétt­inda­sátt­mál­inn bind­andi þjóð­rétt­ar­samn­ingur fyrir íslenska rík­ið. „Það leiðir af ákvæðum lag­anna um Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Á hinn bóg­inn er ekki nóg með að sátt­mál­inn sé lög­fest­ur, hann er bind­andi þjóð­rétt­ar­samn­ingur fyrir íslenska rík­ið. Það er við­ur­kennd lög­skýr­ing­ar­að­ferð í íslenskum rétti að við túlkum lands­rétt til sam­ræmis við þjóða­rétt,“ sagði Róbert. 

Því sagði hann að til þess að tryggja að lands­réttur væri túlk­aður til sam­ræmis við þjóð­ar­rétt væri nauð­syn­legt að íslenskir dóm­stólar tækju mið af og tækju til­lit til dómafor­dæma Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins þegar þeir túlk­uðu mann­rétt­inda­sátt­mál­ann.

Hættu­leg þróun

Mar­grét ­Stein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mann­rétt­inda­skrif­stofu, tekur í sama streng og Róbert í sam­tal­i við Kjarn­ann. Hún segir að mann­rétt­inda­sátt­mál­inn hafa haft mikil áhrif hér á landi sem og alls staðar í Evr­ópu. Að hennar mati ættu dómar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins að vera for­dæm­is­gef­andi hér á landi í ljósi þess að Ísland inn­leiddi sátt­mál­ann í lands­lög. Hún segir jafn­framt að þegar mann­rétt­inda­kafl­anum í stjórn­ar­skránni var breytt hafi mann­rétt­inda­sátt­mál­inn verið hafður til hlið­sjón­ar. Því hafi sumir fræði­menn haldið því fram að mann­rétt­inda­sátt­mála­lögin hafi því stjórn­ar­skrárí­gildi.

Mar­grét segir að það sé gríð­ar­lega mik­il­vægt að standa vörð um mann­rétt­indi. Hún bendir á að und­an­farin ár hafi verið til umræðu í nokkrum löndum að und­an­skilja lög frá áhrifum Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. „Að heim­ur­inn sé að stefna í þá átt að mann­rétt­indum verði meira og meira ýtt til hlið­ar, það finnst mér vera hættu­leg þró­un,“ segir Mar­grét. 

Dómur mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins leiddi til aðskiln­aðar dóms­valds og umboðs­valds

Mar­grét segir það jafn­framt ótví­rætt að dómar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins hafi haft áhrif á lög­gjöf hér á landi og knúið fram ýmsar rétt­ar­bæt­ur. Nefnir hún þar sér­stak­lega mál Jón Krist­ins­sonar sem leiddi til aðskiln­aðar dóms­valds og umboðs­valds og þá dóma sem hafa fallið um tján­ing­ar­frelsi. 

Fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem leit­aði réttar síns hjá Mann­rétt­inda­dóm­stólnum var Jón Krist­ins­son. Árið 1984 var hann sak­felldur fyrir umferð­ar­laga­brot í Saka­dómi Akur­eyr­ar. Jón undi ekki dóm­n­um og benti á að sami maður hafði sinnt mál­inu í umboði lög­­­reglu­­stjóra, fram­­kvæmda­­valds, ann­­ars veg­ar og bæj­­­ar­­fóg­eta, dóms­valds, hins veg­­ar. Full­yrti hann að með því væri rétt­lát máls­með­ferð ekki tryggð. Eft­ir að dóm­­ur­inn hafði verið stað­fest­ur í Hæsta­rétti leit­aði Jón til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu sem ákvað að veita hon­um áheyrn fyrst­um Íslend­inga. 

Settir voru á fót átta héraðsdómstólar um allt land Mynd: Bára Huld BeckNið­ur­staða MDE var að ­máls­með­ferð í kjöl­far meints umferð­ar­laga­brots Jóns Krist­ins­­son­ar braut í bága við 6. grein Mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu um rétt­láta dóms­með­ferð fyr­ir dóm­stól­­um. Í kjöl­farið varð umbylt­ing á rétt­ar­fari hér á landi með gild­is­töku laga um aðskilnað dóms­valds og umboðs­valds í hér­aði. Í því fólst að dóms­valdið var flutt frá sýslu­mönnum og bæj­ar­fó­getum til hér­aðs­dóm­stóla í því skyni að koma á full­kominni þrí­grein­ingu rík­is­valds hér á landi. Fram­kvæmda­vald og dóms­vald var áður sam­einað í höndum sýslu­manna og bæj­ar­fó­geta á lands­byggð­inni en sú rétt­ar­fars­skipan stang­að­ist á við ákvæði Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um dóms­með­ferð fyrir óháðum, óhlut­drægum dóm­stól­um, að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. 

Blaða­menn ekki ábyrgðir fyrir ummælum við­mæl­enda sinna

Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn er einnig tal­inn hafa gegnt veiga­miklu hlut­verki í að tryggja tján­ing­ar­frelsi og fjöl­miðla­frelsi hér á landi. Fyrir rúmum þrjá­tíu árum kærði Þor­geir Þor­geirs­son dóm Hæsta­réttar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Hann hafði verið sak­felld­ur ­vegna skrifa hans um störf lög­reglu­manna í Morg­un­blað­in­u. Þor­geir leit­aði til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins en hann taldi að brotið hefði verið á rétti sínum þar sem dóm­ari í máls­með­ferð hans hafði ítrekað tekið sér stöðu ákæru­valds þegar sak­sókn­ari var fjarri. Hann væri því ekki hlut­laus sem dóm­ari en það væri á skjön við 6. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála ­Evr­ópu. Auk þess taldi Þor­geir að með dómnum hefði verið brotið á rétti hans til tján­ing­ar­frels­is. Um kæruna til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sagði Þor­geir í Þjóð­vilj­anum sama ár: „Ég kæri ekki til mann­rétt­inda­nefnd­ar­innar út af neinum smá­at­rið­um, heldur er ég í raun að kæra allt íslenska rétt­ar­kerfið sem ég álít mein­gallað og vart sæm­andi nokkru lýð­ræð­is­rík­i.“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst ein­róma að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hefði verið gegn Þor­geiri, í 10. grein um tján­ing­ar­frelsi. Sam­kvæmt dómi dóm­stóls­ins hafði dómur Þor­geirs ekki falið í sér brot á íslenskum lögum heldur verið í sam­ræmi við 108. grein hegn­ing­ar­laga og dóma­hefð á land­inu. Sam­kvæmt dóm­stólnum voru lögin því ekki í sam­ræmi við mann­rétt­inda­sátt­mál­ann en ekki dóm­ur­inn gegn Þor­geiri einn og sér.

Mál Þor­geirs og dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins eru talin hafa haft veru­leg áhrif á íslenskt rétt­ar­far en árið 1995 var 108. grein hegn­ing­ar­laga felld úr lög­um. Enn fremur var mann­rétt­inda­sátt­máli ­Evr­ópu lög­festur hér á landi árið 1994 en með honum voru ýmis mann­rétt­indi og borg­ar­lega rétt­indi lög­fest. Þar má nefna rétt til lífs, skoð­ana­frelsi og tján­ing­ar­frelsi, félaga­frelsi, trú­frelsi, rétt til bóta vegna rangrar sak­fell­ingar og svo fram­veg­is.

Erla Hlynsdóttir fyrir framan Hæstarétt Mynd: AðsendÁ seinni árum hafa fleiri málum verið áfrýj­að til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins vegna skerð­ingar á tján­ing­ar­frelsi þar sem íslenskir dóm­stólar gerðu blaða­menn per­sónu­lega ábyrga fyrir ummælum við­mæl­enda sinna og dæmt þá bóta­skylda. Ein þeirra er Erla Hlyns­dóttir en dóm­stól­inn hefur þrisvar sinnum dæmd henni í hag og kom­ist að því að íslenska ríkið hafi brotið gegn 10. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu með því að dæma Erlu fyrir meið­yrði fyrir ummæli sem hún hafði eftir við­mæl­endur sína. Íslenska rík­­inu var gert að greiða Erlu skaða­bæt­ur. Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn komst einnig að sömu nið­ur­stöðu í máli ann­arrar blaða­kon­u, ­Bjarkar Eiðs­dótt­­ur, sem dæmd hafði verið fyrir meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­­mæl­anda. 

Þurfti að fella niður fjöl­mörg mál

Annar nýlegur dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sem hefur haft víð­tækar afleið­ingar hér á landi er dómur dóm­stóls­ins í máli Jón Ásgeirs Jóhann­es­son­ar. Þann 18. maí 2017 komst Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni og Tryggva Jóns­­syni þegar þeir voru dæmdir í skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir skatta­laga­brot í rekstri Baugs og fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Gaums árið 2013, ásamt Krist­ínu Jóhann­es­dótt­­ur. Þeir kærðu þann dóm til Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins á þeim for­­­sendum að þeir hefðu þegar hlotið dóm fyrir sömu brot. Þeir höfðu verið dæmdir til að greiða álag ofan á end­­ur­á­kvörðun skatta af yfir­­­skatta­­­nefnd árið 2007. Málin tvö hefðu verið byggð á sama grunn­i. Og því væri verið að refsa þeim tví­­­vegis fyrir sama brot­ið.

Jón Ásgeir Jóhannesson Mynd:FlickrFram að þeim tíma hafði það ­tíðkast hér­­­lendis að þeir sem sviku stór­­fellt undan skatti skyldu greiða hátt álag ofan á þá van­­goldnu skatta sem þeir skyldu end­­ur­greiða. Ef um meiri­háttar brot var að ræða þá var við­kom­andi einnig ákærður fyrir meiri háttar skatta­laga­brot, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fang­elsi auk þess sem við­kom­andi þarf að að greiða sekt. Þegar Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll­inn hafði kom­ist að nið­­ur­­stöðu þá þurfti að falla dómur í Hæsta­rétti um sam­­bæri­­legt efni til að fram komi hver áhrif nið­­ur­­stöð­unnar verði á íslenska dóma­fram­­kvæmd. Sá dómur féll í lok sept­em­ber 2017.

Nið­ur­staðan hafði áhrif á fjöl­mörg önnur mál og varð til þess að hér­aðs­sak­sókn­ari þurfti að fella niður að að minnsta kosti 66 mál þar sem grunur var um að ein­stak­lingar hefðu framið skatt­svik. Stór hluti mál­anna sner­ist um ein­stak­linga sem geymdu fjár­muni utan Íslands til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar