Kosningum til sjö sæta í stjórn VR til næstu tveggja ára lauk á hádegi í dag. Allsherjaratkvæðagreiðslan á meðal félagsmanna stóð frá 11. mars til 15. mars. Atkvæði greiddu 2806 en á kjörskrá voru alls 35.614 félagsmenn. Kosningaþátttaka var því 7,88 prósent .
Kjör hlutu Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Árnadóttir, Sigurður Sigfússon, Harpa Sævarsdóttir, Björn Kristjánsson, Helga Ingólfsdóttir. Til varastjórnar voru Þorvarður Bergmann Kjartansson, Anna Þóra Ísfold, Sigmundur Halldórsson, kjörin til eins árs.
Ragnar Þór formaður VR til næstu tveggja ára
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára í febrúar síðastliðnum en önnur framboð til formanns bárust ekki til kjörstjórnar VR. Ragnar Þór var kjörinn nýr formaður VR í mars árið 2017 með 62,98 prósent atkvæða.
Auglýsing