Guðni: Þurfum að endurmóta hagkerfið og alla innviði – og það hratt

Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, hefur rannsakað loftslagsmál til fjölda ára en hann segir að sú jörð sem bjargað verði núna verði ekkert í líkingu við þá jörð sem fólk ólst upp á.

Guðni Elísson
Guðni Elísson
Auglýsing

Til þess að eiga 65 pró­sent líkur á að mann­kynið haldi sig við mark­mið um hlýnun undir tveimur gráðum þá þarf þrek­virki. Þetta segir Guðni Elís­son, pró­fessor í bók­mennta­fræði við Háskóla Íslands, sem verið í tvo ára­tugi að velta fyrir sér lofts­lags­málum en hann var í Silfr­inu á RÚV í morg­un. „Við þurfum í raun­inni að end­ur­móta hag­kerf­ið, alla inn­viði og það er mjög flók­ið. Og við þurfum að gera það mjög hratt.“

Ung­menni hvaðanæva að úr heim­inum mót­mæltu aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum í vik­unni og létu íslensk börn og ung­lingar sig ekki vanta en mörg hund­ruð mar­ser­uðu frá Hall­gríms­kirkju niður á Aust­ur­völl þar sem hóp­ur­inn safn­að­ist sam­an. Mikil stemn­ing var meðal ung­menn­anna og voru kröf­urnar skýr­ar; þau vilja aðgerðir í lofts­lags­málum og þau vilja þær núna.

Guðni segir stór­kost­legt að sjá slík mót­mæli. „Maður finnur alveg að það sé ein­hvers konar vit­und­ar­vakn­ing í gangi í núna sem ég hef í raun­inni ekki séð áður,“ segir hann og bætir því við að breyt­ingar séu í aðsigi í umræð­unni.

Auglýsing

Tímara­mm­inn naumur

Guðni bendir á að tímara­mm­inn fyrir það sem gera þarf sé ansi naum­ur. Hvað merkir það þegar almenn­ingur allur heyrir það að stjórn­mála­menn ætli að reyna að halda sig innan tveggja gráðu markanna og jafn­vel fara niður í 1,5 gráð­ur? Það sé eitt­hvað sem fólk telji að Par­ís­ar­sam­komu­lagið snú­ist um en að hans mati snýst það strangt til tekið ekki um það.

Í sam­komu­lag­inu sé mótuð ákveðin stefnu­mörkun en þær skuld­bind­ingar sem eru á borð­inu núna eru í 2,8 til 3 gráð­um. „Þ.e.a.s. ef við fylgjum því sem hinar vilj­ugu þjóðir eru búnar að leggja á borðið þá erum við að tala um svona 2,8 til 3 gráður og inn í þeim er gríð­ar­lega mikið af nei­kvæðri los­un. Við veðjum á að fram­tíð­ar­kyn­slóðir dragi koltví­sýr­ing­inn úr and­rúms­loft­inu og dæli honum niður í jörð­ina. Þarna erum við að veðja á tækni sem við búum í raun­inni ekki yfir núna. Við erum að tala um nið­ur­hal á koltví­sýr­ingi á stærð­argráðu sem er slík að það yrði algjört þrek­virki ef við ætlum að ná því fram,“ segir hann.

Hin hliðin sé sú að þegar talað er um 1,5 gráð­urnar þá verði að spyrja hvað liggi þar að baki. „Að mínu mati er mark­laust að tala um það að halda sig innan 1,5 gráðu markanna. Það er einnig nán­ast úti­lokað að ná 2 gráðu mörk­un­um.“

Staðan verri en talað er um

„Staðan er verri en talað er um,“ segir Guðni og bendir á að auð­vitað séu þessi mál flók­in. Samt sé til­tölu­lega auð­velt að setja sig inn í það af hverju þetta sé svona erfitt vegna þess að „við erum búin að dæla ákveðnu magni af koltví­sýr­ingi upp í and­rúms­loftið á síð­ustu 150 árum og þessi koltví­sýr­ingur er þar. Við getum áætlað það hversu mikið af koltví­sýr­ingi við þurfum að setja upp í and­rúms­loftið til að ná tveggja gráðu mörk­un­um, 2,5 gráðu mörk­unum og 3 gráðu mörk­un­um.“

Nú hafi umhverf­is­vernd­ar­sinnar árum saman alltaf sagt: Við höfum 10 ár til þess að bjarga jörð­inni. Guðni segir að fólk sé búið að heyra þessi orð í 20 til 30 ár og þá sé vert að spyrja hvað þau þýði. Þarna verði að spyrja: Hverju er verið að bjarga? „Ef við hefðum byrjað 1990 þá hefðum við getað bjargað þeirri jörð sem var til þegar við vorum gutt­ar,“ segir hann og á þar við þá jörð sem til var þegar hann og Egill, umsjón­ar­maður Silf­urs­ins, voru litl­ir. Sú jörð sé aftur á móti far­in. „Sú jörð sem við björgum núna verður ekk­ert í lík­ingu við þá jörð sem við ólumst upp í. Það verður allt öðru­vísi veð­ur­far og vist­kerfið verður af öðrum toga. En við getum ennþá bjargað henni, en við erum að tala um það á allt öðrum for­send­um.“

Fólk hefur meiri áhyggjur af ein­hverju öðru

Hann bendir enn­fremur á að þrátt fyrir að fólk hafi áhyggjur af lofts­lags­málum þá hafi það alla­jafna meiri áhyggjur af ein­hverju öðru, til að mynda efna­hags­mál­um, atvinnu­leysi og heil­brigð­is­mál­um.

Guðni sam­sinnir því þegar Egill spyr hann hvort fólk vilji í raun­inni ekki breyta neinu. „Menn vilja að aðrir fórni ein­hverju, það er eig­in­lega lyk­il­at­rið­ið. Og þetta er svona alls stað­ar. Menn eru alltaf að kasta þess­ari heitu kart­öflu á milli sín, alveg enda­laust. Og þeir átta sig til dæmis ekki á umfangi vand­ans. Þetta er risa­vax­inn vand­i.“

Hann segir að í ein­hverjum skiln­ingu þurfi fólk að fara að glíma við hluti sem sé búið að segja því að séu eft­ir­sókn­ar­verðir og góð­ir, til að mynda aukin vel­meg­un, aukin hag­vöxtur og auk­inn kaup­mátt­ur. „Allt í einu er kaup­máttur orð­inn vesen. Vegna þess að hvað þýðir kaup­mátt­ur? Við kaupum vörur sem allar hafa ein­hvers konar kolefn­is­bind­ingu í sér. Þannig að við þurfum á ein­hvern hátt – á skömmum tíma – að snúa við þessum hugs­un­ar­hætti. Og það er flók­ið,“ segir hann.

Ekki komið inn í hjarta­stöðv­arnar

Guðni bendir á að fólk haldi áfram að lifa þessu lífi og þar gagn­rýnir hann kollega sína til að mynda fyrir að tala á klukku­tíma­fyr­ir­lestri um að fólk þurfi að breyta hegðun sinni en geri það ekki sjálf­ir. 

„Þótt við skiljum þetta með heil­anum þá er þetta ein­hvern veg­inn ekki komið inn í hjarta­stöðv­arnar hjá okk­ur,“ segir hann.

Guðni segir að þrátt fyrir að fólk myndi breyta háttum og hegð­un, þá væri 18. öldin ekki kom­in. „Við þyrftum að gefa upp ansi margt af því sem við göngum að sem vísu núna. Og þarna liggur svo­lítið vand­inn; að menn eru ekki til í það. Og skilj­an­lega.“

Hann bendir á að mann­fólkið sé alltaf að nota meira jarð­efna­elds­neyti ár eftir ár. Notk­unin sé ekki að minnka. Þvert á móti sé hún að aukast.

Hægt að vera umhverf­is­sóði og á sama tíma land­vernd­ar­sinni

Guðni segir að árekstrar geti orðið milli umhverf­is­verndar og lofts­lags­mála. „Ís­lend­ingar hafa fók­userað á land­vernd­ar- eða nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið­in, þ.e. ekki þessar stóru víðu spurn­ing­ar,“ segir hann en Guðni hefur stundum velt því fyrir sér af hverju Lands­virkjun og stóru orku­fyr­ir­tækin hafi ekki ein­beitt sér meira að lofts­lags­mál­un­um. „Og stundum hef ég fólk grunað um það að fók­usera á land­vernd­ina vegna þess að hún er hólfuð af. Þú getur verið umhverf­is­sóði og land­vernd­ar­sinn­i,“ segir hann.

Enn­fremur bendir hann á falda neyslu Íslend­inga. Þeir séu að flytja inn ofboðs­lega mikið af los­un. Losun sem á sér annan upp­runa­stað. „Ég held til dæmis að tveir þriðju af allri los­un­inni í Kína fari í útflutn­ing.“

Hann endar mál sitt á því að segja að við eigum ekki að láta það mis­takast að ná þremur gráð­um. „Það er alveg nóg að berj­ast fyr­ir,“ segir hann. 

Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent