Bára Huld Beck

„Við erum bara börn, framtíð okkar skiptir máli!“

Gríðarlegur fjöldi ungmenna mótmælti á Austurvelli í dag aðgerðum stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga en þetta eru fjórðu mótmælin sem haldin eru – og langfjölmennust. Stemningin var rafmögnuð þegar hundruð barna og unglinga hrópuðu: „Aðgerðir: Núna!“

Ung­menni hvaðanæva að úr heim­inum mót­mæltu aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Íslensk börn og ung­lingar létu sig ekki vanta en mörg hund­ruð mar­ser­uðu frá Hall­gríms­kirkju niður Skóla­vörðu­stíg, Banka­stræti, Aust­ur­stræti og niður á Aust­ur­völl þar sem hóp­ur­inn safn­að­ist sam­an.

Mikil stemn­ing var meðal ung­menn­anna og voru kröf­urnar skýr­ar; þau vilja aðgerðir í lofts­lags­málum og þau vilja þær núna. Einnig hróp­uðu þau í takt: „Við erum bara börn, fram­tíð okkar skiptir máli!“

Á Face­book-­síðu við­burð­ar­ins kemur fram að um verk­fall sé að ræða og að það sé inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg en skóla­verk­fall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tug­þús­undir ung­menna farið að hennar for­dæmi og flykkst út á götur til að mót­mæla aðgerð­ar­leysi stjórn­valda í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars í Belg­íu, Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Þýska­landi og Sví­þjóð.

Kröfugangan hófst við Hallgrímskirkju
Bára Huld Beck
Ungmenni mótmæla!
Bára Huld Beck
Gengið var niður Bankastrætið.
Bára Huld Beck

„Við viljum sýna stjórn­völdum að almenn­ingur sé með­vit­aður um alvar­leika máls­ins og vilji rót­tækar aðgerð­ir,“ skrifa þau.

Þau benda á að stjórn­völd hafi sett sér aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 sem geri meðal ann­ars ráð fyrir kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040. „Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerð­um, en betur má ef duga skal. Núver­andi aðgerða­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við mark­mið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heims­vísu og við krefj­umst aðgerða sem eru lík­legar til að skila þeim árangri.“

Ljóst sé að stór­auka þarf fjár­fram­lög til lofts­lags­að­gerða. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (IPCC) reikn­ast til að verja þurfi 2,5 pró­sent af heims­fram­leiðslu til lofts­lags­mála á ári til árs­ins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráð­ur. Núver­andi áætlun er upp á 0,05 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu á ári næstu fimm árin.

Mótmælendur
Bára Huld Beck

Þau krefj­ast þess að Ísland taki af skar­ið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyð­ar­á­standi og láti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til lofts­lags­að­gerða. Þar verði atvinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði ákveðin við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

„Við viljum afdrátt­ar­lausar aðgerð­ir. Núna. Fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Fyrir lofts­lag­ið!“

Mótmælendur
Bára Huld Beck

Kjarn­inn greindi frá því í gær að hin sextán ára Greta Thun­berg hefði verið til­­­nefnd til Frið­­­ar­verð­­launa Nóbels en hún hefur öðl­­ast heims­frægð fyrir bar­áttu sína og aktí­visma gegn lofts­lags­breyt­ing­­um.

„Við höfum til­­­nefnt Gretu Thun­berg vegna þess að ef við gerum ekk­ert til að koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ingar þá verður það til­­efni til stríða, átaka og fjölgun flótta­­manna,“ sagði norski þing­­mað­­ur­inn Freddy André Øvstegård. „Greta Thun­berg hefur komið af stað fjölda­hreyf­­ingu sem ég lít á sem mikið fram­lag til frið­­­ar­­mála.“

Greta er fædd í Stokk­hólmi þann 3. jan­úar 2003 og er dóttir leik­­ar­ans Svante Thun­berg. Í frétta­­skýr­ingu RÚV um þessa athygl­is­verðu stelpu segir að afskipti hennar af lofts­lags­­málum hafi byrjað fyrir alvöru í maí í fyrra þegar hún var meðal vinn­ings­hafa í rit­­gerða­­sam­keppni sem Svenska Dag­bla­det efndi til. Upp úr því hafi ýmsir haft sam­­band við hana og næstu vikur hafi verið lagt á ráðin um aðgerðir sem skólakrakkar gætu gripið til til að vekja athygli á lofts­lags­­mál­­um.

Greta Thun­berg
EPA

Hún hafi hins vegar ekki séð fram á að þær aðgerðir myndu gera mikið gagn, þannig að hún ákvað að gera þetta bara ein og sjálf. Það fyrsta sem hún hafi gert var að útbúa stórt spjald á stofu­­gólf­inu heima hjá sér með áletr­un­inni Skol­strejk för klima­tet eða Skóla­verk­­fall fyrir lofts­lag­ið.

Þann 20. ágúst hafi hún skrópað í skól­­anum og setið þess stað ein með spjaldið fyrir utan þing­­húsið í Stokk­hólmi, ákveðin í að vera þar á skóla­­tíma hvern ein­asta dag fram yfir sænsku þing­­kosn­­ing­­arnar 9. sept­­em­ber. Krafa hennar var ein­­föld. Að rík­­is­­stjórn Sví­­þjóðar myndi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í sam­ræmi við Par­ís­­ar­­sam­komu­lag­ið.

Eftir 9. sept­­em­ber hafi Greta farið að mæta í skól­ann fjóra daga í viku og látið nægja að vera í verk­­falli á föst­u­­dög­­um. Og smátt og smátt hafi fleiri farið að veita þessu upp­­á­tæki eft­ir­­tekt, ekki bara í Stokk­hólmi og ekki bara í Sví­­þjóð, heldur út um allan heim.

Athygli vakti þegar Greta ferð­að­ist með lest til Katowice í des­em­ber síð­­ast­liðnum – þar sem hún ávarp­aði aðild­­ar­­ríkja­fund­inn COP-24 – og aftur til Davos í jan­úar til að ávarpa árlegan fund Alþjóða­við­­skipta­ráðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar