Bára Huld Beck

„Við erum bara börn, framtíð okkar skiptir máli!“

Gríðarlegur fjöldi ungmenna mótmælti á Austurvelli í dag aðgerðum stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga en þetta eru fjórðu mótmælin sem haldin eru – og langfjölmennust. Stemningin var rafmögnuð þegar hundruð barna og unglinga hrópuðu: „Aðgerðir: Núna!“

Ung­menni hvaðanæva að úr heim­inum mót­mæltu aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Íslensk börn og ung­lingar létu sig ekki vanta en mörg hund­ruð mar­ser­uðu frá Hall­gríms­kirkju niður Skóla­vörðu­stíg, Banka­stræti, Aust­ur­stræti og niður á Aust­ur­völl þar sem hóp­ur­inn safn­að­ist sam­an.

Mikil stemn­ing var meðal ung­menn­anna og voru kröf­urnar skýr­ar; þau vilja aðgerðir í lofts­lags­málum og þau vilja þær núna. Einnig hróp­uðu þau í takt: „Við erum bara börn, fram­tíð okkar skiptir máli!“

Á Face­book-­síðu við­burð­ar­ins kemur fram að um verk­fall sé að ræða og að það sé inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg en skóla­verk­fall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tug­þús­undir ung­menna farið að hennar for­dæmi og flykkst út á götur til að mót­mæla aðgerð­ar­leysi stjórn­valda í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars í Belg­íu, Bret­landi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Þýska­landi og Sví­þjóð.

Kröfugangan hófst við Hallgrímskirkju
Bára Huld Beck
Ungmenni mótmæla!
Bára Huld Beck
Gengið var niður Bankastrætið.
Bára Huld Beck

„Við viljum sýna stjórn­völdum að almenn­ingur sé með­vit­aður um alvar­leika máls­ins og vilji rót­tækar aðgerð­ir,“ skrifa þau.

Þau benda á að stjórn­völd hafi sett sér aðgerð­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 sem geri meðal ann­ars ráð fyrir kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040. „Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerð­um, en betur má ef duga skal. Núver­andi aðgerða­á­ætlun er ekki í sam­ræmi við mark­mið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heims­vísu og við krefj­umst aðgerða sem eru lík­legar til að skila þeim árangri.“

Ljóst sé að stór­auka þarf fjár­fram­lög til lofts­lags­að­gerða. Milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál (IPCC) reikn­ast til að verja þurfi 2,5 pró­sent af heims­fram­leiðslu til lofts­lags­mála á ári til árs­ins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráð­ur. Núver­andi áætlun er upp á 0,05 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu á ári næstu fimm árin.

Mótmælendur
Bára Huld Beck

Þau krefj­ast þess að Ísland taki af skar­ið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyð­ar­á­standi og láti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til lofts­lags­að­gerða. Þar verði atvinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði ákveðin við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

„Við viljum afdrátt­ar­lausar aðgerð­ir. Núna. Fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Fyrir lofts­lag­ið!“

Mótmælendur
Bára Huld Beck

Kjarn­inn greindi frá því í gær að hin sextán ára Greta Thun­berg hefði verið til­­­nefnd til Frið­­­ar­verð­­launa Nóbels en hún hefur öðl­­ast heims­frægð fyrir bar­áttu sína og aktí­visma gegn lofts­lags­breyt­ing­­um.

„Við höfum til­­­nefnt Gretu Thun­berg vegna þess að ef við gerum ekk­ert til að koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ingar þá verður það til­­efni til stríða, átaka og fjölgun flótta­­manna,“ sagði norski þing­­mað­­ur­inn Freddy André Øvstegård. „Greta Thun­berg hefur komið af stað fjölda­hreyf­­ingu sem ég lít á sem mikið fram­lag til frið­­­ar­­mála.“

Greta er fædd í Stokk­hólmi þann 3. jan­úar 2003 og er dóttir leik­­ar­ans Svante Thun­berg. Í frétta­­skýr­ingu RÚV um þessa athygl­is­verðu stelpu segir að afskipti hennar af lofts­lags­­málum hafi byrjað fyrir alvöru í maí í fyrra þegar hún var meðal vinn­ings­hafa í rit­­gerða­­sam­keppni sem Svenska Dag­bla­det efndi til. Upp úr því hafi ýmsir haft sam­­band við hana og næstu vikur hafi verið lagt á ráðin um aðgerðir sem skólakrakkar gætu gripið til til að vekja athygli á lofts­lags­­mál­­um.

Greta Thun­berg
EPA

Hún hafi hins vegar ekki séð fram á að þær aðgerðir myndu gera mikið gagn, þannig að hún ákvað að gera þetta bara ein og sjálf. Það fyrsta sem hún hafi gert var að útbúa stórt spjald á stofu­­gólf­inu heima hjá sér með áletr­un­inni Skol­strejk för klima­tet eða Skóla­verk­­fall fyrir lofts­lag­ið.

Þann 20. ágúst hafi hún skrópað í skól­­anum og setið þess stað ein með spjaldið fyrir utan þing­­húsið í Stokk­hólmi, ákveðin í að vera þar á skóla­­tíma hvern ein­asta dag fram yfir sænsku þing­­kosn­­ing­­arnar 9. sept­­em­ber. Krafa hennar var ein­­föld. Að rík­­is­­stjórn Sví­­þjóðar myndi draga úr losun gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda í sam­ræmi við Par­ís­­ar­­sam­komu­lag­ið.

Eftir 9. sept­­em­ber hafi Greta farið að mæta í skól­ann fjóra daga í viku og látið nægja að vera í verk­­falli á föst­u­­dög­­um. Og smátt og smátt hafi fleiri farið að veita þessu upp­­á­tæki eft­ir­­tekt, ekki bara í Stokk­hólmi og ekki bara í Sví­­þjóð, heldur út um allan heim.

Athygli vakti þegar Greta ferð­að­ist með lest til Katowice í des­em­ber síð­­ast­liðnum – þar sem hún ávarp­aði aðild­­ar­­ríkja­fund­inn COP-24 – og aftur til Davos í jan­úar til að ávarpa árlegan fund Alþjóða­við­­skipta­ráðs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar