Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA

Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.

Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Auglýsing

Iðn­að­ar­menn slitu samn­inga­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir hádegi og fara nú að skoða næstu skref og aðgerð­ir. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, segir í sam­tali við RÚV að staðan sé grafal­var­leg. 

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, tals­maður iðn­að­ar­manna, segir að nú hefj­ist und­ir­bún­ingur verk­falls­að­gerða. „Við mátum bara hvernig staðan er fram undan hjá okkur og það var nið­ur­staðan að það var bók­aður árang­urs­laus fundur hjá sátta­semj­ara. Það þýðir að við­ræður slitna á þessum tíma­punkt­i,“ segir hann.

Auglýsing

Of langt á milli við­semj­enda

Krist­ján Þórður segir jafn­framt að of langt sé á milli við­semj­enda. „Við teljum að það þurfi að auka þrýst­ing á við­semj­endur okkar til að kom­ast lengra.“ Hann vill ekki upp­lýsa um ágrein­ings­málin í smá­at­riðum en segir að þau séu mörg, til dæmis vinnu­tím­inn. Næstu skref verða að heyra í félags­mönnum og und­ir­búa aðgerð­ir. „Við munum þurfa að nýta tím­ann vel til að und­ir­búa okkur fyrir næstu skref,“ segir hann. 

Fram kom í fréttum í gær að Starfs­­­greina­­­sam­­­band Íslands hefði slitið við­ræðum sín­um við Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins.

Hall­dór Benja­mín segir að Starfs­greina­sam­bandið og iðn­að­ar­menn hafi verið í sama takti í kjara­við­ræð­unum hjá rík­is­sátta­semj­ara. Sam­kvæmt RÚV var þetta átt­undi sátta­fundur iðn­að­ar­manna en þeir hafa verið í við­ræðum við atvinnu­rek­endur síðan í nóv­em­ber. „Staðan er auð­vitað orðin grafal­var­leg og það er öllum aug­ljóst sem með þessu fylgj­ast að við þurfum að ná lend­ingu í þetta mál á breiðum grunni gagn­vart öllum almenna vinnu­mark­aðnum á til­tölu­lega skömmum tíma ef ekki á illa að fara,“ segir hann. 

Hann vill ekki upp­lýsa í hverju ágrein­ing­ur­inn er fólg­inn. „Ég vil hins vegar árétta það að kjara­samn­ingar eru flókið fyr­ir­bæri. Við getum ekki tekið einn þátt út fyrir sviga.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent