Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA

Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.

Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Auglýsing

Iðn­að­ar­menn slitu samn­inga­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir hádegi og fara nú að skoða næstu skref og aðgerð­ir. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, segir í sam­tali við RÚV að staðan sé grafal­var­leg. 

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, tals­maður iðn­að­ar­manna, segir að nú hefj­ist und­ir­bún­ingur verk­falls­að­gerða. „Við mátum bara hvernig staðan er fram undan hjá okkur og það var nið­ur­staðan að það var bók­aður árang­urs­laus fundur hjá sátta­semj­ara. Það þýðir að við­ræður slitna á þessum tíma­punkt­i,“ segir hann.

Auglýsing

Of langt á milli við­semj­enda

Krist­ján Þórður segir jafn­framt að of langt sé á milli við­semj­enda. „Við teljum að það þurfi að auka þrýst­ing á við­semj­endur okkar til að kom­ast lengra.“ Hann vill ekki upp­lýsa um ágrein­ings­málin í smá­at­riðum en segir að þau séu mörg, til dæmis vinnu­tím­inn. Næstu skref verða að heyra í félags­mönnum og und­ir­búa aðgerð­ir. „Við munum þurfa að nýta tím­ann vel til að und­ir­búa okkur fyrir næstu skref,“ segir hann. 

Fram kom í fréttum í gær að Starfs­­­greina­­­sam­­­band Íslands hefði slitið við­ræðum sín­um við Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins.

Hall­dór Benja­mín segir að Starfs­greina­sam­bandið og iðn­að­ar­menn hafi verið í sama takti í kjara­við­ræð­unum hjá rík­is­sátta­semj­ara. Sam­kvæmt RÚV var þetta átt­undi sátta­fundur iðn­að­ar­manna en þeir hafa verið í við­ræðum við atvinnu­rek­endur síðan í nóv­em­ber. „Staðan er auð­vitað orðin grafal­var­leg og það er öllum aug­ljóst sem með þessu fylgj­ast að við þurfum að ná lend­ingu í þetta mál á breiðum grunni gagn­vart öllum almenna vinnu­mark­aðnum á til­tölu­lega skömmum tíma ef ekki á illa að fara,“ segir hann. 

Hann vill ekki upp­lýsa í hverju ágrein­ing­ur­inn er fólg­inn. „Ég vil hins vegar árétta það að kjara­samn­ingar eru flókið fyr­ir­bæri. Við getum ekki tekið einn þátt út fyrir sviga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent