Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA

Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.

Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Auglýsing

Iðn­að­ar­menn slitu samn­inga­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir hádegi og fara nú að skoða næstu skref og aðgerð­ir. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, segir í sam­tali við RÚV að staðan sé grafal­var­leg. 

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, tals­maður iðn­að­ar­manna, segir að nú hefj­ist und­ir­bún­ingur verk­falls­að­gerða. „Við mátum bara hvernig staðan er fram undan hjá okkur og það var nið­ur­staðan að það var bók­aður árang­urs­laus fundur hjá sátta­semj­ara. Það þýðir að við­ræður slitna á þessum tíma­punkt­i,“ segir hann.

Auglýsing

Of langt á milli við­semj­enda

Krist­ján Þórður segir jafn­framt að of langt sé á milli við­semj­enda. „Við teljum að það þurfi að auka þrýst­ing á við­semj­endur okkar til að kom­ast lengra.“ Hann vill ekki upp­lýsa um ágrein­ings­málin í smá­at­riðum en segir að þau séu mörg, til dæmis vinnu­tím­inn. Næstu skref verða að heyra í félags­mönnum og und­ir­búa aðgerð­ir. „Við munum þurfa að nýta tím­ann vel til að und­ir­búa okkur fyrir næstu skref,“ segir hann. 

Fram kom í fréttum í gær að Starfs­­­greina­­­sam­­­band Íslands hefði slitið við­ræðum sín­um við Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins.

Hall­dór Benja­mín segir að Starfs­greina­sam­bandið og iðn­að­ar­menn hafi verið í sama takti í kjara­við­ræð­unum hjá rík­is­sátta­semj­ara. Sam­kvæmt RÚV var þetta átt­undi sátta­fundur iðn­að­ar­manna en þeir hafa verið í við­ræðum við atvinnu­rek­endur síðan í nóv­em­ber. „Staðan er auð­vitað orðin grafal­var­leg og það er öllum aug­ljóst sem með þessu fylgj­ast að við þurfum að ná lend­ingu í þetta mál á breiðum grunni gagn­vart öllum almenna vinnu­mark­aðnum á til­tölu­lega skömmum tíma ef ekki á illa að fara,“ segir hann. 

Hann vill ekki upp­lýsa í hverju ágrein­ing­ur­inn er fólg­inn. „Ég vil hins vegar árétta það að kjara­samn­ingar eru flókið fyr­ir­bæri. Við getum ekki tekið einn þátt út fyrir sviga.“

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent