Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA

Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.

Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Auglýsing

Iðn­að­ar­menn slitu samn­inga­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir hádegi og fara nú að skoða næstu skref og aðgerð­ir. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, segir í sam­tali við RÚV að staðan sé grafal­var­leg. 

Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, tals­maður iðn­að­ar­manna, segir að nú hefj­ist und­ir­bún­ingur verk­falls­að­gerða. „Við mátum bara hvernig staðan er fram undan hjá okkur og það var nið­ur­staðan að það var bók­aður árang­urs­laus fundur hjá sátta­semj­ara. Það þýðir að við­ræður slitna á þessum tíma­punkt­i,“ segir hann.

Auglýsing

Of langt á milli við­semj­enda

Krist­ján Þórður segir jafn­framt að of langt sé á milli við­semj­enda. „Við teljum að það þurfi að auka þrýst­ing á við­semj­endur okkar til að kom­ast lengra.“ Hann vill ekki upp­lýsa um ágrein­ings­málin í smá­at­riðum en segir að þau séu mörg, til dæmis vinnu­tím­inn. Næstu skref verða að heyra í félags­mönnum og und­ir­búa aðgerð­ir. „Við munum þurfa að nýta tím­ann vel til að und­ir­búa okkur fyrir næstu skref,“ segir hann. 

Fram kom í fréttum í gær að Starfs­­­greina­­­sam­­­band Íslands hefði slitið við­ræðum sín­um við Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins.

Hall­dór Benja­mín segir að Starfs­greina­sam­bandið og iðn­að­ar­menn hafi verið í sama takti í kjara­við­ræð­unum hjá rík­is­sátta­semj­ara. Sam­kvæmt RÚV var þetta átt­undi sátta­fundur iðn­að­ar­manna en þeir hafa verið í við­ræðum við atvinnu­rek­endur síðan í nóv­em­ber. „Staðan er auð­vitað orðin grafal­var­leg og það er öllum aug­ljóst sem með þessu fylgj­ast að við þurfum að ná lend­ingu í þetta mál á breiðum grunni gagn­vart öllum almenna vinnu­mark­aðnum á til­tölu­lega skömmum tíma ef ekki á illa að fara,“ segir hann. 

Hann vill ekki upp­lýsa í hverju ágrein­ing­ur­inn er fólg­inn. „Ég vil hins vegar árétta það að kjara­samn­ingar eru flókið fyr­ir­bæri. Við getum ekki tekið einn þátt út fyrir sviga.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent