Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar

Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Um þús­und grunn­skóla­nem­endur á Íslandi glíma við skólaforðun eða um 2,2 pró­sent nem­enda. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar um skóla­sókn í grunn­skól­um. Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­innar kemur jafn­framt fram að rúmur helm­ingur skóla­stjórn­enda segir leyf­is­beiðnir vegna ferða­laga hafa fjölgað mikið á síð­ustu árum. Lilja Al­freðs­dótt­ir ­seg­ist líta það mjög alvar­legum augum að slíkar fjar­vistir komi niður á námi nem­enda líkt og nið­ur­stöður könn­un­ar­innar gefi vís­bend­ingar um.

Skólaforðun þarf að nálg­ast úr ólíkum áttum

Í til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu segir að nið­ur­stöður könn­un­ar­innar verði teknar til umfjöll­unar í stýri­hóp Stjórn­ar­ráðs­ins í mál­efnum barna. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, seg­ist fagna þeim áhuga og umræðu sem nú er um skóla­mál hér á landi og inn­taki þeirra til­lagna Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar sem fylgja nið­ur­stöð­un­um.

„Mark­mið okkar er að styðja sem best við skóla­sam­fé­lagið og þar viljum við að öllum líði vel og nái árangri. Sú áhersla er meðal ann­ars eitt leið­ar­stefja nýrrar mennta­stefnu sem nú er í mótun – árangur nem­enda grund­vall­ast á áhuga þeirra og vellíð­an. Skólaforðun þarf að nálg­ast úr ólíkum áttum og vinna gegn henni í nánu sam­starfi við skóla­sam­fé­lag­ið, sveit­ar­fé­lögin og önnur ráðu­neyti. Þar er vilji til góðra verka, enda hefur þessi rík­is­stjórn sett vel­ferð­ar­mál barna og ung­menna í for­gang,“ segir Lilja 

Auglýsing

Skýr­ari við­mið um und­an­þágur frá skóla

Þegar er hafin vinna innan ráðu­neyt­is­ins við að skoða kafla að­al­námskrár grunn­skóla þar sem fjallað er um und­an­þágur frá skóla­vist. Hér á landi er skóla­skylda í grunn­skólum sem hefur í för með sér að allar fjar­vistir frá námi eru und­an­þág­ur. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni eiga því frí og ferða­lög sem kalla á leyfi frá skóla­vist að heyra til und­an­tekn­inga og þá sé mik­il­vægt að nám­inu sé einnig sinnt af ábyrgð þegar barnið er tekið úr skóla.

Í nið­ur­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar kemur fram að meiri­hluti skóla­stjórn­enda líti svo á að heim­ildir for­eldrar til að fá leyfi fyrir börn sín séu of rúm­ar. Lilja seg­ist líta það mjög alvar­legum augum að leyf­is­beiðnir vegna ferða­laga komi niður á námi nem­enda líkt og nið­ur­stöður könn­un­ar­innar gefa til kynna. „Að mínu mati þurfum við að ræða þessa þróun og sam­fé­lagið í heild sinni þarf að taka hana til sín. Við þurfum ákveðna við­horfs­breyt­ingu gagn­vart mik­il­vægu hlut­verki skól­anna og hvernig við sem sam­fé­lag metum menntun og störf kenn­ara að verð­leik­um. Þar skiptir góð skóla­menn­ing lyk­il­máli og að gott sam­starf, traust og virð­ing sé milli heim­ila og skóla­sam­fé­lags­ins,“ segir ráð­herra.

Hún segir jafn­framt að ráðu­neytið hafi það til skoð­unar hvort ein­hverjar leiðir séu færar til þess að mæta þeirri ósk skóla­stjórn­enda að stjórn­völd setji skýr­ari við­mið um und­an­þágur frá skóla­sókn og skyldu­námi. Þá sé horft til nágranna­landa Íslands þar sem slík við­mið eru í mörgu til­fellum strang­ari en hér á landi. „Mark­miðið er að nem­endur nái árangri í sínu námi. Sam­fé­lags­gerð okkar er flókn­ari en áður og það gerir kröfu á okkur öll um sveigj­an­leika og lausnir en þær verða alltaf að vera með hags­muni nem­end­anna að leið­ar­ljósi,“ segir Lilja að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent