Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, segir að skýrsla bank­ans um neyð­ar­lánið sem veitt var Kaup­þingi í októ­ber 2008 og sölu­ferlið á danska bank­an­um FI­H ­sem tek­inn var að veði fyr­ir­ lán­veit­ing­unni verð­i birt þann 30. apríl næst­kom­andi. Þetta kemur fram í við­tali við Má í Við­skipta­mogganum í dag. Skýrslan verður fyrst kynnt á fundi banka­ráðs þann 26. apríl en fjórum dögum síðar verður hún kynnt opin­ber­lega.

Skýrslu­gerðin boðuð fyrir fjórum árum

­Seðla­bank­inn hefur árum saman unnið að skýrslu um til­­drög þess að Kaup­­þing fékk 500 millj­­óna evra neyð­­ar­lán þann 6. októ­ber 2008. Upp­­haf­­lega var skýrslu­­gerðin boðuð í febr­­úar 2015 en nú, fjórum árum síð­­­ar, hefur hún enn ekki verið birt. Skýrslan nær einnig yfir sölu­­ferlið á danska bank­­an­um FIH, sem var tek­inn að veði fyrir lán­veit­ing­unni. Mun minna fékkst fyrir það veð en lagt var upp með og áætlað er að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna neyð­­ar­láns­ins hafi numið 35 millj­­örðum króna.

Í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­­spurn Jóns Stein­­dórs Vald­i­mar­s­­son­­ar, þing­­manns Við­reisn­­­ar, um neyð­­ar­lán­veit­ing­una, sem birt var á vef Alþingis 14. nóv­­em­ber 2018, kom fram að hún ætl­­aði að óska eftir því að Seðla­­banki Íslands myndi óska svara frá Kaup­­þingi ehf. um ráð­­stöfun umræddra fjár­­muna og að bank­inn myndi greina frá nið­­ur­­stöðum þeirra umleit­ana í skýrslu. 

Auglýsing

Í við­tali í sjón­­varps­þætt­inum 21 þann 6. mars síð­ast­lið­inn sagði Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, að Seðla­bank­inn væri kom­inn með svar frá Kaup­þing um hvað hafi orðið um neyð­ar­lánið sem bank­inn fékk frá Seðla­bank­an­um. Már sagði í við­tal­inu að skýrslan yrði kláruð í nán­­ustu fram­­tíð en stað­festir nú í Við­skipta­mogg­anum að hún verði birt opin­ber­lega í lok apr­íl. 

Ekki til nein lána­beiðni frá Kaup­þingi í Seðla­bank­an­um 

Í bók­inni Kaupt­hink­ing: Bank­inn sem átti sig sjálf­­ur, sem kom út í nóv­­em­ber 2018, er aðdrag­and­inn að veit­ingu neyð­­­ar­láns­ins rak­inn ítar­­­lega og ýmsar áður óbirtar upp­­­lýs­ingar birtar um þann aðdrag­anda. Þar voru einnig birtar nýjar upp­­­lýs­ingar um hvernig neyð­­­ar­lán­inu var ráð­staf­að. Á meðal þess sem þar er greint frá er að þann 21. apríl 2008 var sam­­­þykkt sér­­­­­stök banka­­­stjórn­­­­­ar­­­sam­­­þykkt, nr. 1167, um hver við­brögð Seðla­­­banka Íslands við lausa­­­fjár­­­­­vanda banka ætti að vera. Í regl­unum var sér­­­stak­­­lega kveðið á um að skipa ætti starfs­hóp innan bank­ans til að takast á við slíkar aðstæður og gilda ætti ákveðið verk­lag ef aðstæður sem köll­uðu á þraut­­­ar­vara­lán kæmu upp. Verk­lag­inu var skipt í alls sex þætti. Í sam­­­þykkt­inni var líka fjallað um við hvaða skil­yrði lán til þrauta­vara kæmu til greina og í henni var settur fram ákveð­inn gát­listi vegna mög­u­­­legra aðgerða Seðla­­­bank­ans við slíkar aðstæð­­­ur.

Þegar Kaup­­­þing fékk 500 millj­­­ónir evra lán­aðar 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi, var ekki farið eftir þeirri banka­­­stjórn­­­­­ar­­­sam­­­þykkt. Þá er ekki til nein lána­beiðni frá Kaup­­­þingi í Seðla­­­bank­­­anum og fyrir liggur að Kaup­­­þingi var frjálst að ráð­stafa lán­inu að vild.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent