Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, segir að skýrsla bank­ans um neyð­ar­lánið sem veitt var Kaup­þingi í októ­ber 2008 og sölu­ferlið á danska bank­an­um FI­H ­sem tek­inn var að veði fyr­ir­ lán­veit­ing­unni verð­i birt þann 30. apríl næst­kom­andi. Þetta kemur fram í við­tali við Má í Við­skipta­mogganum í dag. Skýrslan verður fyrst kynnt á fundi banka­ráðs þann 26. apríl en fjórum dögum síðar verður hún kynnt opin­ber­lega.

Skýrslu­gerðin boðuð fyrir fjórum árum

­Seðla­bank­inn hefur árum saman unnið að skýrslu um til­­drög þess að Kaup­­þing fékk 500 millj­­óna evra neyð­­ar­lán þann 6. októ­ber 2008. Upp­­haf­­lega var skýrslu­­gerðin boðuð í febr­­úar 2015 en nú, fjórum árum síð­­­ar, hefur hún enn ekki verið birt. Skýrslan nær einnig yfir sölu­­ferlið á danska bank­­an­um FIH, sem var tek­inn að veði fyrir lán­veit­ing­unni. Mun minna fékkst fyrir það veð en lagt var upp með og áætlað er að tap íslenskra skatt­greið­enda vegna neyð­­ar­láns­ins hafi numið 35 millj­­örðum króna.

Í svari Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­­spurn Jóns Stein­­dórs Vald­i­mar­s­­son­­ar, þing­­manns Við­reisn­­­ar, um neyð­­ar­lán­veit­ing­una, sem birt var á vef Alþingis 14. nóv­­em­ber 2018, kom fram að hún ætl­­aði að óska eftir því að Seðla­­banki Íslands myndi óska svara frá Kaup­­þingi ehf. um ráð­­stöfun umræddra fjár­­muna og að bank­inn myndi greina frá nið­­ur­­stöðum þeirra umleit­ana í skýrslu. 

Auglýsing

Í við­tali í sjón­­varps­þætt­inum 21 þann 6. mars síð­ast­lið­inn sagði Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, að Seðla­bank­inn væri kom­inn með svar frá Kaup­þing um hvað hafi orðið um neyð­ar­lánið sem bank­inn fékk frá Seðla­bank­an­um. Már sagði í við­tal­inu að skýrslan yrði kláruð í nán­­ustu fram­­tíð en stað­festir nú í Við­skipta­mogg­anum að hún verði birt opin­ber­lega í lok apr­íl. 

Ekki til nein lána­beiðni frá Kaup­þingi í Seðla­bank­an­um 

Í bók­inni Kaupt­hink­ing: Bank­inn sem átti sig sjálf­­ur, sem kom út í nóv­­em­ber 2018, er aðdrag­and­inn að veit­ingu neyð­­­ar­láns­ins rak­inn ítar­­­lega og ýmsar áður óbirtar upp­­­lýs­ingar birtar um þann aðdrag­anda. Þar voru einnig birtar nýjar upp­­­lýs­ingar um hvernig neyð­­­ar­lán­inu var ráð­staf­að. Á meðal þess sem þar er greint frá er að þann 21. apríl 2008 var sam­­­þykkt sér­­­­­stök banka­­­stjórn­­­­­ar­­­sam­­­þykkt, nr. 1167, um hver við­brögð Seðla­­­banka Íslands við lausa­­­fjár­­­­­vanda banka ætti að vera. Í regl­unum var sér­­­stak­­­lega kveðið á um að skipa ætti starfs­hóp innan bank­ans til að takast á við slíkar aðstæður og gilda ætti ákveðið verk­lag ef aðstæður sem köll­uðu á þraut­­­ar­vara­lán kæmu upp. Verk­lag­inu var skipt í alls sex þætti. Í sam­­­þykkt­inni var líka fjallað um við hvaða skil­yrði lán til þrauta­vara kæmu til greina og í henni var settur fram ákveð­inn gát­listi vegna mög­u­­­legra aðgerða Seðla­­­bank­ans við slíkar aðstæð­­­ur.

Þegar Kaup­­­þing fékk 500 millj­­­ónir evra lán­aðar 6. októ­ber 2008, sama dag og ­neyð­ar­lög voru sett á Íslandi, var ekki farið eftir þeirri banka­­­stjórn­­­­­ar­­­sam­­­þykkt. Þá er ekki til nein lána­beiðni frá Kaup­­­þingi í Seðla­­­bank­­­anum og fyrir liggur að Kaup­­­þingi var frjálst að ráð­stafa lán­inu að vild.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent