Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra

Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Auglýsing

Arnar Gauti Reyn­is­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Heima­valla hf. en hann hefur verið fjár­mála­stjóri félags­ins frá því í maí 2015. Hann tekur við starf­inu um næstu mán­að­ar­mót en til­kynnt var að Guð­brandur Sig­urðs­son, sem hefur verið fram­kvæmda­stjóri félags­ins á und­an­förnum árum, myndi láta af störfum fyrr á þessu ári. Heima­vellir er stærsta leigu­fé­lag lands­ins á almennum mark­aði.

Í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands er haft eftir Arn­ari Gauta að hann sé spenntur fyrir því að taka þátt í þeirri veg­ferð sem fram undan sé hjá Heima­völl­um. „Fé­lagið hefur stækkað hratt á und­an­förnum árum og er stærsta íbúða­leigu­fé­lag lands­ins með um 1.800 íbúðir í leigu. Á næst­unni verður enn frek­ari áhersla lögð á umbreyt­ingu eigna­safns félags­ins sem miðar af því að bæta rekstur þess og arð­semi."

Heima­vellir var skráð í Kaup­höll Íslands í maí í fyrra. Vera félags­ins í henni gekk ekki sem skyldi og í byrjun febr­úar 2019 var til­kynnt um áform þess efnis að afskrá Heima­velli. Það var síðan sam­þykkt á aðal­fundi félags­ins sem fram fór í síð­ustu viku.

Auglýsing
Mark­aðsvirði félags­­ins hefur verið sveiflu­­kennt og er nú um 14 millj­­arðar króna.

Eigið fé félags­­ins í lok árs 2018 var 18,8 millj­­arðar króna og námu heild­­ar­­eignir félags­­ins, þar helst íbúðir í útleigu, 56,8 millj­­örðum króna, en skuldir 38 millj­­örð­­um.

Félög í eigu fjár­­­fest­anna Finns R. Stef­áns­­sonar og Tómasar Krist­jáns­­sonar lögðu upp­­haf­­lega fram til­­lögu um afskrán­ingu. Þeir hafa ásamt fram­taks­­sjóðnum Alfa, Vörðu Capi­tal ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu VGJ ehf. boðið í 27 pró­sent hlut í Heima­­völl­um, fyrir sam­tals fjóra millj­­arða króna, gegn því að félagið verði afskráð.

Á síð­asta aðal­­fund­i voru kosin í stjórn­ Árni Jón Páls­­son, Erlendur Magn­ús­­son, Hall­­dór Krist­jáns­­son, Hildur Árna­dóttir og Rann­veig Eir Ein­­ar­s­dótt­­ir.

Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent