Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra

Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Auglýsing

Arnar Gauti Reyn­is­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Heima­valla hf. en hann hefur verið fjár­mála­stjóri félags­ins frá því í maí 2015. Hann tekur við starf­inu um næstu mán­að­ar­mót en til­kynnt var að Guð­brandur Sig­urðs­son, sem hefur verið fram­kvæmda­stjóri félags­ins á und­an­förnum árum, myndi láta af störfum fyrr á þessu ári. Heima­vellir er stærsta leigu­fé­lag lands­ins á almennum mark­aði.

Í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands er haft eftir Arn­ari Gauta að hann sé spenntur fyrir því að taka þátt í þeirri veg­ferð sem fram undan sé hjá Heima­völl­um. „Fé­lagið hefur stækkað hratt á und­an­förnum árum og er stærsta íbúða­leigu­fé­lag lands­ins með um 1.800 íbúðir í leigu. Á næst­unni verður enn frek­ari áhersla lögð á umbreyt­ingu eigna­safns félags­ins sem miðar af því að bæta rekstur þess og arð­semi."

Heima­vellir var skráð í Kaup­höll Íslands í maí í fyrra. Vera félags­ins í henni gekk ekki sem skyldi og í byrjun febr­úar 2019 var til­kynnt um áform þess efnis að afskrá Heima­velli. Það var síðan sam­þykkt á aðal­fundi félags­ins sem fram fór í síð­ustu viku.

Auglýsing
Mark­aðsvirði félags­­ins hefur verið sveiflu­­kennt og er nú um 14 millj­­arðar króna.

Eigið fé félags­­ins í lok árs 2018 var 18,8 millj­­arðar króna og námu heild­­ar­­eignir félags­­ins, þar helst íbúðir í útleigu, 56,8 millj­­örðum króna, en skuldir 38 millj­­örð­­um.

Félög í eigu fjár­­­fest­anna Finns R. Stef­áns­­sonar og Tómasar Krist­jáns­­sonar lögðu upp­­haf­­lega fram til­­lögu um afskrán­ingu. Þeir hafa ásamt fram­taks­­sjóðnum Alfa, Vörðu Capi­tal ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu VGJ ehf. boðið í 27 pró­sent hlut í Heima­­völl­um, fyrir sam­tals fjóra millj­­arða króna, gegn því að félagið verði afskráð.

Á síð­asta aðal­­fund­i voru kosin í stjórn­ Árni Jón Páls­­son, Erlendur Magn­ús­­son, Hall­­dór Krist­jáns­­son, Hildur Árna­dóttir og Rann­veig Eir Ein­­ar­s­dótt­­ir.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent