Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra

Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Auglýsing

Arnar Gauti Reyn­is­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Heima­valla hf. en hann hefur verið fjár­mála­stjóri félags­ins frá því í maí 2015. Hann tekur við starf­inu um næstu mán­að­ar­mót en til­kynnt var að Guð­brandur Sig­urðs­son, sem hefur verið fram­kvæmda­stjóri félags­ins á und­an­förnum árum, myndi láta af störfum fyrr á þessu ári. Heima­vellir er stærsta leigu­fé­lag lands­ins á almennum mark­aði.

Í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands er haft eftir Arn­ari Gauta að hann sé spenntur fyrir því að taka þátt í þeirri veg­ferð sem fram undan sé hjá Heima­völl­um. „Fé­lagið hefur stækkað hratt á und­an­förnum árum og er stærsta íbúða­leigu­fé­lag lands­ins með um 1.800 íbúðir í leigu. Á næst­unni verður enn frek­ari áhersla lögð á umbreyt­ingu eigna­safns félags­ins sem miðar af því að bæta rekstur þess og arð­semi."

Heima­vellir var skráð í Kaup­höll Íslands í maí í fyrra. Vera félags­ins í henni gekk ekki sem skyldi og í byrjun febr­úar 2019 var til­kynnt um áform þess efnis að afskrá Heima­velli. Það var síðan sam­þykkt á aðal­fundi félags­ins sem fram fór í síð­ustu viku.

Auglýsing
Mark­aðsvirði félags­­ins hefur verið sveiflu­­kennt og er nú um 14 millj­­arðar króna.

Eigið fé félags­­ins í lok árs 2018 var 18,8 millj­­arðar króna og námu heild­­ar­­eignir félags­­ins, þar helst íbúðir í útleigu, 56,8 millj­­örðum króna, en skuldir 38 millj­­örð­­um.

Félög í eigu fjár­­­fest­anna Finns R. Stef­áns­­sonar og Tómasar Krist­jáns­­sonar lögðu upp­­haf­­lega fram til­­lögu um afskrán­ingu. Þeir hafa ásamt fram­taks­­sjóðnum Alfa, Vörðu Capi­tal ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu VGJ ehf. boðið í 27 pró­sent hlut í Heima­­völl­um, fyrir sam­tals fjóra millj­­arða króna, gegn því að félagið verði afskráð.

Á síð­asta aðal­­fund­i voru kosin í stjórn­ Árni Jón Páls­­son, Erlendur Magn­ús­­son, Hall­­dór Krist­jáns­­son, Hildur Árna­dóttir og Rann­veig Eir Ein­­ar­s­dótt­­ir.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent