Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra

Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.

Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Auglýsing

Arnar Gauti Reyn­is­son hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Heima­valla hf. en hann hefur verið fjár­mála­stjóri félags­ins frá því í maí 2015. Hann tekur við starf­inu um næstu mán­að­ar­mót en til­kynnt var að Guð­brandur Sig­urðs­son, sem hefur verið fram­kvæmda­stjóri félags­ins á und­an­förnum árum, myndi láta af störfum fyrr á þessu ári. Heima­vellir er stærsta leigu­fé­lag lands­ins á almennum mark­aði.

Í til­kynn­ingu sem send var til Kaup­hallar Íslands er haft eftir Arn­ari Gauta að hann sé spenntur fyrir því að taka þátt í þeirri veg­ferð sem fram undan sé hjá Heima­völl­um. „Fé­lagið hefur stækkað hratt á und­an­förnum árum og er stærsta íbúða­leigu­fé­lag lands­ins með um 1.800 íbúðir í leigu. Á næst­unni verður enn frek­ari áhersla lögð á umbreyt­ingu eigna­safns félags­ins sem miðar af því að bæta rekstur þess og arð­semi."

Heima­vellir var skráð í Kaup­höll Íslands í maí í fyrra. Vera félags­ins í henni gekk ekki sem skyldi og í byrjun febr­úar 2019 var til­kynnt um áform þess efnis að afskrá Heima­velli. Það var síðan sam­þykkt á aðal­fundi félags­ins sem fram fór í síð­ustu viku.

Auglýsing
Mark­aðsvirði félags­­ins hefur verið sveiflu­­kennt og er nú um 14 millj­­arðar króna.

Eigið fé félags­­ins í lok árs 2018 var 18,8 millj­­arðar króna og námu heild­­ar­­eignir félags­­ins, þar helst íbúðir í útleigu, 56,8 millj­­örðum króna, en skuldir 38 millj­­örð­­um.

Félög í eigu fjár­­­fest­anna Finns R. Stef­áns­­sonar og Tómasar Krist­jáns­­sonar lögðu upp­­haf­­lega fram til­­lögu um afskrán­ingu. Þeir hafa ásamt fram­taks­­sjóðnum Alfa, Vörðu Capi­tal ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu VGJ ehf. boðið í 27 pró­sent hlut í Heima­­völl­um, fyrir sam­tals fjóra millj­­arða króna, gegn því að félagið verði afskráð.

Á síð­asta aðal­­fund­i voru kosin í stjórn­ Árni Jón Páls­­son, Erlendur Magn­ús­­son, Hall­­dór Krist­jáns­­son, Hildur Árna­dóttir og Rann­veig Eir Ein­­ar­s­dótt­­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent