Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna.
Sérstök áhersla á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði
Silja Bára Ómarsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún sat í stjórnlagaráði og var formaður einnar af þremum starfsnefndum ráðsins. Silja Bára gaf út bókin ROF- Frásagnir kvenna af fóstureyðingum fyrir nokkrum árum ásamt Steinunni Rögnvaldsdóttur.
Eftir hverjar alþingiskosningar skipar ráðherra ellefu manna Jafnréttisráð sem á að vera Jafnréttisstofu og forsætisráðherra innan handar við faglega stefnumótun í málum er varða jafnrétti kynjanna. Á vef Stjórnarráðsins segir að ráðið eigi að leggja sérstaka áherslu á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.
Aðalmenn Jafnréttisráðs:
- Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, skipuð án tilnefningar, formaður
- Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
- Pétur Reimarsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Einar Mar Þórðarson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
- Sigþrúður Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
- Jón Ingvar Kjaran, tilnefndur af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum
- Hróðmar Dofri Hermannsson, tilnefndur af Félagi um foreldrajafnrétti
- Guðrún Þórðardóttir, tilnefnd af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Tatjana Latinovic, tilnefnd af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
- Anna Guðrún Björnsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga