Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt

Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Sól­ar­hrings­verk­fall félags­manna Efl­ingar og VR á hót­elum og hjá hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum hófst á mið­nætti. Ríf­lega 2000 félagar í Efl­ingu og VR­ ­taka þátt í verk­fall­inu en meiri­hluti þeirra starfar á 40 hót­elum á félags­svæði stétt­ar­fé­lag­anna en hluti þeirra starfar hjá hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Fjöl­miðla­bann á samn­inga­nefndir

Full­trú­a VR, Efl­ing­ar, Fram­sýn­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­víkur fund­uðu með full­trú­um SA í um níu klukku­tíma í gær en fund­inum var slitið hjá Rík­is­sátta­semj­ara á átt­unda tím­anum í gær­kvöld án nið­ur­stöðu. Rík­is­sátta­semj­ari setti fjöl­miðla­bann á samn­inga­nefndir deilu­að­ila í gær og ríkir því enn trún­aður um allt sem við kemur viðræðunum. 

Auglýsing

Búist er við mik­illi truflun á allri starf­semi hót­el­anna fjöru­tíu í dag en auk þess hafa verið felldar niður ferðir hóp­bif­reiða. Þá fellur niður skóla­akstur í Reykja­vík í dag en akst­ur­þjón­usta fyrir fatl­aða helst óbreytt. 

Ágrein­ingur hefur verið um hvort verk­fallið eigi að ná til bíl­stjóra sem ekki eru í Efl­ingu og tals­verð óvissa ríkti í gær um hverjir myndu leggja niður störf í dag. Á RÚV er greint frá því að þeir starfs­menn Kynn­is­ferða sem ekki eru félags­menn í Efl­ingu fengu þau skila­boð frá sínum stétt­ar­fé­lögum að þeir mættu vinna sín störf og mættu því til starfa í dag.

Verk­fall­in­u lýk­ur á mið­nætti

Lík og í verk­falli Efl­ingar fyrir tveimur vikum mun Efl­ing standa fyrir dag­skrá og aðgerðum í dag. Þannig verður sam­stöðu­fundur rútu­bíl­stjóra í Vinabæ og hót­el­starfs­fólk mun fara á milli hót­ela þar sem verða kröfu­stöður Verk­fall­inu lýkur á mið­nætti í kvöld en næstu verk­föll á vegum Efl­ingar og VR­ eru boðuð 28. og 29. mars ef ekki nást samn­ingar fyrir þann tíma

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent