Yfir 2.000 manns hófu verkföll í nótt

Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt, en það nær til ríflega 2.000 starfsmanna á tilteknum hótelum og rútufyrirtækjum á starfssvæði félaganna.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

Sól­ar­hrings­verk­fall félags­manna Efl­ingar og VR á hót­elum og hjá hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum hófst á mið­nætti. Ríf­lega 2000 félagar í Efl­ingu og VR­ ­taka þátt í verk­fall­inu en meiri­hluti þeirra starfar á 40 hót­elum á félags­svæði stétt­ar­fé­lag­anna en hluti þeirra starfar hjá hóp­bif­reiða­fyr­ir­tækjum á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Fjöl­miðla­bann á samn­inga­nefndir

Full­trú­a VR, Efl­ing­ar, Fram­sýn­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­víkur fund­uðu með full­trú­um SA í um níu klukku­tíma í gær en fund­inum var slitið hjá Rík­is­sátta­semj­ara á átt­unda tím­anum í gær­kvöld án nið­ur­stöðu. Rík­is­sátta­semj­ari setti fjöl­miðla­bann á samn­inga­nefndir deilu­að­ila í gær og ríkir því enn trún­aður um allt sem við kemur viðræðunum. 

Auglýsing

Búist er við mik­illi truflun á allri starf­semi hót­el­anna fjöru­tíu í dag en auk þess hafa verið felldar niður ferðir hóp­bif­reiða. Þá fellur niður skóla­akstur í Reykja­vík í dag en akst­ur­þjón­usta fyrir fatl­aða helst óbreytt. 

Ágrein­ingur hefur verið um hvort verk­fallið eigi að ná til bíl­stjóra sem ekki eru í Efl­ingu og tals­verð óvissa ríkti í gær um hverjir myndu leggja niður störf í dag. Á RÚV er greint frá því að þeir starfs­menn Kynn­is­ferða sem ekki eru félags­menn í Efl­ingu fengu þau skila­boð frá sínum stétt­ar­fé­lögum að þeir mættu vinna sín störf og mættu því til starfa í dag.

Verk­fall­in­u lýk­ur á mið­nætti

Lík og í verk­falli Efl­ingar fyrir tveimur vikum mun Efl­ing standa fyrir dag­skrá og aðgerðum í dag. Þannig verður sam­stöðu­fundur rútu­bíl­stjóra í Vinabæ og hót­el­starfs­fólk mun fara á milli hót­ela þar sem verða kröfu­stöður Verk­fall­inu lýkur á mið­nætti í kvöld en næstu verk­föll á vegum Efl­ingar og VR­ eru boðuð 28. og 29. mars ef ekki nást samn­ingar fyrir þann tíma

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent