Úthluta 3,5 milljörðum til uppbyggingar á 130 ferðamannastöðum

Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Þá verður 1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynntu úthlutun úr Landsáætlun og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynntu úthlutun úr Landsáætlun og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, til­kynntu í dag um 3,5 millj­arða úthlutun til upp­bygg­ingar inn­viða og ann­arra verk­efna á 130 fjöl­sóttum stöðum í nátt­úru Íslands og á öðrum ferða­manna­stöðum vítt og breitt um land­ið. Einnig var til­­kynnt um rúm­­lega 500 millj­­ón króna styrk úr Fram­­kvæmda­­sjóði ferða­manna­staða og 1,3 millj­­arða út­hlut­un til land­vörslu. 

Leggja hjóla­leið við Jök­­uls­ár­gljúf­­ur 

Ráð­herr­­arn­ir kynntu í dag í sam­ein­ingu verk­efna­­á­ætl­­un­ Lands­á­ætl­­un­ar um upp­­­bygg­ingu inn­viða til næstu þriggja ára. Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráð­inu segir að mark­miðið sé að halda áfram þeirri miklu upp­bygg­ingu inn­viða sem hafin er til verndar nátt­úru lands­ins og menn­ing­ar­sögu­legum minj­um, sem og upp­bygg­ingar ferða­manna­staða. Dæmi um fram­kvæmdir sem átt hafa sér stað eða eru hefj­ast í verk­efna­á­ætlun Lands­á­ætl­unar er Snorra­laug og minja­svæð­ið í Reyk­holti. Í verk­efna­á­ætl­un­inn­i ­segir að umhverfi Snorra­laugar hefur látið mjög á sjá vegna mik­illar umferðar ferða­manna við hana. Því er unnið að því að lag­færa skemmdir og styrkja umgjörð laug­ar­inn­ar, sem og ann­arra minja á svæð­in­u. 

Þá hefur átt sér stað mik­il ­upp­bygg­ing í Þjóð­garð­inum á Snæ­fells­nesi, meðal ann­ars með fram­kvæmdum við ­gesta­stofu við Mal­ar­rif og upp­bygg­ingu inn­viða við Djúpa­lóns­sand. Fram undan í áætl­un­inni er að bæta göngu­stíg við Önd­verð­ar­nes, stækka og mal­bika bíla­stæð­i við Skarðs­vík og setja upp útsýnis­palla. 

Auglýsing

Meðal nýrra verk­efna í á­ætl­un­inn­i er með­al­ ann­ar­s að ráð­ast í fyrsta áfanga hjóla­leiðar við Jök­ulsár­gljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Detti­foss. En gríð­ar­leg aukn­ing hefur orðið í reið­hjóla­um­ferð á því svæði.

Hæsti styrk­ur­inn í inn­viða­upp­bygg­ingu við Goða­foss 

Auk þess til­kynntu ráð­herr­arnir tveir um styrki til fjöru­tíu verk­efna úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða. Í heild­ina nemur styrkupp­hæð­in 505 millj­ónum króna en hæsti styrk­ur­inn fer til inn­viða­upp­bygg­ingar við Goða­foss sem er sam­kvæmt til­kynn­ing­unni komin á loka­stig eftir mark­visst upp­bygg­ing­ar­starf á und­an­förnum árum. Önnur verk­efni sem fá hærri en 30 millj­óna króna styrki eru Breiðin á Akra­nesi, Lauf­skála­varða í Álfta­veri, Reykja­dalur og Hvera­dalir í Ölf­usi.

Auk þeirra ráð­staf­ana sem gerðar eru með úthlutun Lands­á­ætl­unar og Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða er áætlað að verja um 1,3 millj­örðum króna sér­stak­lega til land­vörslu á næstu þremur árum. Þetta er gert til að tryggja ráðn­ingu heils­árs­starfs­manna sem og mönnun á háanna­tíma á fjöl­sóttum stöðum og frið­lýstum svæð­um.

Á vef Stjórnarráðsins má sjá kort af þeim stöðum sem fá úthlutað fjármagn. Ferðamannastaðir sem eru merktir bláu fá úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en þeir sem eru merktir rauðu fá úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Náð að lyfta grettistaki

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son segir í til­kynn­ing­unni að í dag kynntu hann og Þór­dís Kol­brún áfram­hald­and­i stór­sókn við ­upp­bygg­ing­u inn­viða á ferða­manna­stöðum og nátt­úruperlum um land allt. „Aldrei hefur meiri fjár­munum verið varið til slíkrar upp­bygg­ingar en í tíð núver­andi rík­is­stjórnar og sam­hliða hefur feng­ist betri yfir­sýn svo hægt er að for­gangs­raða verk­efnum eftir því hvar þörfin er brýn­ust.“ 

ÞórÞór­dís Kol­brún tekur í sama streng og segir ferða­þjón­ustu vera ein af grunn­stöðv­um ­ís­lensk at­vinnu­lífs. „Hún á allt sitt undir því að við varð­veitum töfra íslenskrar nátt­úru. Fyrir ári síðan kynnti rík­is­stjórnin mark­vissa sókn í upp­bygg­ingu inn­viða á ferða­manna­stöðum í nátt­úru Íslands og sann­ar­lega höfum við náð að lyfta grettistaki. Fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða og Lands­á­ætlun um inn­viða­upp­bygg­ingu gegna hér lyk­il­hlut­verki og saman ætlum við að tryggja að íslensk nátt­úra og ferða­þjón­usta geti blómstrað hlið við hlið.“ 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent