Úthluta 3,5 milljörðum til uppbyggingar á 130 ferðamannastöðum

Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastöðum á næstu þremur árum. Þá verður 1,3 milljörðum varið sérstaklega til landvörslu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynntu úthlutun úr Landsáætlun og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynntu úthlutun úr Landsáætlun og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í dag.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, til­kynntu í dag um 3,5 millj­arða úthlutun til upp­bygg­ingar inn­viða og ann­arra verk­efna á 130 fjöl­sóttum stöðum í nátt­úru Íslands og á öðrum ferða­manna­stöðum vítt og breitt um land­ið. Einnig var til­­kynnt um rúm­­lega 500 millj­­ón króna styrk úr Fram­­kvæmda­­sjóði ferða­manna­staða og 1,3 millj­­arða út­hlut­un til land­vörslu. 

Leggja hjóla­leið við Jök­­uls­ár­gljúf­­ur 

Ráð­herr­­arn­ir kynntu í dag í sam­ein­ingu verk­efna­­á­ætl­­un­ Lands­á­ætl­­un­ar um upp­­­bygg­ingu inn­viða til næstu þriggja ára. Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráð­inu segir að mark­miðið sé að halda áfram þeirri miklu upp­bygg­ingu inn­viða sem hafin er til verndar nátt­úru lands­ins og menn­ing­ar­sögu­legum minj­um, sem og upp­bygg­ingar ferða­manna­staða. Dæmi um fram­kvæmdir sem átt hafa sér stað eða eru hefj­ast í verk­efna­á­ætlun Lands­á­ætl­unar er Snorra­laug og minja­svæð­ið í Reyk­holti. Í verk­efna­á­ætl­un­inn­i ­segir að umhverfi Snorra­laugar hefur látið mjög á sjá vegna mik­illar umferðar ferða­manna við hana. Því er unnið að því að lag­færa skemmdir og styrkja umgjörð laug­ar­inn­ar, sem og ann­arra minja á svæð­in­u. 

Þá hefur átt sér stað mik­il ­upp­bygg­ing í Þjóð­garð­inum á Snæ­fells­nesi, meðal ann­ars með fram­kvæmdum við ­gesta­stofu við Mal­ar­rif og upp­bygg­ingu inn­viða við Djúpa­lóns­sand. Fram undan í áætl­un­inni er að bæta göngu­stíg við Önd­verð­ar­nes, stækka og mal­bika bíla­stæð­i við Skarðs­vík og setja upp útsýnis­palla. 

Auglýsing

Meðal nýrra verk­efna í á­ætl­un­inn­i er með­al­ ann­ar­s að ráð­ast í fyrsta áfanga hjóla­leiðar við Jök­ulsár­gljúfur sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Detti­foss. En gríð­ar­leg aukn­ing hefur orðið í reið­hjóla­um­ferð á því svæði.

Hæsti styrk­ur­inn í inn­viða­upp­bygg­ingu við Goða­foss 

Auk þess til­kynntu ráð­herr­arnir tveir um styrki til fjöru­tíu verk­efna úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða. Í heild­ina nemur styrkupp­hæð­in 505 millj­ónum króna en hæsti styrk­ur­inn fer til inn­viða­upp­bygg­ingar við Goða­foss sem er sam­kvæmt til­kynn­ing­unni komin á loka­stig eftir mark­visst upp­bygg­ing­ar­starf á und­an­förnum árum. Önnur verk­efni sem fá hærri en 30 millj­óna króna styrki eru Breiðin á Akra­nesi, Lauf­skála­varða í Álfta­veri, Reykja­dalur og Hvera­dalir í Ölf­usi.

Auk þeirra ráð­staf­ana sem gerðar eru með úthlutun Lands­á­ætl­unar og Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða er áætlað að verja um 1,3 millj­örðum króna sér­stak­lega til land­vörslu á næstu þremur árum. Þetta er gert til að tryggja ráðn­ingu heils­árs­starfs­manna sem og mönnun á háanna­tíma á fjöl­sóttum stöðum og frið­lýstum svæð­um.

Á vef Stjórnarráðsins má sjá kort af þeim stöðum sem fá úthlutað fjármagn. Ferðamannastaðir sem eru merktir bláu fá úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, en þeir sem eru merktir rauðu fá úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Náð að lyfta grettistaki

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son segir í til­kynn­ing­unni að í dag kynntu hann og Þór­dís Kol­brún áfram­hald­and­i stór­sókn við ­upp­bygg­ing­u inn­viða á ferða­manna­stöðum og nátt­úruperlum um land allt. „Aldrei hefur meiri fjár­munum verið varið til slíkrar upp­bygg­ingar en í tíð núver­andi rík­is­stjórnar og sam­hliða hefur feng­ist betri yfir­sýn svo hægt er að for­gangs­raða verk­efnum eftir því hvar þörfin er brýn­ust.“ 

ÞórÞór­dís Kol­brún tekur í sama streng og segir ferða­þjón­ustu vera ein af grunn­stöðv­um ­ís­lensk at­vinnu­lífs. „Hún á allt sitt undir því að við varð­veitum töfra íslenskrar nátt­úru. Fyrir ári síðan kynnti rík­is­stjórnin mark­vissa sókn í upp­bygg­ingu inn­viða á ferða­manna­stöðum í nátt­úru Íslands og sann­ar­lega höfum við náð að lyfta grettistaki. Fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða og Lands­á­ætlun um inn­viða­upp­bygg­ingu gegna hér lyk­il­hlut­verki og saman ætlum við að tryggja að íslensk nátt­úra og ferða­þjón­usta geti blómstrað hlið við hlið.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent