Ritstjóri DV segir upp störfum og ræður sig til Hringbrautar

Aðalritstjóri DV, Kristjón Kormákur Guðjónsson, hefur sagt upp störfum og hefur á morgun störf á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­son hefur sagt upp störfum á DV, þar sem hann hefur gegnt starfi aðal­rit­stjóra frá því í des­em­ber 2017. Frá þessu er greint á Vísi.­is.

Þar segir Krist­jón að hann sé að ganga til liðs við sjón­varps­stöð­ina Hring­braut þar sem hann mun fá það hlut­verk að blása lífi í vef mið­ils­ins og tengja saman sjón­varps- og vef­hluta hans.  Krist­jón hefur störf á Hring­braut á morg­un, þriðju­dag.

Miklar svipt­ingar hafa verið innan DV og tengdra miðla miðla und­an­farin miss­eri. Frjáls fjöl­miðlun keypti í haustið 2017 fjöl­mið­l­a Pressu­­­­sam­­­­stæð­unn­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Auglýsing

Hluti skulda Pressunnar voru skildar eftir í henni og félagið svo sett í þrot. Alls var kröfum upp á 315 millj­­­ónir króna lýst í þrotabú Press­unn­­­ar. Skipta­­­stjóri bús­ins við­­­ur­­­kenndi kröfur upp á 110 millj­­­ónir króna en hafn­aði öðr­­­um. Skipta­stjóri bús­ins vill láta rifta ráð­­stöf­unum á fjár­­munum upp á sam­tals um 400 millj­­ónir króna sem áttu sér stað áður en Pressan var sett í þrot.

Frjáls fjöl­miðlun ehf. tap­aði 43,6 millj­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017 og fram að ára­­mót­­um. Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­urður G. Guð­jóns­­son lög­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­nefnd.

Björn Ingi Hrafns­son, sem hafði verið aðal­eig­andi og stjórn­andi Pressu­sam­stæð­unn­ar, snéri aftur í fjöl­miðla í nóv­em­ber í fyrra þegar hann stofn­aði fjöl­mið­il­inn Vilj­ann.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent