Verkfalli strætisvagnastjóra aflýst frá og með morgundeginum

Verkfalli hjá strætisvagnastjórum Kynnisferða hefur verið aflýst frá og með morgundeginum. Strætisvagnastjórar munu stöðva akstur í dag á tíu leiðum milli klukkan 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum aflýst.

Strætó
Auglýsing

Verk­fall­i ­stræt­is­vagna­stjóra Kynn­is­ferða hefur verið aflýst frá og með morg­un­deg­in­um. ­Stræt­is­vagna­stjór­ar munu stöðva akstur í dag milli klukkan 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verk­föllum aflýst. Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin af starfs­mönnum eftir við­ræður við for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins í morg­un.

Meg­in­línur samn­inga liggja fyrir

Fram kom í fréttum í morgun að gengið hefði verið frá yfir­­lýs­ingu um meg­in­línur kjara­­­­samn­inga á milli Sam­­­­taka atvinn­u­lífs­ins og VR­ og félaga Starfs­­­­greina­­­­sam­­­­bands­ins, skömmu eftir mið­­nætti. Samn­ing­unum er ætlað að standa til 1. nóv­­­em­ber 2022. Sam­komu­lagið er þó með fyr­ir­vara um aðkomu stjórn­­­­­­­valda að samn­ing­um, og sam­­­­þykki samn­inga­­­­nefnda þeirra félaga um eiga aðild að sam­komu­lag­inu. Deilu­að­ilar munu funda með stjórn­­­völdum í hús­a­kynnum Rík­­­­is­sátta­­­­semj­­­­ara í dag.

Í til­­kynn­ingu frá Efl­ingu í morgun var greint frá því að höfðu sam­ráði við félags­­­menn hafi for­­maður Efl­ingar ákveðið að aflýsa verk­­falls­að­­gerðum og vinna að loka­­gerð ­­samn­ings. Fyr­ir­hug­uðum þriggja daga verk­­föllum starfs­­manna hót­­ela og rút­u­­fyr­ir­tækja, hjá Efl­ingu og VR, sem áttu hefj­ast á mið­viku­dag­inn var því aflýst í nótt. 

Auglýsing

Verk­fall stræt­is­vagna­stjóra Kynn­is­­ferða, sem eru félags­­­menn í Efl­ing­u,­ var þó ekki aflýst á sama tíma. Verk­fallið hófst í gær og lögðu bíl­stjórar niður vinnu á tíu strætó­­leið­um á há­anna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerð­­irnar áttu að standa út mán­uð­inn ef ekki næð­ust samn­ing­ar en nú hefur verk­fall­inu verið aflýst frá og með morg­un­deg­in­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ketill Sigurjónsson
Átök á raforkumarkaði stóriðju
Kjarninn 2. júlí 2020
Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki
Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 2. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent