Boeing hægir á framleiðslu um 20 prósent - Áhrifa mun gæta víða

Flugvélaframleiðandinn Boeing mun hægja á framleiðslu véla af 737 gerð, vegna rannsókna og banns við notkun á vélunum, eftir tvö hörmuleg flugslys.

MGN+Boeing+737+Max.jpg
Auglýsing

Flug­véla­fram­leið­and­inn Boeing hefur ákveðið að draga úr fram­leiðslu á vélum af 737 gerð - þar á meðal Max 8 og Max 9 - vegna rann­sókna á flug­slys­unum í Eþíópíu og Indónesíu, þar sem 346 sam­tals létu líf­ið. 

Notkun á 737 Max vél­unum hefur verið bönnuð á meðan rann­sókn stendur yfir á slys­un­um. Sam­kvæmt umfjöllun Seattle Times mun ákvörðun Boeing um að draga úr fram­leiðslu hafa víð­tæk áhrif á flug­iðn­að­inn, og þá einkum flug­fé­lög sem reiða sig á að fá nýjar vélar flug­véla­fram­leið­and­ans til notk­unar á næstu mán­uð­u­m. 

Ekki er gert ráð fyrir upp­sögnun í risa­vöxnum starfs­stöðvum Boeing í Rent­on, í útjaðri Seatt­le, en þar starfa tæp­lega 80 þús­und manns. Ástæðan er sú að félagið þarf að geta brugð­ist skjótt við, ef það tekst að koma fram­leiðsl­unni í full afköst á nýjan leik.

Auglýsing

Lík­legt er að Boeing muni ekki geta staðið við afhend­ingar á flug­vélum af fyrr­nefndri gerð næstu mán­uð­ina, og því munu flug­fé­lög þurfa að leita ann­arra leiða til að ná í vélar til að geta þjón­u­stað við­skipta­vini og standa við áætl­an­ir. 

Icelandair er eitt þeirra flug­fé­laga sem hefur tekið vélar af 737 Max gerð úr notk­un, en félagið tók þrjár vélar úr umferð í kjöl­far flug­slyss­ins í Eþíóp­íu, en flug­mála­yf­ir­völd víða um heim brugð­ust við með banni við notkun á vél­un­um. 

Icelandair hefur sagt að félagið geti til skemmri tíma leyst vand­ann með leigu á öðrum vél­um, og hefur nú þegar brugðið til þess ráðs. Félagið hefur gengið frá leigu á tveim­ur Boeing 767-breið­þotum út sept­­em­ber, en það var gert til að tryggja að flug­á­ætl­­un fé­lags­ins rask­ist sem minnst vegna kyrr­­setn­ing­ar Boeing 737 MAX-­véla sem fé­lagið hafði áður fest kaup á. 

Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu til Kaup­hall­­ar­inn­­ar, í byrjun mán­að­ar­ins, kem­ur fyrri vél­in í rekst­ur um miðjan apr­íl, en sú síð­ari snemma í maí. Verða þær í rekstri út sept­­em­ber. Vél­­arn­ar eru 262 sæta flug­­­vél­ar með tveim­ur far­­rým­­um. 

Til lengri tíma - ef það dregst á lang­inn að Boeing geti afhent nýjar vélar til við­skipta­vina - þá gæti Icelandair lent í vand­ræðum með að fylla flug­flota sinn miðað við áætl­an­ir, eins og fleiri flug­fé­lög sem hafa reitt sig á það að fá nýjar vélar afhentar frá Boeing á næstu mán­uð­um.

Rann­sókn bendir til galla

Eins og greint var frá í gær þá fylgdu flug­­­menn Ethi­opian Air­line, sem stýrðu 737 Max 8 vél félags­­ins sem hrap­aði með skelfi­­legum afleið­ing­um, nákvæm­­lega fyr­ir­­mælum frá flug­­­véla­fram­­leið­and­­anum Boeing, þegar þeir reyndu að reisa flug­­­vél­ina við, en allt kom fyrir ekki. 

Sam­­kvæmt frum­n­ið­­ur­­stöðu rann­­sóknar í Eþíópíu þá bendir allt til þess að flug­­­vélin hafi ekki virkað eins og hún átti að gera - og þá einkum MCAS kerfið sem á að koma í veg fyrir ofris - og því hafi vélin sífellt tog­­ast neðar og neð­­ar, og að lokum orsakað brot­­lend­ingu með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­u­st, 157 tals­ins. 

Flug­­­menn­irnir eru sagðir hafa reynt að aftengja kerfið og gripið til réttra aðgerða, en ekk­ert hafi virk­að. 

Nið­­ur­­staðan er sögð „martrað­­ar­út­­koma“ (night­marish outcome) fyrir Boeing, en fjallað var um rann­­sókn­ina á for­­síðu Seattle Times í gær. 

Forsíða Seattle Times, í gær, 4. apríl.Í umfjöllun blaðs­ins, sem Dom­inic Gates, sér­­hæfður blaða­­maður á sviði flug­­­mála, skrif­­ar, hefur komið fram að mikil fram­­leiðslu­­pressa hafi verið á Boeing, ekki síst vegna þess hve krefj­andi hafi verið fyrir félagið að standa við afhend­ingar á Max vél­­um. Í umfjöllun blaðs­ins hefur komið fram að Boeing sé nú að end­­ur­­skoða allar leið­bein­ingar til flug­­­manna og flug­­­fé­laga, og yfir­­fara örygg­is­­kerfi.

Tekið er fram að nýlegar upp­­­færslur á kerfum og hug­­bún­­aði eigi að koma í veg fyrir að svona upp­­á­komur geti end­­ur­­tekið sig, en ef þessi nið­­ur­­staða frum­rann­­sókna verður stað­­fest end­an­­lega, hjá flug­­­mála­yf­­ir­völdum í Eþíópíu og einnig í Indónesíu, þar sem 189 lét­ust í 29. októ­ber í fyrra, þá gæti Boeing átt von á miklum og þungum afleið­ing­um, ekki aðeins í formi mál­­sókna, not­k­un­­ar­­banna á flug­­­vélum félags­­ins og sekt­­ar­greiðslna, heldur gæti þurft að gjör­breyta fram­­leiðslu­­ferlum, og flug­­­fé­lög sem reiða sig á vélar félags­­ins - ekki síst af fyrr­­nefndri Max gerð - gætu þurft að bíða lengi eftir því að geta fengið vélar afhentar til not­k­un­­ar. 

Nýr banda­rískur hlut­hafi

Banda­ríski fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­­ur­inn PAR Capi­­tal Mana­­gement hefur gert bind­andi sam­komu­lag um að kaupa 11,5 pró­­sent hlut í Icelandair Group. Fyr­ir­vari er um sam­­þykki hlut­hafa Icelanda­­ir. Eftir kaupin verður sjóð­­ur­inn annar stærsti hlut­hafi félags­­ins á eftir Líf­eyr­is­­sjóði versl­un­­ar­­manna, sem á 12,88 pró­­sent í flug­­­fé­lag­in­u. 

Rekstur Icelandair hefur verið erf­iður að und­an­förnu og tap­aði félagið 6,8 millj­örðum króna á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs. Í lok árs var eig­in­fjár­staða félags­ins upp á 55 millj­arða króna, og skuld­irnar námu 110 millj­örð­um.

PAR Capi­­tal á meðal ann­­ars yfir 5 pró­­sent hlut í einu stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði bók­unar í ferða­­þjón­ustu, Expedia, en auk þess á sjóð­­ur­inn nokkuð stóra eign­­ar­hluti í flug­­­fé­lög­um, eins og Sout­hwest, Alaska Air­lines, Delta og United Continental. Öll þessi félög hafa nýtt vélar frá Boeing í sinni þjón­ustu, og glíma því með einum eða öðrum hætti við þau vanda­­mál sem flug­­slysin tvö, og rann­­sóknir á ástæðum þeirra, hafa kallað fram. 

Boeing er stærsti vinn­u­veit­andi Seattle svæð­is­ins en flestir eru þeir á starfs­­svæði félags­­ins í Rent­on. Félagið er 103 ára gam­alt, en sagan teygir sig þó yfir 123 ár. 

Mark­aðsvirði Boeing hefur sveifl­­ast nokkuð und­an­farin mis­s­eri, en það nemur nú 222 millj­­örðum Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur um 26 þús­und millj­­örðum króna. 

Dennis Mui­­len­burg, for­­stjóri félags­­ins, hefur sagt að félagið munið kafa ofan í öll atriði sem rann­saka þarf, vegna flug­­slysanna tveggja, og vinna í sam­­starfi við flug­­­mála­yf­­ir­völd í hverju landi fyrir sig, eins og þarf. Hann hefur sagt að Boeing sé leið­andi í flugi í heim­in­um, og því fylgi mikil ábyrgð. Öryggið þurfi að vera í far­­ar­broddi, og þannig verði það áfram.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent