Þurfum fleiri tækni- og verkfræðinga úr röðum kvenna í framtíðinni

Tækniþróun kallar á fleiri tæknimenntaðar konur en nú þegar er skortur á verkfræðingum og sérfræðingum í upplýsingatækni á norrænum vinnumarkaði.

Tölva
Auglýsing

Þörf verður á fleiri tækni- og verk­fræð­ingum úr röðum kvenna á vinnu­markað fram­tíð­ar­inn­ar. Nor­rænu vinnu­mála­ráð­herr­arnir kynntu á árlegum fundi sínum í Safna­hús­inu á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn rann­sókn­ar­verk­efni sem á að veita svör við því hvernig jafna megi kynja­hlut­föll meðal þeirra sem hefja nám í verk­fræði og tækni­fræði. Frá þessu er greint í frétt félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í henni segir að ekki sé til set­unnar boðið ef ný tækni eigi ekki að mót­ast af körlum einum sam­an. Nú þegar sé skortur á verk­fræð­ingum og sér­fræð­ingum í upp­lýs­inga­tækni á nor­rænum vinnu­mark­aði. Auk þess bendi þróun staf­rænnar tækni­væð­ingar og gervi­greind­ar, notkun vél­menna og líf­tækni til þess að mennta þurfi mun fleiri á þessum svið­um.

Konur eiga á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum

Enn fremur sé mik­il­vægt að átta sig á orsökum þess að stúlkur og konur á Norð­ur­löndum velja ekki æðri menntun eða starfs­frama í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni­grein­um.

Auglýsing

Þrátt fyrir að stúlkur standi sig eins vel ef ekki betur en strákar í nátt­úru­vís­indum og tækni­greinum í grunn­skólum og fram­halds­skólum velji fáar þeirra háskóla­nám í umræddum grein­um. Fyrir vikið eigi konur á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum í starfs­greinum fram­tíð­ar­inn­ar.

Mikið tap að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna

Ylva Johans­son, vinnu­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, segir það vera mikið tap fyrir sam­fé­lagið að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna. „Við verðum að hvetja efni­legar stelpur til að nema nátt­úru­vís­indi, stærð­fræði og tækni. Það er hagur þeirra sjálfra en ekki síður atvinnu­grein­ar­innar og sam­fé­lags­ins,“ segir hún. Nýja nor­ræna rann­sókn­ar­verk­efnið á meðal ann­ars að kanna ástæður þess að náms­val er enn kynjað á Norð­ur­löndum og leita góðra fyr­ir­mynda þar sem tek­ist hefur að ráða bót á því.

Ylva Johansson, vinnumálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Félagsmálaráðuneytið.

Sam­kvæmt frétt ráðu­neyt­is­ins er mark­mið verk­efn­is­ins einnig að kanna starfs­frama­leiðir í hátækni­grein­um, hvernig fólki í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni tekst að sam­ræma atvinnu- og fjöl­skyldu­líf og hvort vinnu­um­hverfið er opið jafnt konum og körl­um.

NIKK, nor­ræna upp­lýs­inga­veitan um kynja­fræði, vinnur verk­efnið að beiðni ráð­herra­nefnd­anna um mennta­mál, vinnu­mál og jafn­rétt­is­mál og á því að ljúka fyrir árs­lok 2020.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent