Þurfum fleiri tækni- og verkfræðinga úr röðum kvenna í framtíðinni

Tækniþróun kallar á fleiri tæknimenntaðar konur en nú þegar er skortur á verkfræðingum og sérfræðingum í upplýsingatækni á norrænum vinnumarkaði.

Tölva
Auglýsing

Þörf verður á fleiri tækni- og verk­fræð­ingum úr röðum kvenna á vinnu­markað fram­tíð­ar­inn­ar. Nor­rænu vinnu­mála­ráð­herr­arnir kynntu á árlegum fundi sínum í Safna­hús­inu á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn rann­sókn­ar­verk­efni sem á að veita svör við því hvernig jafna megi kynja­hlut­föll meðal þeirra sem hefja nám í verk­fræði og tækni­fræði. Frá þessu er greint í frétt félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í henni segir að ekki sé til set­unnar boðið ef ný tækni eigi ekki að mót­ast af körlum einum sam­an. Nú þegar sé skortur á verk­fræð­ingum og sér­fræð­ingum í upp­lýs­inga­tækni á nor­rænum vinnu­mark­aði. Auk þess bendi þróun staf­rænnar tækni­væð­ingar og gervi­greind­ar, notkun vél­menna og líf­tækni til þess að mennta þurfi mun fleiri á þessum svið­um.

Konur eiga á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum

Enn fremur sé mik­il­vægt að átta sig á orsökum þess að stúlkur og konur á Norð­ur­löndum velja ekki æðri menntun eða starfs­frama í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni­grein­um.

Auglýsing

Þrátt fyrir að stúlkur standi sig eins vel ef ekki betur en strákar í nátt­úru­vís­indum og tækni­greinum í grunn­skólum og fram­halds­skólum velji fáar þeirra háskóla­nám í umræddum grein­um. Fyrir vikið eigi konur á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum í starfs­greinum fram­tíð­ar­inn­ar.

Mikið tap að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna

Ylva Johans­son, vinnu­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, segir það vera mikið tap fyrir sam­fé­lagið að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna. „Við verðum að hvetja efni­legar stelpur til að nema nátt­úru­vís­indi, stærð­fræði og tækni. Það er hagur þeirra sjálfra en ekki síður atvinnu­grein­ar­innar og sam­fé­lags­ins,“ segir hún. Nýja nor­ræna rann­sókn­ar­verk­efnið á meðal ann­ars að kanna ástæður þess að náms­val er enn kynjað á Norð­ur­löndum og leita góðra fyr­ir­mynda þar sem tek­ist hefur að ráða bót á því.

Ylva Johansson, vinnumálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Félagsmálaráðuneytið.

Sam­kvæmt frétt ráðu­neyt­is­ins er mark­mið verk­efn­is­ins einnig að kanna starfs­frama­leiðir í hátækni­grein­um, hvernig fólki í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni tekst að sam­ræma atvinnu- og fjöl­skyldu­líf og hvort vinnu­um­hverfið er opið jafnt konum og körl­um.

NIKK, nor­ræna upp­lýs­inga­veitan um kynja­fræði, vinnur verk­efnið að beiðni ráð­herra­nefnd­anna um mennta­mál, vinnu­mál og jafn­rétt­is­mál og á því að ljúka fyrir árs­lok 2020.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir bæði fram á brotalamir í eftirlit banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent