Þurfum fleiri tækni- og verkfræðinga úr röðum kvenna í framtíðinni

Tækniþróun kallar á fleiri tæknimenntaðar konur en nú þegar er skortur á verkfræðingum og sérfræðingum í upplýsingatækni á norrænum vinnumarkaði.

Tölva
Auglýsing

Þörf verður á fleiri tækni- og verk­fræð­ingum úr röðum kvenna á vinnu­markað fram­tíð­ar­inn­ar. Nor­rænu vinnu­mála­ráð­herr­arnir kynntu á árlegum fundi sínum í Safna­hús­inu á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn rann­sókn­ar­verk­efni sem á að veita svör við því hvernig jafna megi kynja­hlut­föll meðal þeirra sem hefja nám í verk­fræði og tækni­fræði. Frá þessu er greint í frétt félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í henni segir að ekki sé til set­unnar boðið ef ný tækni eigi ekki að mót­ast af körlum einum sam­an. Nú þegar sé skortur á verk­fræð­ingum og sér­fræð­ingum í upp­lýs­inga­tækni á nor­rænum vinnu­mark­aði. Auk þess bendi þróun staf­rænnar tækni­væð­ingar og gervi­greind­ar, notkun vél­menna og líf­tækni til þess að mennta þurfi mun fleiri á þessum svið­um.

Konur eiga á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum

Enn fremur sé mik­il­vægt að átta sig á orsökum þess að stúlkur og konur á Norð­ur­löndum velja ekki æðri menntun eða starfs­frama í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni­grein­um.

Auglýsing

Þrátt fyrir að stúlkur standi sig eins vel ef ekki betur en strákar í nátt­úru­vís­indum og tækni­greinum í grunn­skólum og fram­halds­skólum velji fáar þeirra háskóla­nám í umræddum grein­um. Fyrir vikið eigi konur á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum í starfs­greinum fram­tíð­ar­inn­ar.

Mikið tap að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna

Ylva Johans­son, vinnu­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, segir það vera mikið tap fyrir sam­fé­lagið að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna. „Við verðum að hvetja efni­legar stelpur til að nema nátt­úru­vís­indi, stærð­fræði og tækni. Það er hagur þeirra sjálfra en ekki síður atvinnu­grein­ar­innar og sam­fé­lags­ins,“ segir hún. Nýja nor­ræna rann­sókn­ar­verk­efnið á meðal ann­ars að kanna ástæður þess að náms­val er enn kynjað á Norð­ur­löndum og leita góðra fyr­ir­mynda þar sem tek­ist hefur að ráða bót á því.

Ylva Johansson, vinnumálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Félagsmálaráðuneytið.

Sam­kvæmt frétt ráðu­neyt­is­ins er mark­mið verk­efn­is­ins einnig að kanna starfs­frama­leiðir í hátækni­grein­um, hvernig fólki í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni tekst að sam­ræma atvinnu- og fjöl­skyldu­líf og hvort vinnu­um­hverfið er opið jafnt konum og körl­um.

NIKK, nor­ræna upp­lýs­inga­veitan um kynja­fræði, vinnur verk­efnið að beiðni ráð­herra­nefnd­anna um mennta­mál, vinnu­mál og jafn­rétt­is­mál og á því að ljúka fyrir árs­lok 2020.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent