Þurfum fleiri tækni- og verkfræðinga úr röðum kvenna í framtíðinni

Tækniþróun kallar á fleiri tæknimenntaðar konur en nú þegar er skortur á verkfræðingum og sérfræðingum í upplýsingatækni á norrænum vinnumarkaði.

Tölva
Auglýsing

Þörf verður á fleiri tækni- og verk­fræð­ingum úr röðum kvenna á vinnu­markað fram­tíð­ar­inn­ar. Nor­rænu vinnu­mála­ráð­herr­arnir kynntu á árlegum fundi sínum í Safna­hús­inu á mið­viku­dag­inn síð­ast­lið­inn rann­sókn­ar­verk­efni sem á að veita svör við því hvernig jafna megi kynja­hlut­föll meðal þeirra sem hefja nám í verk­fræði og tækni­fræði. Frá þessu er greint í frétt félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í henni segir að ekki sé til set­unnar boðið ef ný tækni eigi ekki að mót­ast af körlum einum sam­an. Nú þegar sé skortur á verk­fræð­ingum og sér­fræð­ingum í upp­lýs­inga­tækni á nor­rænum vinnu­mark­aði. Auk þess bendi þróun staf­rænnar tækni­væð­ingar og gervi­greind­ar, notkun vél­menna og líf­tækni til þess að mennta þurfi mun fleiri á þessum svið­um.

Konur eiga á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum

Enn fremur sé mik­il­vægt að átta sig á orsökum þess að stúlkur og konur á Norð­ur­löndum velja ekki æðri menntun eða starfs­frama í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni­grein­um.

Auglýsing

Þrátt fyrir að stúlkur standi sig eins vel ef ekki betur en strákar í nátt­úru­vís­indum og tækni­greinum í grunn­skólum og fram­halds­skólum velji fáar þeirra háskóla­nám í umræddum grein­um. Fyrir vikið eigi konur á hættu að missa af atvinnu­tæki­færum í starfs­greinum fram­tíð­ar­inn­ar.

Mikið tap að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna

Ylva Johans­son, vinnu­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, segir það vera mikið tap fyrir sam­fé­lagið að geta ekki notið hugs­an­legs mannauðs kvenna. „Við verðum að hvetja efni­legar stelpur til að nema nátt­úru­vís­indi, stærð­fræði og tækni. Það er hagur þeirra sjálfra en ekki síður atvinnu­grein­ar­innar og sam­fé­lags­ins,“ segir hún. Nýja nor­ræna rann­sókn­ar­verk­efnið á meðal ann­ars að kanna ástæður þess að náms­val er enn kynjað á Norð­ur­löndum og leita góðra fyr­ir­mynda þar sem tek­ist hefur að ráða bót á því.

Ylva Johansson, vinnumálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Félagsmálaráðuneytið.

Sam­kvæmt frétt ráðu­neyt­is­ins er mark­mið verk­efn­is­ins einnig að kanna starfs­frama­leiðir í hátækni­grein­um, hvernig fólki í nátt­úru­vís­ind­um, stærð­fræði og tækni tekst að sam­ræma atvinnu- og fjöl­skyldu­líf og hvort vinnu­um­hverfið er opið jafnt konum og körl­um.

NIKK, nor­ræna upp­lýs­inga­veitan um kynja­fræði, vinnur verk­efnið að beiðni ráð­herra­nefnd­anna um mennta­mál, vinnu­mál og jafn­rétt­is­mál og á því að ljúka fyrir árs­lok 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent