Íslenska ríkið óskar eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu

Dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þórdís Kolbrún R.
Þórdís Kolbrún R.
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir end­ur­skoðun yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á dómi MDE í máli Guð­mundar Andra Ást­ráðs­sonar gegn Íslandi sem féll þann 12. mars síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í frétt dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í mál­inu komst meiri­hluti dóms­ins að þeirri nið­ur­stöðu að ann­markar á með­ferð ráð­herra og Alþingis við skipun eins dóm­ara við Lands­rétt fælu í sér brot gegn áskiln­aði 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu (MSE) um að skipan dóm­stóls­ins sé ákveðin með lög­um.

Lík­legt er að nið­ur­staða um það hvort yfir­deildin taki dóm­inn til end­ur­skoð­unar fáist innan fárra mán­aða, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu. Taki yfir­deildin málið til end­ur­skoð­unar verði þess óskað að málið njóti for­gangs en MDE hafi frá upp­hafi skil­greint málið mik­il­vægt og hafi það því hlotið flýti­með­ferð á fyrri stig­um.

Mikil umræða skap­að­ist um Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu í kjöl­far nið­­ur­­stöðu dóm­stóls­ins í Land­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. Sig­ríð­­ur­ And­er­­sen, fyrrum dóms­­mála­ráð­herra, sagði af sér í kjöl­far dóms­ins en lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af fram­­sali valds til túlk­unar á íslenskum lögum til erlendra dóm­stóla. Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra tók í svip­aðan streng og sagði það umhugs­un­­ar­efni um hvort dóm­stól­inn væri að „stíga yfir lín­una.“ Í kjöl­farið komu aðrir þing­­menn dóm­stólnum til varnar og ­köll­uðu eft­ir því að tekin væri skýr afstaða með dóm­stólnum í kjöl­far þess að ráð­herrar hefðu ráð­ist á trú­verð­ug­­leika hans.

Auglýsing

Telur rétt að óska eftir end­ur­skoðun

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra segir að þau hafi síð­ustu vikur skoðað mis­mun­andi fleti máls­ins. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska end­ur­skoð­unar hjá yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mik­il­væga hags­muni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti máls­ins en á þessu stigi verða ekki teknar frek­ari ákvarð­an­ir.”

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður er til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans. Það sé einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda veki málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Ekkert nýtt úr gömlu
Ekkert lát er á mótmælum almennings í Alsír. Eftir að forsetinn lét af völdum hefur reiði mótmælenda beinst að ráðherrum og öðrum valdamönnum.
Kjarninn 21. apríl 2019
Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent