Íslenska ríkið óskar eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu

Dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þórdís Kolbrún R.
Þórdís Kolbrún R.
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir end­ur­skoðun yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á dómi MDE í máli Guð­mundar Andra Ást­ráðs­sonar gegn Íslandi sem féll þann 12. mars síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í frétt dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í mál­inu komst meiri­hluti dóms­ins að þeirri nið­ur­stöðu að ann­markar á með­ferð ráð­herra og Alþingis við skipun eins dóm­ara við Lands­rétt fælu í sér brot gegn áskiln­aði 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu (MSE) um að skipan dóm­stóls­ins sé ákveðin með lög­um.

Lík­legt er að nið­ur­staða um það hvort yfir­deildin taki dóm­inn til end­ur­skoð­unar fáist innan fárra mán­aða, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu. Taki yfir­deildin málið til end­ur­skoð­unar verði þess óskað að málið njóti for­gangs en MDE hafi frá upp­hafi skil­greint málið mik­il­vægt og hafi það því hlotið flýti­með­ferð á fyrri stig­um.

Mikil umræða skap­að­ist um Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu í kjöl­far nið­­ur­­stöðu dóm­stóls­ins í Land­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. Sig­ríð­­ur­ And­er­­sen, fyrrum dóms­­mála­ráð­herra, sagði af sér í kjöl­far dóms­ins en lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af fram­­sali valds til túlk­unar á íslenskum lögum til erlendra dóm­stóla. Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra tók í svip­aðan streng og sagði það umhugs­un­­ar­efni um hvort dóm­stól­inn væri að „stíga yfir lín­una.“ Í kjöl­farið komu aðrir þing­­menn dóm­stólnum til varnar og ­köll­uðu eft­ir því að tekin væri skýr afstaða með dóm­stólnum í kjöl­far þess að ráð­herrar hefðu ráð­ist á trú­verð­ug­­leika hans.

Auglýsing

Telur rétt að óska eftir end­ur­skoðun

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra segir að þau hafi síð­ustu vikur skoðað mis­mun­andi fleti máls­ins. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska end­ur­skoð­unar hjá yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mik­il­væga hags­muni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti máls­ins en á þessu stigi verða ekki teknar frek­ari ákvarð­an­ir.”

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður er til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans. Það sé einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda veki málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent