Íslenska ríkið óskar eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu

Dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þórdís Kolbrún R.
Þórdís Kolbrún R.
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir end­ur­skoðun yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á dómi MDE í máli Guð­mundar Andra Ást­ráðs­sonar gegn Íslandi sem féll þann 12. mars síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í frétt dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í mál­inu komst meiri­hluti dóms­ins að þeirri nið­ur­stöðu að ann­markar á með­ferð ráð­herra og Alþingis við skipun eins dóm­ara við Lands­rétt fælu í sér brot gegn áskiln­aði 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu (MSE) um að skipan dóm­stóls­ins sé ákveðin með lög­um.

Lík­legt er að nið­ur­staða um það hvort yfir­deildin taki dóm­inn til end­ur­skoð­unar fáist innan fárra mán­aða, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu. Taki yfir­deildin málið til end­ur­skoð­unar verði þess óskað að málið njóti for­gangs en MDE hafi frá upp­hafi skil­greint málið mik­il­vægt og hafi það því hlotið flýti­með­ferð á fyrri stig­um.

Mikil umræða skap­að­ist um Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu í kjöl­far nið­­ur­­stöðu dóm­stóls­ins í Land­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. Sig­ríð­­ur­ And­er­­sen, fyrrum dóms­­mála­ráð­herra, sagði af sér í kjöl­far dóms­ins en lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af fram­­sali valds til túlk­unar á íslenskum lögum til erlendra dóm­stóla. Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra tók í svip­aðan streng og sagði það umhugs­un­­ar­efni um hvort dóm­stól­inn væri að „stíga yfir lín­una.“ Í kjöl­farið komu aðrir þing­­menn dóm­stólnum til varnar og ­köll­uðu eft­ir því að tekin væri skýr afstaða með dóm­stólnum í kjöl­far þess að ráð­herrar hefðu ráð­ist á trú­verð­ug­­leika hans.

Auglýsing

Telur rétt að óska eftir end­ur­skoðun

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra segir að þau hafi síð­ustu vikur skoðað mis­mun­andi fleti máls­ins. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska end­ur­skoð­unar hjá yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mik­il­væga hags­muni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti máls­ins en á þessu stigi verða ekki teknar frek­ari ákvarð­an­ir.”

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður er til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans. Það sé einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda veki málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent