Íslenska ríkið óskar eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu

Dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þórdís Kolbrún R.
Þórdís Kolbrún R.
Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra kynnti á fundi rík­is­stjórnar í dag ákvörðun sína um að íslenska ríkið myndi óska eftir end­ur­skoðun yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á dómi MDE í máli Guð­mundar Andra Ást­ráðs­sonar gegn Íslandi sem féll þann 12. mars síð­ast­lið­inn. Þetta kemur fram í frétt dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Í mál­inu komst meiri­hluti dóms­ins að þeirri nið­ur­stöðu að ann­markar á með­ferð ráð­herra og Alþingis við skipun eins dóm­ara við Lands­rétt fælu í sér brot gegn áskiln­aði 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu (MSE) um að skipan dóm­stóls­ins sé ákveðin með lög­um.

Lík­legt er að nið­ur­staða um það hvort yfir­deildin taki dóm­inn til end­ur­skoð­unar fáist innan fárra mán­aða, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu. Taki yfir­deildin málið til end­ur­skoð­unar verði þess óskað að málið njóti for­gangs en MDE hafi frá upp­hafi skil­greint málið mik­il­vægt og hafi það því hlotið flýti­með­ferð á fyrri stig­um.

Mikil umræða skap­að­ist um Mann­rétt­inda­­dóm­stól Evr­­ópu í kjöl­far nið­­ur­­stöðu dóm­stóls­ins í Land­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða. Sig­ríð­­ur­ And­er­­sen, fyrrum dóms­­mála­ráð­herra, sagði af sér í kjöl­far dóms­ins en lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af fram­­sali valds til túlk­unar á íslenskum lögum til erlendra dóm­stóla. Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra tók í svip­aðan streng og sagði það umhugs­un­­ar­efni um hvort dóm­stól­inn væri að „stíga yfir lín­una.“ Í kjöl­farið komu aðrir þing­­menn dóm­stólnum til varnar og ­köll­uðu eft­ir því að tekin væri skýr afstaða með dóm­stólnum í kjöl­far þess að ráð­herrar hefðu ráð­ist á trú­verð­ug­­leika hans.

Auglýsing

Telur rétt að óska eftir end­ur­skoðun

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra segir að þau hafi síð­ustu vikur skoðað mis­mun­andi fleti máls­ins. „Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska end­ur­skoð­unar hjá yfir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mik­il­væga hags­muni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti máls­ins en á þessu stigi verða ekki teknar frek­ari ákvarð­an­ir.”

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður er til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans. Það sé einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda veki málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent