Stofnandi Wikileaks handtekinn í London

Julian Assange hefur verið handtekinn í London en hann hefur búið í sendiráði Ekvadór undanfarin ár. Honum var tilkynnt með skömmum fyrirvara að stjórnvöld í Ekvadór hefðu tekið til baka diplómatíska vernd.

Julian Assange
Julian Assange
Auglýsing

Julian Assange, stofn­andi Wiki­leaks, hefur verið hand­tek­inn í London en hann hefur búið í sendi­ráði Ekvadór und­an­farin ár. Frá þessu er greint í frétt RÚV. Krist­inn Hrafns­son, tals­maður Wiki­leaks, segir í sam­tali við RÚV að Assange hafi verið til­kynnt á síð­ustu mín­útum að stjórn­völd í Ekvadór hefðu tekið til baka diplómat­íska vernd og að hann yrði að yfir­gefa sendi­ráð­ið.

Krist­inn segir jafn­framt að Assange hafi verið hand­tek­inn innan veggja sendi­ráðs­ins og að hann hafi verið hand­tek­inn vegna þess að bresk stjórn­völd telji hann hafa rofið trygg­ingu þegar hann sótti um póli­tískt hæli í Ekvadór. „Þetta er yfir­leitt minni­háttar brot og er yfir­leitt lokið með dóms­sátt,“ segir hann.

Assange sótti um hæli í Ekvadór vegna rann­sóknar sænskra stjórn­valda á ásök­unum um kyn­ferð­is­brot en fram kemur í frétt BBC að málið hafi verið fellt nið­ur. Assange verður leiddur fyrir dóm­ara við dóm­stól­inn í West­min­ster eins fljótt og auðið er.

Auglýsing

Krist­inn seg­ist eiga von á því að nú taki við önnur bar­átta, að fram­sal­skrafa komi frá Banda­ríkj­unum sem teng­ist ákæru sem hafi verið gefin út með leynd en hafi feng­ist stað­fest.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent