DV reynir að selja flokkum kostaða umfjöllun um þriðja orkupakkann

Fjölmiðillinn DV hefur sent tilboð á stjórnmálaflokka og boðið þeim að greiða 70 þúsund krónur fyrir að koma sjónarmiðum sínum um þriðja orkupakkann á framfæri.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Mark­aðs­ráð­gjafi á vegum DV reyndi að selja nokkrum íslenskum stjórn­mála­flokkum pláss í sér­blaði DV um þriðja orku­pakk­ann þar sem þeir gætu kynnt afstöðu sína til máls­ins.

Verð fyrir heil­síðu í umræddu sér­blaði á að vera 70 þús­und krónur án virð­is­auka­skatts auk þess sem greinin myndi birt­ast á DV.­is.

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að póst­ur­inn hafi ekki borist til allra stjórn­mála­flokka, en Sam­fylk­ingin og Vinstri græn fengu hann hið minnsta. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hann ekki borist til Pírata.

Auglýsing

Í póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að hægt sé að vinna efnið á tvenna vegu hafi stjórn­mála­flokk­arnir áhuga á að kaupa sér umfjöll­un. Annað hvort myndu þeir sjálfir skrifa það og senda inn eða blaða­kona frá DV myndi sjá um að skrifa kynn­ing­una.

Í póst­inum stend­ur, eins og hann var send­ur, m.a.: „Þetta verður flott umfjöllun þar sem flokkar gera kynnt sína afstöðu gagn­vart 3. Orku­pakk­ans og gert grein fyrir plúsum og mínus­um.“

Sá sem er skrif­aður fyrir póst­inum er mark­aðs­ráð­gjafi á aug­lýs­inga­deild DV, Helgi Fann­ar.

Á Vísi er haft eftir Ein­ari Þór Sig­urðs­syni, starf­andi rit­stjóra DV, að til­boðið sé ekki á vegum rit­stjórnar mið­ils­ins. Þar segir Einar Þór að honum finn­ist sjálfum til­boðið vera „á grens­unn­i.“

Fjár­magnað með huldufé

Miklar svipt­ingar hafa verið innan DV og tengdra miðla miðla und­an­farin mis­s­eri. Frjáls fjöl­miðlun ehf. keypti í haustið 2017 fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 43,6 millj­­­­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­­­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017 og fram að ára­­­­­mót­­­­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­­­­urður G. Guð­jóns­­­­­son lög­­­­­­­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­­­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­­­­nefnd.

Ekk­ert liggur fyrir um hvernig kaupin á fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu voru fjár­mögn­uð. Stundin greindi frá því í októ­ber í fyrra að félag Sig­urðar G. hefði fengið 475 millj­óna króna lán frá óþekktum aðilum á árinu 2017 til að kaupa rekst­ur­inn og fjár­magna hann. Sig­urður hefur ekki viljað upp­lýsa um hver veitti félagi hans lán­ið. 

Um síð­ustu mán­að­ar­mót sagði Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­son, sem hafði verið aðal­rit­stjóri DV frá því í des­em­ber 2017, upp störfum og réð sig til Hring­braut­ar. 

Fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar er fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Karl Garð­ars­son

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent