DV reynir að selja flokkum kostaða umfjöllun um þriðja orkupakkann

Fjölmiðillinn DV hefur sent tilboð á stjórnmálaflokka og boðið þeim að greiða 70 þúsund krónur fyrir að koma sjónarmiðum sínum um þriðja orkupakkann á framfæri.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Mark­aðs­ráð­gjafi á vegum DV reyndi að selja nokkrum íslenskum stjórn­mála­flokkum pláss í sér­blaði DV um þriðja orku­pakk­ann þar sem þeir gætu kynnt afstöðu sína til máls­ins.

Verð fyrir heil­síðu í umræddu sér­blaði á að vera 70 þús­und krónur án virð­is­auka­skatts auk þess sem greinin myndi birt­ast á DV.­is.

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að póst­ur­inn hafi ekki borist til allra stjórn­mála­flokka, en Sam­fylk­ingin og Vinstri græn fengu hann hið minnsta. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hann ekki borist til Pírata.

Auglýsing

Í póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að hægt sé að vinna efnið á tvenna vegu hafi stjórn­mála­flokk­arnir áhuga á að kaupa sér umfjöll­un. Annað hvort myndu þeir sjálfir skrifa það og senda inn eða blaða­kona frá DV myndi sjá um að skrifa kynn­ing­una.

Í póst­inum stend­ur, eins og hann var send­ur, m.a.: „Þetta verður flott umfjöllun þar sem flokkar gera kynnt sína afstöðu gagn­vart 3. Orku­pakk­ans og gert grein fyrir plúsum og mínus­um.“

Sá sem er skrif­aður fyrir póst­inum er mark­aðs­ráð­gjafi á aug­lýs­inga­deild DV, Helgi Fann­ar.

Á Vísi er haft eftir Ein­ari Þór Sig­urðs­syni, starf­andi rit­stjóra DV, að til­boðið sé ekki á vegum rit­stjórnar mið­ils­ins. Þar segir Einar Þór að honum finn­ist sjálfum til­boðið vera „á grens­unn­i.“

Fjár­magnað með huldufé

Miklar svipt­ingar hafa verið innan DV og tengdra miðla miðla und­an­farin mis­s­eri. Frjáls fjöl­miðlun ehf. keypti í haustið 2017 fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 43,6 millj­­­­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­­­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017 og fram að ára­­­­­mót­­­­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­­­­urður G. Guð­jóns­­­­­son lög­­­­­­­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­­­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­­­­nefnd.

Ekk­ert liggur fyrir um hvernig kaupin á fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu voru fjár­mögn­uð. Stundin greindi frá því í októ­ber í fyrra að félag Sig­urðar G. hefði fengið 475 millj­óna króna lán frá óþekktum aðilum á árinu 2017 til að kaupa rekst­ur­inn og fjár­magna hann. Sig­urður hefur ekki viljað upp­lýsa um hver veitti félagi hans lán­ið. 

Um síð­ustu mán­að­ar­mót sagði Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­son, sem hafði verið aðal­rit­stjóri DV frá því í des­em­ber 2017, upp störfum og réð sig til Hring­braut­ar. 

Fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar er fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Karl Garð­ars­son

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent