DV reynir að selja flokkum kostaða umfjöllun um þriðja orkupakkann

Fjölmiðillinn DV hefur sent tilboð á stjórnmálaflokka og boðið þeim að greiða 70 þúsund krónur fyrir að koma sjónarmiðum sínum um þriðja orkupakkann á framfæri.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Mark­aðs­ráð­gjafi á vegum DV reyndi að selja nokkrum íslenskum stjórn­mála­flokkum pláss í sér­blaði DV um þriðja orku­pakk­ann þar sem þeir gætu kynnt afstöðu sína til máls­ins.

Verð fyrir heil­síðu í umræddu sér­blaði á að vera 70 þús­und krónur án virð­is­auka­skatts auk þess sem greinin myndi birt­ast á DV.­is.

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að póst­ur­inn hafi ekki borist til allra stjórn­mála­flokka, en Sam­fylk­ingin og Vinstri græn fengu hann hið minnsta. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hann ekki borist til Pírata.

Auglýsing

Í póst­in­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, segir að hægt sé að vinna efnið á tvenna vegu hafi stjórn­mála­flokk­arnir áhuga á að kaupa sér umfjöll­un. Annað hvort myndu þeir sjálfir skrifa það og senda inn eða blaða­kona frá DV myndi sjá um að skrifa kynn­ing­una.

Í póst­inum stend­ur, eins og hann var send­ur, m.a.: „Þetta verður flott umfjöllun þar sem flokkar gera kynnt sína afstöðu gagn­vart 3. Orku­pakk­ans og gert grein fyrir plúsum og mínus­um.“

Sá sem er skrif­aður fyrir póst­inum er mark­aðs­ráð­gjafi á aug­lýs­inga­deild DV, Helgi Fann­ar.

Á Vísi er haft eftir Ein­ari Þór Sig­urðs­syni, starf­andi rit­stjóra DV, að til­boðið sé ekki á vegum rit­stjórnar mið­ils­ins. Þar segir Einar Þór að honum finn­ist sjálfum til­boðið vera „á grens­unn­i.“

Fjár­magnað með huldufé

Miklar svipt­ingar hafa verið innan DV og tengdra miðla miðla und­an­farin mis­s­eri. Frjáls fjöl­miðlun ehf. keypti í haustið 2017 fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­sam­­­­­stæð­unn­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­varps­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.Frjáls fjöl­miðlun tap­aði 43,6 millj­­­­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­­­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­­­­semi í sept­­­­­em­ber 2017 og fram að ára­­­­­mót­­­­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­­­­urður G. Guð­jóns­­­­­son lög­­­­­­­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­­­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­­­­nefnd.

Ekk­ert liggur fyrir um hvernig kaupin á fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu voru fjár­mögn­uð. Stundin greindi frá því í októ­ber í fyrra að félag Sig­urðar G. hefði fengið 475 millj­óna króna lán frá óþekktum aðilum á árinu 2017 til að kaupa rekst­ur­inn og fjár­magna hann. Sig­urður hefur ekki viljað upp­lýsa um hver veitti félagi hans lán­ið. 

Um síð­ustu mán­að­ar­mót sagði Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­son, sem hafði verið aðal­rit­stjóri DV frá því í des­em­ber 2017, upp störfum og réð sig til Hring­braut­ar. 

Fram­kvæmda­stjóri Frjálsrar fjöl­miðl­unar er fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Karl Garð­ars­son

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent