Neftóbakssala heldur áfram að aukast

Neftóbakssala jókst í fyrra um 19 prósent og voru tæplega 45 tonn af neftóbaki seld árið 2018. Neftóbaksneysla er að aukast hjá fólki á þrítugsaldri sem og konum. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman um tíu prósent.

neftobak_800_030214.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur sala á nef­tó­baki fram­leiddu af ÁTVR auk­ist með hverju ári. Salan jókst um 19 pró­sent í fyrra og voru alls um 45 tonn af nef­tó­baki seld. Aftur á móti dróst salan saman á reyk­tó­baki um 10 pró­sent, á vindlum um 7 pró­sent og sígar­ettum um 3 pró­sent. Alls námu tekjur af tóbaks­sölu 9.4 millj­örðum króna í fyrra og jókst um 2 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi ÁTVR. 

Sala á nef­tó­baki stór­auk­ist á und­an­förnum árum

Um ald­ar­mótin var árleg sala af nef­tó­baki ríf­­lega 10 tonn en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­­tekn­ingin er að salan minn­k­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak var tvö­­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Síðan 2016 hafa verið sett sölu­met á hverju ári í sölu nef­tó­baks og í fyrra seld­ust tæp­lega 45 tonn af nef­tó­baki.

Gögn ÁTVR

Í jan­úar 2002 var fín­korna munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Kann­­anir sýna hins veg­ar að gróf­korna nef­tó­bak sem ÁTVR fram­­leiðir og sel­ur er í yfir­­­gnæf­andi til­­vika tekið í munn og að not­endum þess séu að stórum hluta ungt fólk. Í árs­­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2016 kom fram ap stofn­unin treysti sér ekki lengur til að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hafi leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu um hvernig eigi að greina á milli. En sala á munn­tó­baki er ólög­­leg en sala á nef­tó­baki lög­leg.

Auglýsing

Tóbaks­dollan nú á rúmar þrjú þús­und krónur

Þessi aukna neysla á nef­tó­baki hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­­ar, bæði vegna hækk­­­­unar á tóbaks­­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­­spurn­­­­ar. Verð­stýr­ing hefur þótt áhrifa­rík­asta leiðin til að draga úr tóbaks­notkun og hefur verð á dollu af nef­tó­baki hækkað um nokkur hund­ruð pró­sent á ára­tug með það fyrir augum að reyna að sporna við notkun þess í vör meðal ungs fólks. Tóbaks­­­­­­­gjald á nef­tó­bak hækk­­­­aði til að mynda um 100 pró­­­­sent 1. jan­úar 2013 og var hækkað aftur árið 2017. Nef­tó­baks­dolla ­kostar í dag um 3.300 krónur í mat­vöru­versl­unum Krón­unn­ar. 

Í tóbaks­könnun Gallup frá 2018 kemur fram 35 pró­sent þeirra sem taka í nefið eru að stað­aldri skemur en tvær vikur að klára venju­lega tóbaks­dós en 65 pró­sent svar­enda ­sögð­ust vera lengur en tvær vik­ur. ­Jafn­framt kom fram í könn­un­inni að þeir sem taka í nefið hafa tekið það að stað­aldri í 1 til 5 ár, 26 pró­sent skemur en í ár og 26 pró­sent í sex ár eða ­leng­ur. 

Í könnun frá því í fyrra um notkun tóbaks meðal Íslend­inga á vegum Land­læknis kemur fram að dag­leg ­notk­un ­tó­bak í vör hef­ur ­dreg­ist sam­an hjá yngsta ald­­ur­s­hópi karla, 18 til 24 ára, eða úr 23 pró­sent árið 2015 í 14 pró­sent árið 2018. Á hinn bóg­inn jókst dag­­leg not­k­un í ald­­ur­s­hópn­um 25 til 34 ára karla úr 7 pró­sent 2015 í 22 pró­sent árið 2018. 

Þá hefur það vakið athygli að sam­kvæmt könn­un­inni eru konur farnar að taka í auknum mæli tóbak í vör eða um 3 pró­sent kvenna taka tóbak í vör í ald­urs­hópnum 18 til 24 ára og rúm­lega 2 pró­sent meðal 25 til 34 ára. 

Sala á sterku áfengi jókst um 20 pró­sent 

Sala á léttvíni dróst saman. Mynd: Pexels

Á árinu 2018 komu rétt tæp­lega 5 millj­ónir við­skipta­vina í Vín­búðir ÁTVR. Í árs­reikn­ingi ÁTVR kemur fram að hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins dróst saman á milli ára og var 1,111 millj­ónir króna árið 2018 ­sam­an­borið við 1367 millj­ónir árið 2017. 

Tekjur ÁTVR af sölu áfengis voru 25.8 millj­arðar króna án vasks í fyrra og hækk­uðu um 3,2 pró­sent  á milli ára. Sala á sterku áfengi  jókst um 20 ­pró­sent en sala á létt­víni dróst saman um 3,3 pró­sent, þá jókst sala á bjór um 0,4 pró­sent. ÁTVR er alfarið í eigu íslenska rík­is­ins og var arður til­ ­rík­is­ins um millj­arður í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent