Neftóbakssala heldur áfram að aukast

Neftóbakssala jókst í fyrra um 19 prósent og voru tæplega 45 tonn af neftóbaki seld árið 2018. Neftóbaksneysla er að aukast hjá fólki á þrítugsaldri sem og konum. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman um tíu prósent.

neftobak_800_030214.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur sala á nef­tó­baki fram­leiddu af ÁTVR auk­ist með hverju ári. Salan jókst um 19 pró­sent í fyrra og voru alls um 45 tonn af nef­tó­baki seld. Aftur á móti dróst salan saman á reyk­tó­baki um 10 pró­sent, á vindlum um 7 pró­sent og sígar­ettum um 3 pró­sent. Alls námu tekjur af tóbaks­sölu 9.4 millj­örðum króna í fyrra og jókst um 2 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi ÁTVR. 

Sala á nef­tó­baki stór­auk­ist á und­an­förnum árum

Um ald­ar­mótin var árleg sala af nef­tó­baki ríf­­lega 10 tonn en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­­tekn­ingin er að salan minn­k­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak var tvö­­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Síðan 2016 hafa verið sett sölu­met á hverju ári í sölu nef­tó­baks og í fyrra seld­ust tæp­lega 45 tonn af nef­tó­baki.

Gögn ÁTVR

Í jan­úar 2002 var fín­korna munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Kann­­anir sýna hins veg­ar að gróf­korna nef­tó­bak sem ÁTVR fram­­leiðir og sel­ur er í yfir­­­gnæf­andi til­­vika tekið í munn og að not­endum þess séu að stórum hluta ungt fólk. Í árs­­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2016 kom fram ap stofn­unin treysti sér ekki lengur til að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hafi leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu um hvernig eigi að greina á milli. En sala á munn­tó­baki er ólög­­leg en sala á nef­tó­baki lög­leg.

Auglýsing

Tóbaks­dollan nú á rúmar þrjú þús­und krónur

Þessi aukna neysla á nef­tó­baki hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­­ar, bæði vegna hækk­­­­unar á tóbaks­­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­­spurn­­­­ar. Verð­stýr­ing hefur þótt áhrifa­rík­asta leiðin til að draga úr tóbaks­notkun og hefur verð á dollu af nef­tó­baki hækkað um nokkur hund­ruð pró­sent á ára­tug með það fyrir augum að reyna að sporna við notkun þess í vör meðal ungs fólks. Tóbaks­­­­­­­gjald á nef­tó­bak hækk­­­­aði til að mynda um 100 pró­­­­sent 1. jan­úar 2013 og var hækkað aftur árið 2017. Nef­tó­baks­dolla ­kostar í dag um 3.300 krónur í mat­vöru­versl­unum Krón­unn­ar. 

Í tóbaks­könnun Gallup frá 2018 kemur fram 35 pró­sent þeirra sem taka í nefið eru að stað­aldri skemur en tvær vikur að klára venju­lega tóbaks­dós en 65 pró­sent svar­enda ­sögð­ust vera lengur en tvær vik­ur. ­Jafn­framt kom fram í könn­un­inni að þeir sem taka í nefið hafa tekið það að stað­aldri í 1 til 5 ár, 26 pró­sent skemur en í ár og 26 pró­sent í sex ár eða ­leng­ur. 

Í könnun frá því í fyrra um notkun tóbaks meðal Íslend­inga á vegum Land­læknis kemur fram að dag­leg ­notk­un ­tó­bak í vör hef­ur ­dreg­ist sam­an hjá yngsta ald­­ur­s­hópi karla, 18 til 24 ára, eða úr 23 pró­sent árið 2015 í 14 pró­sent árið 2018. Á hinn bóg­inn jókst dag­­leg not­k­un í ald­­ur­s­hópn­um 25 til 34 ára karla úr 7 pró­sent 2015 í 22 pró­sent árið 2018. 

Þá hefur það vakið athygli að sam­kvæmt könn­un­inni eru konur farnar að taka í auknum mæli tóbak í vör eða um 3 pró­sent kvenna taka tóbak í vör í ald­urs­hópnum 18 til 24 ára og rúm­lega 2 pró­sent meðal 25 til 34 ára. 

Sala á sterku áfengi jókst um 20 pró­sent 

Sala á léttvíni dróst saman. Mynd: Pexels

Á árinu 2018 komu rétt tæp­lega 5 millj­ónir við­skipta­vina í Vín­búðir ÁTVR. Í árs­reikn­ingi ÁTVR kemur fram að hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins dróst saman á milli ára og var 1,111 millj­ónir króna árið 2018 ­sam­an­borið við 1367 millj­ónir árið 2017. 

Tekjur ÁTVR af sölu áfengis voru 25.8 millj­arðar króna án vasks í fyrra og hækk­uðu um 3,2 pró­sent  á milli ára. Sala á sterku áfengi  jókst um 20 ­pró­sent en sala á létt­víni dróst saman um 3,3 pró­sent, þá jókst sala á bjór um 0,4 pró­sent. ÁTVR er alfarið í eigu íslenska rík­is­ins og var arður til­ ­rík­is­ins um millj­arður í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent