Neftóbakssala heldur áfram að aukast

Neftóbakssala jókst í fyrra um 19 prósent og voru tæplega 45 tonn af neftóbaki seld árið 2018. Neftóbaksneysla er að aukast hjá fólki á þrítugsaldri sem og konum. Sala á vindlum og sígarettum dróst hins vegar saman um tíu prósent.

neftobak_800_030214.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur sala á nef­tó­baki fram­leiddu af ÁTVR auk­ist með hverju ári. Salan jókst um 19 pró­sent í fyrra og voru alls um 45 tonn af nef­tó­baki seld. Aftur á móti dróst salan saman á reyk­tó­baki um 10 pró­sent, á vindlum um 7 pró­sent og sígar­ettum um 3 pró­sent. Alls námu tekjur af tóbaks­sölu 9.4 millj­örðum króna í fyrra og jókst um 2 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi ÁTVR. 

Sala á nef­tó­baki stór­auk­ist á und­an­förnum árum

Um ald­ar­mótin var árleg sala af nef­tó­baki ríf­­lega 10 tonn en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­­tekn­ingin er að salan minn­k­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak var tvö­­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Síðan 2016 hafa verið sett sölu­met á hverju ári í sölu nef­tó­baks og í fyrra seld­ust tæp­lega 45 tonn af nef­tó­baki.

Gögn ÁTVR

Í jan­úar 2002 var fín­korna munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Kann­­anir sýna hins veg­ar að gróf­korna nef­tó­bak sem ÁTVR fram­­leiðir og sel­ur er í yfir­­­gnæf­andi til­­vika tekið í munn og að not­endum þess séu að stórum hluta ungt fólk. Í árs­­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2016 kom fram ap stofn­unin treysti sér ekki lengur til að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hafi leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu um hvernig eigi að greina á milli. En sala á munn­tó­baki er ólög­­leg en sala á nef­tó­baki lög­leg.

Auglýsing

Tóbaks­dollan nú á rúmar þrjú þús­und krónur

Þessi aukna neysla á nef­tó­baki hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­­ar, bæði vegna hækk­­­­unar á tóbaks­­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­­spurn­­­­ar. Verð­stýr­ing hefur þótt áhrifa­rík­asta leiðin til að draga úr tóbaks­notkun og hefur verð á dollu af nef­tó­baki hækkað um nokkur hund­ruð pró­sent á ára­tug með það fyrir augum að reyna að sporna við notkun þess í vör meðal ungs fólks. Tóbaks­­­­­­­gjald á nef­tó­bak hækk­­­­aði til að mynda um 100 pró­­­­sent 1. jan­úar 2013 og var hækkað aftur árið 2017. Nef­tó­baks­dolla ­kostar í dag um 3.300 krónur í mat­vöru­versl­unum Krón­unn­ar. 

Í tóbaks­könnun Gallup frá 2018 kemur fram 35 pró­sent þeirra sem taka í nefið eru að stað­aldri skemur en tvær vikur að klára venju­lega tóbaks­dós en 65 pró­sent svar­enda ­sögð­ust vera lengur en tvær vik­ur. ­Jafn­framt kom fram í könn­un­inni að þeir sem taka í nefið hafa tekið það að stað­aldri í 1 til 5 ár, 26 pró­sent skemur en í ár og 26 pró­sent í sex ár eða ­leng­ur. 

Í könnun frá því í fyrra um notkun tóbaks meðal Íslend­inga á vegum Land­læknis kemur fram að dag­leg ­notk­un ­tó­bak í vör hef­ur ­dreg­ist sam­an hjá yngsta ald­­ur­s­hópi karla, 18 til 24 ára, eða úr 23 pró­sent árið 2015 í 14 pró­sent árið 2018. Á hinn bóg­inn jókst dag­­leg not­k­un í ald­­ur­s­hópn­um 25 til 34 ára karla úr 7 pró­sent 2015 í 22 pró­sent árið 2018. 

Þá hefur það vakið athygli að sam­kvæmt könn­un­inni eru konur farnar að taka í auknum mæli tóbak í vör eða um 3 pró­sent kvenna taka tóbak í vör í ald­urs­hópnum 18 til 24 ára og rúm­lega 2 pró­sent meðal 25 til 34 ára. 

Sala á sterku áfengi jókst um 20 pró­sent 

Sala á léttvíni dróst saman. Mynd: Pexels

Á árinu 2018 komu rétt tæp­lega 5 millj­ónir við­skipta­vina í Vín­búðir ÁTVR. Í árs­reikn­ingi ÁTVR kemur fram að hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins dróst saman á milli ára og var 1,111 millj­ónir króna árið 2018 ­sam­an­borið við 1367 millj­ónir árið 2017. 

Tekjur ÁTVR af sölu áfengis voru 25.8 millj­arðar króna án vasks í fyrra og hækk­uðu um 3,2 pró­sent  á milli ára. Sala á sterku áfengi  jókst um 20 ­pró­sent en sala á létt­víni dróst saman um 3,3 pró­sent, þá jókst sala á bjór um 0,4 pró­sent. ÁTVR er alfarið í eigu íslenska rík­is­ins og var arður til­ ­rík­is­ins um millj­arður í fyrra.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent