Atvinnuleysi minnkar á milli mánaða

Atvinnuleysi í mars mældist 2,9 prósent og minnkaði á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Atvinnu­þát­taka í mars var 1,9 pró­sent meira í mars en í febr­úar og var í heild­ina 82,7 pró­sent. Atvinnu­leysi lækk­aði um 0,3 pró­sent á milli mán­aða og er nú 2,9 pró­sent.  Þetta kemur fram í árs­tíða­leið­réttum tölum Hag­stof­unn­ar. Sam­an­burður á mars 2019 og 2018 sýnir að starf­andi fólki fjölg­aði um fjögur þús­und og lækk­aði hlut­fallið um 0,1 pró­sent. Atvinnu­lausir í mars síð­ast­liðnum voru aftur á móti 1400 fleiri en sama mánuð í fyrra. 

Sé hins vegar litið til sein­ustu sex mán­uða lækk­aði hlut­fall starf­andi á vinnu­mark­aði lít­il­lega og atvinnu­leysi jókst. Alls eru nú sex þús­und ein­stak­lingar atvinnu­lausir og eru áber­andi fleiri karlar atvinnu­lausir en kon­ur. 3900 karlar voru atvinnu­lausir í mars, á móti 2100 kon­um. Á móti kemur að tæp­lega fjórtán þús­und fleiri karlar á vinnu­mark­aði á Íslandi en kon­ur. Alls eru tæp­lega 210 þús­und ein­stak­lingar á íslenskum vinnu­mark­aði í dag.

Auglýsing

Áhrif af falli WOW Air ekki komin fram

Eftir að WOW Air varð gjald­þrota hefur verið bent á að atvinnu­leysi gæti auk­ist og virkj­aði Vinnu­mála­stofnun til að mynda við­bragð­steymi til að þjón­usta það fólk sem missti starf sitt við fall félags­ins. Þá hefur einnig verið bent á að störf hjá fyr­ir­tækjum sem þjón­u­st­uðu WOW Air væru í hættu, auk þess sem við­búið væri að störfum gæti fækkað í ferða­þjón­ust­unni.

Þessar tölur Hag­stof­unnar ná hins­vegar ein­ungis fram til mars og því koma áhrifin af falli WOW Air ekki fram í þeim, en Unnur Sverr­is­dóttir sagði í við­tali við Rík­is­út­varpið að ótt­ast væri að á milli eitt til tvö þús­und gætu misst vinn­una. Kjarn­inn greindi frá því nýverið að grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Ana­lyt­ica til­tæki að óvissan í ferða­þjón­ust­unni væri meðal þeirra þátta sem helst ógn­uðu hag­vexti á Íslandi.

Atvinnu­þát­taka mest á Íslandi

Sam­kvæmt tölum OECD frá lok árs 2018 var hlut­fall ein­stak­linga á vinnu­mark­aði hæst á Íslandi af löndum OECD ríkj­anna en næsta ríki á eftir Íslandi var Sviss. Þá var Ísland með lang­mestu atvinnu­þátt­tök­una af Norð­ur­lönd­unum en sam­kvæmt fyrr­nefndum tölum OECD var atvinnu­þátt­taka rúm­lega sjö pró­sentum meiri á Íslandi en í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi, og tólf pró­sentu­stigum meiri en í Finn­landi.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent