Atvinnuleysi minnkar á milli mánaða

Atvinnuleysi í mars mældist 2,9 prósent og minnkaði á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Atvinnu­þát­taka í mars var 1,9 pró­sent meira í mars en í febr­úar og var í heild­ina 82,7 pró­sent. Atvinnu­leysi lækk­aði um 0,3 pró­sent á milli mán­aða og er nú 2,9 pró­sent.  Þetta kemur fram í árs­tíða­leið­réttum tölum Hag­stof­unn­ar. Sam­an­burður á mars 2019 og 2018 sýnir að starf­andi fólki fjölg­aði um fjögur þús­und og lækk­aði hlut­fallið um 0,1 pró­sent. Atvinnu­lausir í mars síð­ast­liðnum voru aftur á móti 1400 fleiri en sama mánuð í fyrra. 

Sé hins vegar litið til sein­ustu sex mán­uða lækk­aði hlut­fall starf­andi á vinnu­mark­aði lít­il­lega og atvinnu­leysi jókst. Alls eru nú sex þús­und ein­stak­lingar atvinnu­lausir og eru áber­andi fleiri karlar atvinnu­lausir en kon­ur. 3900 karlar voru atvinnu­lausir í mars, á móti 2100 kon­um. Á móti kemur að tæp­lega fjórtán þús­und fleiri karlar á vinnu­mark­aði á Íslandi en kon­ur. Alls eru tæp­lega 210 þús­und ein­stak­lingar á íslenskum vinnu­mark­aði í dag.

Auglýsing

Áhrif af falli WOW Air ekki komin fram

Eftir að WOW Air varð gjald­þrota hefur verið bent á að atvinnu­leysi gæti auk­ist og virkj­aði Vinnu­mála­stofnun til að mynda við­bragð­steymi til að þjón­usta það fólk sem missti starf sitt við fall félags­ins. Þá hefur einnig verið bent á að störf hjá fyr­ir­tækjum sem þjón­u­st­uðu WOW Air væru í hættu, auk þess sem við­búið væri að störfum gæti fækkað í ferða­þjón­ust­unni.

Þessar tölur Hag­stof­unnar ná hins­vegar ein­ungis fram til mars og því koma áhrifin af falli WOW Air ekki fram í þeim, en Unnur Sverr­is­dóttir sagði í við­tali við Rík­is­út­varpið að ótt­ast væri að á milli eitt til tvö þús­und gætu misst vinn­una. Kjarn­inn greindi frá því nýverið að grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Ana­lyt­ica til­tæki að óvissan í ferða­þjón­ust­unni væri meðal þeirra þátta sem helst ógn­uðu hag­vexti á Íslandi.

Atvinnu­þát­taka mest á Íslandi

Sam­kvæmt tölum OECD frá lok árs 2018 var hlut­fall ein­stak­linga á vinnu­mark­aði hæst á Íslandi af löndum OECD ríkj­anna en næsta ríki á eftir Íslandi var Sviss. Þá var Ísland með lang­mestu atvinnu­þátt­tök­una af Norð­ur­lönd­unum en sam­kvæmt fyrr­nefndum tölum OECD var atvinnu­þátt­taka rúm­lega sjö pró­sentum meiri á Íslandi en í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi, og tólf pró­sentu­stigum meiri en í Finn­landi.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent