Atvinnuleysi minnkar á milli mánaða

Atvinnuleysi í mars mældist 2,9 prósent og minnkaði á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Atvinnu­þát­taka í mars var 1,9 pró­sent meira í mars en í febr­úar og var í heild­ina 82,7 pró­sent. Atvinnu­leysi lækk­aði um 0,3 pró­sent á milli mán­aða og er nú 2,9 pró­sent.  Þetta kemur fram í árs­tíða­leið­réttum tölum Hag­stof­unn­ar. Sam­an­burður á mars 2019 og 2018 sýnir að starf­andi fólki fjölg­aði um fjögur þús­und og lækk­aði hlut­fallið um 0,1 pró­sent. Atvinnu­lausir í mars síð­ast­liðnum voru aftur á móti 1400 fleiri en sama mánuð í fyrra. 

Sé hins vegar litið til sein­ustu sex mán­uða lækk­aði hlut­fall starf­andi á vinnu­mark­aði lít­il­lega og atvinnu­leysi jókst. Alls eru nú sex þús­und ein­stak­lingar atvinnu­lausir og eru áber­andi fleiri karlar atvinnu­lausir en kon­ur. 3900 karlar voru atvinnu­lausir í mars, á móti 2100 kon­um. Á móti kemur að tæp­lega fjórtán þús­und fleiri karlar á vinnu­mark­aði á Íslandi en kon­ur. Alls eru tæp­lega 210 þús­und ein­stak­lingar á íslenskum vinnu­mark­aði í dag.

Auglýsing

Áhrif af falli WOW Air ekki komin fram

Eftir að WOW Air varð gjald­þrota hefur verið bent á að atvinnu­leysi gæti auk­ist og virkj­aði Vinnu­mála­stofnun til að mynda við­bragð­steymi til að þjón­usta það fólk sem missti starf sitt við fall félags­ins. Þá hefur einnig verið bent á að störf hjá fyr­ir­tækjum sem þjón­u­st­uðu WOW Air væru í hættu, auk þess sem við­búið væri að störfum gæti fækkað í ferða­þjón­ust­unni.

Þessar tölur Hag­stof­unnar ná hins­vegar ein­ungis fram til mars og því koma áhrifin af falli WOW Air ekki fram í þeim, en Unnur Sverr­is­dóttir sagði í við­tali við Rík­is­út­varpið að ótt­ast væri að á milli eitt til tvö þús­und gætu misst vinn­una. Kjarn­inn greindi frá því nýverið að grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Ana­lyt­ica til­tæki að óvissan í ferða­þjón­ust­unni væri meðal þeirra þátta sem helst ógn­uðu hag­vexti á Íslandi.

Atvinnu­þát­taka mest á Íslandi

Sam­kvæmt tölum OECD frá lok árs 2018 var hlut­fall ein­stak­linga á vinnu­mark­aði hæst á Íslandi af löndum OECD ríkj­anna en næsta ríki á eftir Íslandi var Sviss. Þá var Ísland með lang­mestu atvinnu­þátt­tök­una af Norð­ur­lönd­unum en sam­kvæmt fyrr­nefndum tölum OECD var atvinnu­þátt­taka rúm­lega sjö pró­sentum meiri á Íslandi en í Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi, og tólf pró­sentu­stigum meiri en í Finn­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat
Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent