Viðræður hafnar um fjármögnun samgöngumála

Forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa sett af stað stýrihóp til að hefja viðræður og móta tillögur um næstu skref í 102 milljarða fjármögnun samgönguuppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.

ríkisstjórnarleiðtogar katrín, bjarni og sigurður ingi
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa sett af stað stýrihóp til að hefja formlegar viðræður um næstu skref í uppbyggingu samganga á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Markmið viðræðanna er að móta sameiginlega sýn um fjármögn 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Framkvæmdir upp á rúma 100 milljarða 

Í viljayfirlýsingu frá 21. september 2018 lýsti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu yfir vilja til að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Settur var á fót verkefnishópur til að leiða þessar viðræður og skilaði hópurinn af sér skýrslu með tillögum að framkvæmdum á stofnvegum, innviðum Borgarlínu og hjólreiða til næstu 15 ár. 

Sigurður Ingi sagði í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í byrjun apríl að vinna starfs­hóp­ur­inn snerist ann­ars vegar um að full­kanna allar fjár­mögn­un­ar­leiðir og ná sam­stöðu milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um þær leiðir sem eigi að fara. „Við erum að tala um fram­kvæmd­ar­pakka eða fram­kvæmdir sem eru 102-105 millj­arðar á að lág­marki 15 árum. Myndu hefj­ast 2021. Þannig að þetta eru kannski rúmir sjö millj­arðar á ári,“ sagði Sigurður Ingi.

 

Sigurður Ingi sagði jafnframt í viðtalinu að ein þeirra sviðs­mynda sem skoðuð er af verkefnahópnum sé að setja upp gjald­töku til að stýra umferð inn á ákveðin svæði í höf­uð­borg­inni, til dæmis inn í mið­borg henn­ar. „Það er ein sviðs­myndin sem við erum að vinna eftir og munum gera í sam­starfi við sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í þeim til­gangi að ná fram þessum mark­miðum um örugg­ari og skil­virk­ari umferð en líka þessum loft­lags­mark­miðum okkar um betri loft­gæði. Við vitum að hér í Reykja­vík er illu heilli oft á tíðum bara ekki nógu gott ástand hvað varðar loft­gæði og við þurfum að gera eitt­hvað í því og umferðin er oft á tíðum stærsti þátt­ur­inn þar.“

Stýrihópurinn á skila tillögum fyrir lok maí 

Stýrihópur er skipaður af forsætisráðherra, samgöngur- og sveitastjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og formanni og varaformanni stjórnar SSH og borgarstjóra Reykjavíkur. Stýrihópuinn á meðal annars að vinna tillögur út frá skýrslu verkefnishópsins og fyrirliggjandi hugmyndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn á að skila tillögum fyrir lok maí 2019, þar á meðal beinum tillögur um bæði fjármögnun einstakra framkvæmda og verkefna ásamt verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. 

Auglýsing
Með stýrihópnum mun starfa sérfræðingahópur sem hefur það hlutverk að fjalla um mismunandi leiðir, valkosti og lausnir í viðræðunum, vinna drög að samningi og nauðsynlegri umgjörð um verkefnið til framtíðar sem lagðar verði fyrir aðila verkefnisins til samþykktar. 

Sérfræðingahópinn skipa Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Sigrún Ólafsdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Sigurður Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Birgir Björn Sigurjónsson tilnefndur af SSH, Guðrún Edda Finnbogadóttir tilnefnd af SSH og Páll Björgvin Guðmundsson tilnefnd af SSH.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent