RÚV vill hlut í hagnaði kvikmyndaframleiðenda

Kvikmyndaframleiðendur telja RÚV reyna að ná til sín endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar með breyttum samningsskilmálum. RÚV vill nota hagnað sjálfstæðra framleiðenda af sjónvarpsefni til að fjárfesta í innlendri dagskrárgerð.

ruv-i-desember_15811781087_o.jpg
Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins (SI) og Sam­band íslenskra kvik­mynda­fram­leið­enda (SÍK) saka Rík­is­út­varpið um að blása út eign­ar­hlut sinn í aðkeyptu dag­skrár­efni. Það sé gert með því að reikna fram­leiðslu­kostnað út frá heild­ar­kostn­aði að frá­dreg­inni end­ur­greiðslu. Sam­tökin segja skil­mála­breyt­ingar á samn­ingum við sjálf­stæða fram­leið­endur hafa verið gerðar án aðkomu þeirra.

Breyt­ing­arnar fel­ast fyrst og fremst í því að í stað þess að RÚV greiði ein­göngu fyrir sýn­ing­ar­rétt greiðir fyr­ir­tækið nú ann­ars vegar fyrir sýn­ing­ar­rétt og hins­vegar fyrir eign­ar­hlut í dag­skrár­efn­inu.

Með því að eign­ast eign­ar­hlut í verk­efn­unum fær RÚV jafn­framt hlut­deild í mögu­legum hagn­aði sem verður af verk­efn­un­um. Þann hagnað hyggst fyr­ir­tækið svo nota til að fjár­magna inn­lenda dag­skrár­gerð.

Vilji meira fyrir minna

Sig­ríður Mog­en­sen, sviðs­stjóri hug­verka­sviðs SI, hef­ur haldið utan um málið fyrir hönd  sam­tak­anna. Hún segir að mik­il­vægt sé að kom­ist verði að sátt um það hvernig aðkomu RÚV að fram­leiðslu dag­skrár­efnis sé háttað og að ef fyr­ir­tækið eigi að eign­ast hlut­deild í þeim verk­efnum sem þeir kaupi sýn­ing­ar­rétt­inn að þurfi allir aðilar að kom­ast að sam­komu­lagi um hvernig eign­ar­hlut­ur­inn skuli reikn­að­ur.

Auglýsing
Birgir Sig­fús­son, fram­kvæmda­stjóri miðla hjá RÚV, segir fyr­ir­tækið telja þetta fyr­ir­komu­lag fela í sér betri með­ferð á opin­beru fé en það fyr­ir­komu­lag að borga ein­göngu fyrir sýn­ing­ar­rétt. Bæði SI og SÍK segja hins­vegar að með því að reikna end­ur­greiðslur inn í eign­ar­hlut sinn sé RÚV að teygja sig í fjár­magn sem ætlað er sjálf­stæðum fram­leið­end­um. End­ur­greiðsl­urnar geta numið hund­ruð millj­óna vegna sér­stak­lega stórra verk­efna.

Birgir neitar því í sam­tali við Kjarn­ann að RÚV hafi nokkurn tím­ann leit­ast eftir hlut­deild í end­ur­greiðsl­un­um. Hann segir þó að fyr­ir­tækið hafi í ein­hverjum til­vikum reiknað eign­ar­hlut sinn í aðkeyptu dag­skrár­efni að teknu til­liti til end­ur­greiðsl­unn­ar, það sé þó ekki algilt verk­lag.

Aðilar innan kvik­mynda­iðn­að­ar­ins sem Kjarn­inn ræddi við segja að RÚV sé ekki ein­ungis teygja sig í opin­bert fjár­magn sem ætlað sé til að styðja við sjálf­stæða kvik­mynda­gerð, heldur sé fyr­ir­tækið að reyna að fá meira en borga minna. Heim­ildir Kjarn­ans herma að í að minnsta kosti einu til­viki hafi RÚV farið fram á að eign­ast 40 pró­senta hlut í einu verk­efni þrátt fyrir að greiða ein­göngu fimmtán pró­sent af heild­ar­kostn­aði við fram­leiðslu þess. Slíkur eign­ar­hlutur hleypur á hund­ruðum millj­óna. Birgir neitar því alfarið að RÚV hafi nokkurn tím­ann farið fram á eða eign­ast svo stóran hlut í verk­efnum sem það hefur verið með­fram­leið­andi að.

Fjár­magn ætlað í sýn­ing­ar­rétt

Sú skoðun virð­ist ríkj­andi innan kvik­mynda­iðn­að­ar­ins að óeðli­legt sé að fyr­ir­tæki í eigu hins opin­bera, sem fái fjár­magn af fjár­lögum hvers árs sé að sækja á þennan hátt í fjár­magn sem ætlað sé til að styðja við sjálf­stæða fram­leið­end­ur. Birgir segir að RÚV telji sig alls ekki vera á gráu svæði og að fyr­ir­tækið fylgi lögum og reglum að öllu leyti. Loka­tak­markið sé ávallt að styðja við sjálf­stæða, inn­lenda kvik­mynda­gerð.

Þeir sem Kjarn­inn ræddi við innan kvik­mynda­iðn­að­ar­ins segja að fjár­magnið sem RÚV fái á fjár­lögum hvers árs sé ætlað til kaupa á sýn­ing­ar­rétti en ekki til fjár­fest­ingar í kvik­mynda­gerð. Árið 2018 fékk RÚV rúma fjóra millj­arða af fjár­lögum auk þess að sækja sér yfir tvo millj­arða af aug­lýs­inga­fé. Þetta mikla fjár­magn, auk þess að RÚV hefur skyldu sam­kvæmt lögum til að kaupa inn­lent dag­skrár­efni, gerir það að verkum að fyr­ir­tækið er langstærsti kaup­and­inn að inn­lendu efni.

Auglýsing
Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans er upp­lifun margra fram­leið­enda sú að RÚV neyti afls­muna við samn­inga­gerð og not­færi sér stærð sína á mark­aðnum til að þrýsta á fram­leið­end­ur. Það eigi sér­stak­lega við um fram­leið­endur heim­ilda­mynda þar sem RÚV sé eina sjón­varps­stöðin á Íslandi sem kaupi og sýni heim­ilda­mynd­ir.

Sig­ríður vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir að erfitt sé fyrir fram­leið­endur að standa á móti jafn stórum aðila á mark­að­inum og RÚV er. Það eigi sér­stak­lega við um minni fram­leið­end­ur.

Það kemur Birgi á óvart að þetta sé upp­lifun ein­hverra innan kvik­mynda­iðn­að­ar­ins og segir hann að RÚV eigi í miklu og góðu sam­starfi við alla fram­leið­end­ur. Hann segir einnig að Sjón­varp Sím­ans sé orð­inn stór aðili í kaupum á inn­lendu efni og því sé stærð­ar­mun­ur­inn ekki jafn mik­ill og áður.

Aðilar verði að vera sam­mála

Birgir segir að ástæða þess að RÚV fari fram á eign­ar­hlut í verk­efn­unum sé að þannig geti fyr­ir­tækið betur stutt við inn­lendan kvik­mynda­iðn­að. Það sé ávallt enda­tak­markið með því að fjár­festa í dag­skrár­gerð í stað þess að kaupa ein­göngu sýn­ing­ar­rétt og að þessi háttur feli í sér betri með­ferð á opin­beru fé.

Hann segir að fyr­ir­tækið hafi skuld­bundið sig til að nýta þann hagnað sem mögu­lega geti skap­ast til þess að fjár­festa enn frekar í inn­lendri dag­skrár­gerð. Til þess hafi þó ekki enn komið þar sem um hafi verið að ræða verk­efni sem ekki hafi verið arð­bær.

Sig­ríður segir að þó að þessi verk hafi ekki skilað hagn­aði enn sem komið er sé verið að hugsa til fram­tíð­ar. Eftir því sem íslenskur kvik­mynda­iðn­aður verður virt­ari séu meiri líkur á að þau skili hagn­aði og að þeir aðilar sem eigi hlut að máli verði að vera sam­mála um hvernig þeim hagn­aði sé ráð­staf­að.

Hún segir að SI og SÍK hafi fengið þær upp­lýs­ingar á fundum með RÚV að nota eigi þann hagnað sem fyr­ir­tækið hafi af verk­unum til að efla sjón­varps­sjóð sem eigi að nota til fjár­magna inn­lenda dag­skrár­gerð í fram­tíð­inni.

Gæti talist rík­is­styrkur

Í lög­fræði­á­liti sem SI og SÍK lét gera fyrir sig kemur fram marg­vís­leg gagn­rýni á þetta fyr­ir­komu­lag RÚV. Meðal ann­ars geti það talist til rík­is­styrkja að RÚV eign­ist hlut­deild í verk­un­um, þar sem fyr­ir­tækið komi ekki að öðru leyti að skipu­lagn­ingu eða fram­leiðslu en því að leggja til fjár­magn og taki ekki það sem kallað er „veru­leg fjár­hags­leg áhætta“.

Telj­ist fram­lag RÚV vera rík­is­styrkur geti það skapað fram­leið­endum marg­vís­leg vand­ræði þegar kemur að fjár­mögnun þeirra þátta og kvik­mynda sem verið er að fram­leiða. Í fyrsta lagi verði það til þess að lækka þann stofn sem end­ur­greiðslan úr rík­is­sjóði reikn­ast af. Í öðru lagi geti það orðið til þess að ekki fáist fjár­mögnun úr Creative Media Europe, evr­ópskum sjóði sem íslenskir fram­leið­endur geta sótt um styrki úr, þar sem reglur sjóðs­ins banni að verk sem fengið hafi fjár­magn frá ríki fái styrki úr sjóðum þess. Í versta falli geti þetta orðið til þess að fram­leið­endur verði að end­ur­greiða þá styrki sem þeir hafa feng­ið.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­ríður að telj­ist fjár­fest­ing RÚV vera rík­is­styrkur sé þetta tif­andi tíma­sprengja. Um sé að ræða umtals­verðar upp­hæðir sem gæti reynst erfitt fyrir fyr­ir­tæki að greiða til baka og koma verði í veg fyrir að slíkar aðstæður skap­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar