Ein milljón dýra- og plöntutegunda í útrýmingarhættu

Vegna ágangs manna á náttúruna á síðustu áratugum á sér nú stað fordæmalaus hnignun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Allt að fjórðungur plöntu- og dýrategunda eru nú í útrýmingarhættu.

Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Auglýsing

Líf­fræði­leg­ur ­fjöl­breyti­leiki jarð­ar­innar er í gíf­ur­legri hættu vegna ágangs manna á nátt­úr­una á síð­ustu ára­tug­um. Nú eru alls fjórð­ungur dýra- og plöntu­teg­unda á jörð­inni í útrým­ing­ar­hættu eða allt að ein milljón teg­unda. Þetta kemur fram í nýrri og umfangs­mik­illi skýrslu á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna um stöðu líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og vist­kerfi jarð­ar­inn­ar. 

For­dæma­laus hnignun líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika og nátt­úru

Skýrslan er unnin af IP­BES, Inter­­­govern­­­mental Sci­ence-Poli­cy Plat­­­form on Biod­i­versity and Ecosy­­­stem Services, sem er stofn­unin á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræð­i­­legan fjöl­breyt­i­­leika og vist­­kerfi. Skýrslan er alls 1.800 blað­síður og var unnin af 450 vís­inda­mönn­um. Í skýrsl­unni er kallað eft­ir taf­ar­lausum­ að­gerðum og varað er við því að ef ekk­ert verði gert munu kom­andi kyn­slóðir finna fyrir þeim alvar­legu afleið­ingum sem hrun lífs­kerfa sem sjá mann­inum fyrir mat og hreinu vatni fela í sér.

Kate Brauman, einn höf­undur skýrsl­unn­ar, segir í sam­tali við BBC að skýrslan sýni fram á virki­lega for­dæma­lausa hnign­un líf­fræði­legs ­fjöl­breyti­leika og nátt­úru. „Þetta er alger­lega ólíkt nokkru sem við höfum séð í sögu mann­kyns­ins hvað varðar hraða hnign­un­ar­innar og umfang ógn­ar­inn­ar,“ segir Brauman 

Auglýsing

Tap búsvæðis mesta ógnin

Frá árinu 1970 hefur mann­kynið tvö­faldast, hag­kerfi heims­ins fjór­fald­ast og alþjóð­leg við­skipti tífald­ast. Í skýrsl­unni er rakið hvernig hin sí­vax­andi eft­ir­spurnar mann­kyns­ins eftir mat­vælum og orku hefur haft í för með sér gríð­ar­lega eyði­legg­ing­u á nátt­úr­unni. Meira en þriðj­ungur lands og um 75 pró­sent fersk vatns er nú varið til búfjár­rækt­unar og ann­arrar land­bún­að­ar­rækt­un­ar. ­Jafn­framt er nú um þriðj­ungur fiski­stofna heims­ins ofveidd­ir. Kór­al­rif hafa minnkað um nærri því helm­ing á 150 árum og jarð­vegur stendur nú undir tæp­lega fjórð­ungi minni land­bún­að­ar­fram­leiðslu en áður vegna eyð­ingar hans. 

Auk þess­arar gríð­ar­legrar land­nýt­ingar sem gengur á búsvæði líf­vera hafa menn einnig valdið menn stór­tækum spjöllum á nátt­úr­unn­i. Frá árinu 1980 hefur út­blástur gróð­ur­­húsa­­teg­unda tvö­­fald­ast og með­al­­hiti jarðar hefur hækkað um 0,7 gráður á sels­í­us. Á sama tíma hefur plast­mengun auk­ist tífalt frá 1980 og árlega dæla menn 300 til 400 millj­ónum tonna af þunga­málm­um, upp­­­leysan­­legum efnum og öðrum úr­­gangi í vötn og sjó um allan heim. Þá hefa á­burðir sem endað hafa í vist­­kerfum við strendur hafa búið til um 400 dauð svæði í sjónum sem sam­svarar um 245 þús­und fer­kíló­­metr­um.  

Þetta gríð­ar­lega vist­fræði­legt fót­spor mann­kyns­ins gerir það að verkum að hálf milljón teg­unda hafa ekki búsvæði til fram­tíðar og munu þessar teg­undir deyja út út innan fárra ára­tuga ef ekki verður brugð­ist við. 

Hægt að snúa þró­un­inni við

Í skýrsl­unni er ítrekað á það sé jafn mik­il­vægt að bjarga teg­undum í útrým­ing­ar­hættu eins og að takast á við loft­lags­breyt­ingar enda hald­ast þessi vanda­mál í hend­ur. Bæði vanda­­málin ýti undir hvert annað þar sem hlýrri heimur þýði færri teg­undir og minni líf­fræð­i­­legur fjöl­breyt­i­­leiki þýði færri tré og plöntur til að fjar­lægja kol­tví­­­sýr­ing úr loft­inu.

Robert Watson, for­svars­maður skýrsl­unn­ar, segir að þessi staða sé ógn við lífs­við­ur­væri mann­kyns­ins. „Heil­brigði vist­­kerfa sem við öll og aðrar teg­undir treysta á fer hrak­andi hraðar en við höfum séð áður. Við erum að eyða grunni hag­­kerfa okk­ar, lífs­við­ur­­væris okk­ar, mat­ar­­­ör­ygg­is, heil­brigðis og lífs­­gæða okkar um allan heim,“  

Tekið er fram í skýrsl­unn­i að hægt sé að snúa þró­un­inni við en til þess þurf­i grund­vall­ar breyt­ingar á því hvernig mann­kynið ræktar mat, fram­leiðir orku, tekst á loft­lags­breyt­ing­um og dregur úr sóun. Því er kallað eftir sam­eig­in­legu átaki rík­is­stjórna, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent