Hatari verður með í úrslitakeppni Eurovision í Ísrael á laugardaginn. Það varð ljóst í kvöld, þegar allar 17 þjóðirnar höfðu flutt sín lög, en tíu komust áfram.
Þetta var fyrra undanúrslitakvöldið, en hið seinna verður á fimmtudaginn, og síðan úrslitakvöld 20 þjóða á laugardaginn.
Þetta var í fyrsta skipti í fjögur ár sem Ísland kemst áfram upp úr undanúrslitunum, og sagði Gísli Marteinn Baldursson, kynnir keppninnar á RÚV, að eyðimerkugöngunni væri lokið.
Auglýsing