Í ljósi síðustu atburða er augljóst, og hefur blasað við í einhvern tíma, að það fyrirkomulag sem nú er stuðst við á Alþingi í tengslum við siðamál er fullkomnlega ótækt – og Alþingi ræður ekki við það hlutverk eitt og sér að lagfæra það.
Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag. Hann mun fara fram á það að Alþingi kalli eftir aðstoð Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu við að koma þessum málum í sómasamlegt horf.
Greint hefur verið frá fyrstu niðurstöðu siðanefnar Alþingi en nefndin telur að ummæli þingflokksformanns Pírata, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, sem hún lét falla þann 25. febrúar 2018 um akstursgreiðslur til þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Ásmundar Friðrikssonar, hafi ekki verið í samræmi við siðareglur fyrir alþingismenn.
Í stöðuuppfærslu Loga kemur jafnframt fram að lýðræðis- og mannréttindastofnun ÖSE hafi meðal annars það hlutverk að aðstoða aðildarríki í viðleitni þeirra til að koma á og viðhalda góðum stjórnarháttum og trausti almennings. Liður í því sé að aðstoða þjóðþing aðildarríkjanna við að setja sér siðareglur.
Lýðræðis- og mannréttindastofnun ÖSE hefur meðal annars það hlutverk að aðstoða aðildarríki í viðleitni þeirra til að...
Posted by Logi Einarsson on Friday, May 17, 2019