Sólveig Anna: Niðurstaða siðanefndar aumkunarverð og til marks um siðleysi

Formaður Eflingar gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar Alþingis harðlega.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, telur nið­ur­stöðu siða­nefndar Alþingis vera aumk­un­ar­verða og til marks um sið­leysi þeirra sem að henni kom­ast. Frá þessu greinir hún á Face­book-­síðu sinni í dag. 

­Til­efni skrifa for­manns­ins er að siða­­nefnd Alþingis hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata, sem hún lét falla þann 25. febr­­­úar 2018 um akst­­ur­s­greiðslur þings­ins til Ásmundar Frið­­riks­­son­­ar, þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­­reglur fyrir alþing­is­­­menn.

„Þór­hildur Sunna segir sann­leik­ann, það sem öll með heila hugsa, bendir rök­föst á yfir­gengi­lega spill­ingu, ekki til að „bæta ímynd“ (að „bæta ímynd“ er verk­efni þeirra sem vita að inni­haldið er rotið og þess­vegna þarf að gæta þess að yfir­borðið sé slétt og fellt) eða til að slá sig til ridd­ara heldur vegna þess að hún er með sið­ferð­is­kennd og vegna þess að að ef þú sæk­ist eftir áhrifum og ert með sið­ferð­is­kennd þá ber þér ein­fald­lega skylda til að segja sann­leik­ann,“ skrifar Sól­veig Anna.

Auglýsing

Sól­veig Anna segir að fyrir þetta skuli Þór­hildi Sunnu nú refs­að, fyrir að geta ekki þagað þegar hún verði vitni að skammar­legu og sið­lausu fram­ferði. „Ref­sigleði valda­stétt­ar­innar gagn­vart þeim sem dirfast að segja satt er aumk­un­ar­verð; þegar ekki er lengur hægt að treysta því að sam­trygg­ingin virki, þegar ekki er lengur hægt að treysta því að fégræðgin ráði för hjá fólki þegar kemur að mögu­leikum á því að kom­ast í pen­inga er náð í sápuna og óþekka konan látin bíta í hana, henni til refs­ingar og öðrum til aðvör­unn­ar.“

Þór­hildur Sunna seg­ist sjálf ekki ætla að sætta sig við nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar­innar og telur hún að ef nið­ur­staðan fái að standa séu skila­­boðin til okkar allra þau að það sé verra að benda á vanda­­málin en að vera sá sem skapar þau. „Ég er alger­­lega búin að fá nóg af slíkri með­­­virkn­i,“ segir hún.

Þór­hildur Sunna segir sann­leik­ann, það sem öll með heila hugsa, bendir rök­föst á yfir­gengi­lega spill­ingu, ekki til að "...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Fri­day, May 17, 2019


Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent