Sólveig Anna: Niðurstaða siðanefndar aumkunarverð og til marks um siðleysi

Formaður Eflingar gagnrýnir niðurstöðu siðanefndar Alþingis harðlega.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, telur nið­ur­stöðu siða­nefndar Alþingis vera aumk­un­ar­verða og til marks um sið­leysi þeirra sem að henni kom­ast. Frá þessu greinir hún á Face­book-­síðu sinni í dag. 

­Til­efni skrifa for­manns­ins er að siða­­nefnd Alþingis hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata, sem hún lét falla þann 25. febr­­­úar 2018 um akst­­ur­s­greiðslur þings­ins til Ásmundar Frið­­riks­­son­­ar, þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­­reglur fyrir alþing­is­­­menn.

„Þór­hildur Sunna segir sann­leik­ann, það sem öll með heila hugsa, bendir rök­föst á yfir­gengi­lega spill­ingu, ekki til að „bæta ímynd“ (að „bæta ímynd“ er verk­efni þeirra sem vita að inni­haldið er rotið og þess­vegna þarf að gæta þess að yfir­borðið sé slétt og fellt) eða til að slá sig til ridd­ara heldur vegna þess að hún er með sið­ferð­is­kennd og vegna þess að að ef þú sæk­ist eftir áhrifum og ert með sið­ferð­is­kennd þá ber þér ein­fald­lega skylda til að segja sann­leik­ann,“ skrifar Sól­veig Anna.

Auglýsing

Sól­veig Anna segir að fyrir þetta skuli Þór­hildi Sunnu nú refs­að, fyrir að geta ekki þagað þegar hún verði vitni að skammar­legu og sið­lausu fram­ferði. „Ref­sigleði valda­stétt­ar­innar gagn­vart þeim sem dirfast að segja satt er aumk­un­ar­verð; þegar ekki er lengur hægt að treysta því að sam­trygg­ingin virki, þegar ekki er lengur hægt að treysta því að fégræðgin ráði för hjá fólki þegar kemur að mögu­leikum á því að kom­ast í pen­inga er náð í sápuna og óþekka konan látin bíta í hana, henni til refs­ingar og öðrum til aðvör­unn­ar.“

Þór­hildur Sunna seg­ist sjálf ekki ætla að sætta sig við nið­ur­stöðu siða­nefnd­ar­innar og telur hún að ef nið­ur­staðan fái að standa séu skila­­boðin til okkar allra þau að það sé verra að benda á vanda­­málin en að vera sá sem skapar þau. „Ég er alger­­lega búin að fá nóg af slíkri með­­­virkn­i,“ segir hún.

Þór­hildur Sunna segir sann­leik­ann, það sem öll með heila hugsa, bendir rök­föst á yfir­gengi­lega spill­ingu, ekki til að "...

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Fri­day, May 17, 2019


Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent