Taívan fyrst Asíuríkja til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra

Taív­an varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heim­ila hjónabönd sam­kyn­hneigðra. Mörg hundruð stuðningsmenn fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Taípei í morgun.

Taívan
Auglýsing

Taí­van varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heim­ila hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra en frum­varp þess efnis var sam­þykkt á þing­i Taí­van í morg­un. Stjórn­ar­skrár­dóm­stóll lands­ins hafði úrskurðað árið 2017 að fólk af sama kyni ætti rétt á að ganga í hjóna­band og var þing­inu gef­inn tveggja ára frestur til að leiða það í lög. Frá þessu er greint á vef BBC.

Fram­sækn­asta frum­varpið sam­þykkt

Í nóv­em­ber í fyrra var kosið um lög­leið­ingu hjóna­banda fólks af sama kyni í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla  í Taí­v­an. Þjóðin hafn­aði lög­leið­ing­unni en atkvæða­greiðslan var þó ekki bind­and­i. ­Þrjú frum­vörp voru síðan lögð fram um mál­efnið á þing­inu, tvö­ frum­varpanna voru á þann veg að ­sam­kyn­hneigð­u­m yrði ekki heim­ilað að ganga í form­legt hjóna­band heldur frekar að gera sátt­mála sín á milli. Á end­anum var hins vegar fram­sækn­asta frum­varpið sam­þykkt í þing­inu.

Mörg hund­ruð stuðn­ings­menn fögn­uðu nið­ur­stöð­unni fyrir utan þing­húsið í höf­uð­borg­inn­i Taípei í morgun en bar­átt­u­­fólk fyr­ir rétt­ind­um LG­BT-­fólks á eyj­unni hef­ur bar­ist fyr­ir jafn­­rétti þegar kem­ur að hjóna­­bönd­um í mörg ár. 

Auglýsing

Von­ast til þess að fleiri ríki í Asíu fylgi for­dæmi Taí­van

Í umfjöll­un BBC ­segir að for­svars­menn mann­rétt­inda­sam­taka von­ast til þess að þessar vend­ingar í Taí­van muni leiða til að fleiri ríki Asíu sam­þykki sam­bæri­leg lög en Taí­van hefur lengi leitt bar­áttu sam­kyn­hneigðra í Asíu. 

Í sept­em­ber í fyrra úrskurð­aði Hæsti­réttur Ind­lands að kyn­líf sam­kyn­hneigðra væri ekki lengur glæp­sam­legt þar í land­i. Í Kína eru hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra enn ólög­leg en síðan 1997 hefur sam­kyn­hneigð ekki verið glæp­sam­leg þar í landi. Í Ví­etna­m eru brúð­kaups­veislur sam­kyn­hneigðra ekki lengur glæp­sam­legar en landið hefur ekki enn lög­leitt hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra.

Mynd: AFP

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent