Taívan fyrst Asíuríkja til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra

Taív­an varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heim­ila hjónabönd sam­kyn­hneigðra. Mörg hundruð stuðningsmenn fögnuðu niðurstöðunni fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Taípei í morgun.

Taívan
Auglýsing

Taí­van varð í dag fyrst ríkja í Asíu til þess að heim­ila hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra en frum­varp þess efnis var sam­þykkt á þing­i Taí­van í morg­un. Stjórn­ar­skrár­dóm­stóll lands­ins hafði úrskurðað árið 2017 að fólk af sama kyni ætti rétt á að ganga í hjóna­band og var þing­inu gef­inn tveggja ára frestur til að leiða það í lög. Frá þessu er greint á vef BBC.

Fram­sækn­asta frum­varpið sam­þykkt

Í nóv­em­ber í fyrra var kosið um lög­leið­ingu hjóna­banda fólks af sama kyni í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla  í Taí­v­an. Þjóðin hafn­aði lög­leið­ing­unni en atkvæða­greiðslan var þó ekki bind­and­i. ­Þrjú frum­vörp voru síðan lögð fram um mál­efnið á þing­inu, tvö­ frum­varpanna voru á þann veg að ­sam­kyn­hneigð­u­m yrði ekki heim­ilað að ganga í form­legt hjóna­band heldur frekar að gera sátt­mála sín á milli. Á end­anum var hins vegar fram­sækn­asta frum­varpið sam­þykkt í þing­inu.

Mörg hund­ruð stuðn­ings­menn fögn­uðu nið­ur­stöð­unni fyrir utan þing­húsið í höf­uð­borg­inn­i Taípei í morgun en bar­átt­u­­fólk fyr­ir rétt­ind­um LG­BT-­fólks á eyj­unni hef­ur bar­ist fyr­ir jafn­­rétti þegar kem­ur að hjóna­­bönd­um í mörg ár. 

Auglýsing

Von­ast til þess að fleiri ríki í Asíu fylgi for­dæmi Taí­van

Í umfjöll­un BBC ­segir að for­svars­menn mann­rétt­inda­sam­taka von­ast til þess að þessar vend­ingar í Taí­van muni leiða til að fleiri ríki Asíu sam­þykki sam­bæri­leg lög en Taí­van hefur lengi leitt bar­áttu sam­kyn­hneigðra í Asíu. 

Í sept­em­ber í fyrra úrskurð­aði Hæsti­réttur Ind­lands að kyn­líf sam­kyn­hneigðra væri ekki lengur glæp­sam­legt þar í land­i. Í Kína eru hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra enn ólög­leg en síðan 1997 hefur sam­kyn­hneigð ekki verið glæp­sam­leg þar í landi. Í Ví­etna­m eru brúð­kaups­veislur sam­kyn­hneigðra ekki lengur glæp­sam­legar en landið hefur ekki enn lög­leitt hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra.

Mynd: AFP

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent