Segir fyrirkomulag í tengslum við siðamál fullkomnlega ótækt

Formaður Samfylkingarinnar mun fara fram á það að Alþingi kalli eftir aðstoð Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu við að koma siðamálum þingsins í sómasamlegt horf.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Í ljósi síð­ustu atburða er aug­ljóst, og hefur blasað við í ein­hvern tíma, að það fyr­ir­komu­lag sem nú er stuðst við á Alþingi í tengslum við siða­mál er full­komn­lega ótækt – og Alþingi ræður ekki við það hlut­verk eitt og sér að lag­færa það.

Þetta segir Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book-­síðu sinni í dag. Hann mun fara fram á það að Alþingi kalli eftir aðstoð Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu við að koma þessum málum í sóma­sam­legt horf.

Greint hefur verið frá fyrstu nið­­ur­­stöðu siða­­nefnar Alþingi en nefndin telur að ummæli þing­­flokks­­for­­manns Pírata, Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, sem hún lét falla þann 25. febr­­úar 2018 um akst­urs­greiðslur til þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ásmundar Frið­riks­son­ar, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn.

Auglýsing

Í stöðu­upp­færslu Loga kemur jafn­framt fram að lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofnun ÖSE hafi meðal ann­ars það hlut­verk að aðstoða aðild­ar­ríki í við­leitni þeirra til að koma á og við­halda góðum stjórn­ar­háttum og trausti almenn­ings. Liður í því sé að aðstoða þjóð­þing aðild­ar­ríkj­anna við að setja sér siða­regl­ur.

Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­stofnun ÖSE hefur meðal ann­ars það hlut­verk að aðstoða aðild­ar­ríki í við­leitni þeirra til að...

Posted by Logi Ein­ars­son on Fri­day, May 17, 2019


Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent