Uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum lokið

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum í vetur.

boeingin.png
Auglýsing

Banda­ríski flug­véla­fram­leið­and­inn ­Boein­g til­kynnti í morgun að upp­færslu á hug­bún­að­in­um, sem talið er að hafi valdið tveimur flug­slysum síð­asta vet­ur, sé nú lok­ið. Fyr­ir­tækið hefur prófað upp­færði bún­að­inn í 207 flug­ferðum á 737 Max vél­un­um, en þær hafa verið kyrr­settar um heim allan vegna slysanna. Frá þessu er greint á vef BBC

Ekki liggur fyrir hvenær kyrr­­setn­ing­unni verður aflétt

 ­Kyrr­setn­ingin á Max- vélum Boi­eng kom til eftir flug­slys í Eþíóp­íu, 13. mars síð­ast­lið­inn, þegar 157 lét­ust skömmu eftir flug­tak Max vélar Ethi­opian Air­lines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrap­aði með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Fyrra slysið var 29. októ­ber í fyrra, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði skömmu eftir flug­tak.  Þá lét­ust 189, allir um borð. Eftir seinna slysið var notkun á Max-­­vél­unum bönnuð á heims­vísu, og vél­­arnar kyrr­­sett­­ar. Sú kyrr­­setn­ing hefur haft miklar afleið­ingar í ferða­­þjón­­ustu í heim­in­um, þar meðal á Ísland­i. 

Frum­nið­ur­stöður rann­sókna á slys­unum hafa beint spjót­unum að svo­nefndu MCAS-­kerfi í vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi. Yfir­völd í Indónesíu hafa kynnt frum­nið­ur­stöður rann­sóknar sinnar og segja að flug­menn hafi brugð­ist rétt við aðstæð­um, en ekki náð valdi á vél­inni vegna þess að hún virt­ist sífellt tog­ast niður til jarð­ar­. Loka­nið­ur­stöður rann­sókna liggja þó ekki fyr­ir.

Auglýsing

Í næstu viku mun ­Boein­g ­reyna sann­færa flug­mála­yf­ir­völd 

Á mánu­dag­inn sagði Dani­el Elwell, yfir­­­maður flug­­­mála­yf­­ir­­valda í Banda­­ríkj­un­um, frammi fyrir þing­­nefnd Banda­­ríkja­­þings, að leið­­ar­­vísir fyrir flug­­­menn ­Boein­g 737 Max véla, hafi ekki verið næg­i­­lega góð­­ur, þegar kemur að útskýr­ingum á því hvernig ætti að lýsa hinu svo­­nefnda MCAS-­­kerfi sem á að sporna gegn ofrisi. 

Boeing hef­ur und­an­far­ið unnið að því að upp­­­færa bún­­að­inn í vél­unum og end­­ur­heimta á þeim traust, hjá flug­­­mála­yf­­ir­völdum um allan heim. ­Boein­g til­kynnti í morgun að upp­færsla hug­bún­að­inum sé nú lokið og að fyr­ir­tæk­ið hafi afhent Banda­ríska flug­mála­eft­ir­lit­inu upp­lýs­ingar um hvernig flug­mönnum ber að bregð­ast við ólíkum aðstæðum og að sér­stök flug­hermis­próf hafi verið gerð til að þjálfa betur flug­menn. 

Þá hafa opin­ber flug­próf verða ákveðin í sam­ráði við Flug­mála­eft­ir­litið en að því loknu get­i ­Boein­g ­sótt aftur um flug­leyfi fyrir Max 737 vél­arn­ar. Eftir það tekur við vinnan við að end­ur­heimta traust á flug­vél­unum en fundað verður um Max-­­vél­­arnar 23. maí næst­kom­and­i og mun ­Boein­g þar reyna að sann­­færa full­­trúa flug­­­mála­yf­­ir­­valda víðs vegar um heim­inn, að Max-­­vél­­arnar séu traust­­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent