Uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum lokið

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum í vetur.

boeingin.png
Auglýsing

Banda­ríski flug­véla­fram­leið­and­inn ­Boein­g til­kynnti í morgun að upp­færslu á hug­bún­að­in­um, sem talið er að hafi valdið tveimur flug­slysum síð­asta vet­ur, sé nú lok­ið. Fyr­ir­tækið hefur prófað upp­færði bún­að­inn í 207 flug­ferðum á 737 Max vél­un­um, en þær hafa verið kyrr­settar um heim allan vegna slysanna. Frá þessu er greint á vef BBC

Ekki liggur fyrir hvenær kyrr­­setn­ing­unni verður aflétt

 ­Kyrr­setn­ingin á Max- vélum Boi­eng kom til eftir flug­slys í Eþíóp­íu, 13. mars síð­ast­lið­inn, þegar 157 lét­ust skömmu eftir flug­tak Max vélar Ethi­opian Air­lines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrap­aði með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Fyrra slysið var 29. októ­ber í fyrra, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði skömmu eftir flug­tak.  Þá lét­ust 189, allir um borð. Eftir seinna slysið var notkun á Max-­­vél­unum bönnuð á heims­vísu, og vél­­arnar kyrr­­sett­­ar. Sú kyrr­­setn­ing hefur haft miklar afleið­ingar í ferða­­þjón­­ustu í heim­in­um, þar meðal á Ísland­i. 

Frum­nið­ur­stöður rann­sókna á slys­unum hafa beint spjót­unum að svo­nefndu MCAS-­kerfi í vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi. Yfir­völd í Indónesíu hafa kynnt frum­nið­ur­stöður rann­sóknar sinnar og segja að flug­menn hafi brugð­ist rétt við aðstæð­um, en ekki náð valdi á vél­inni vegna þess að hún virt­ist sífellt tog­ast niður til jarð­ar­. Loka­nið­ur­stöður rann­sókna liggja þó ekki fyr­ir.

Auglýsing

Í næstu viku mun ­Boein­g ­reyna sann­færa flug­mála­yf­ir­völd 

Á mánu­dag­inn sagði Dani­el Elwell, yfir­­­maður flug­­­mála­yf­­ir­­valda í Banda­­ríkj­un­um, frammi fyrir þing­­nefnd Banda­­ríkja­­þings, að leið­­ar­­vísir fyrir flug­­­menn ­Boein­g 737 Max véla, hafi ekki verið næg­i­­lega góð­­ur, þegar kemur að útskýr­ingum á því hvernig ætti að lýsa hinu svo­­nefnda MCAS-­­kerfi sem á að sporna gegn ofrisi. 

Boeing hef­ur und­an­far­ið unnið að því að upp­­­færa bún­­að­inn í vél­unum og end­­ur­heimta á þeim traust, hjá flug­­­mála­yf­­ir­völdum um allan heim. ­Boein­g til­kynnti í morgun að upp­færsla hug­bún­að­inum sé nú lokið og að fyr­ir­tæk­ið hafi afhent Banda­ríska flug­mála­eft­ir­lit­inu upp­lýs­ingar um hvernig flug­mönnum ber að bregð­ast við ólíkum aðstæðum og að sér­stök flug­hermis­próf hafi verið gerð til að þjálfa betur flug­menn. 

Þá hafa opin­ber flug­próf verða ákveðin í sam­ráði við Flug­mála­eft­ir­litið en að því loknu get­i ­Boein­g ­sótt aftur um flug­leyfi fyrir Max 737 vél­arn­ar. Eftir það tekur við vinnan við að end­ur­heimta traust á flug­vél­unum en fundað verður um Max-­­vél­­arnar 23. maí næst­kom­and­i og mun ­Boein­g þar reyna að sann­­færa full­­trúa flug­­­mála­yf­­ir­­valda víðs vegar um heim­inn, að Max-­­vél­­arnar séu traust­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent