Uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum lokið

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum í vetur.

boeingin.png
Auglýsing

Banda­ríski flug­véla­fram­leið­and­inn ­Boein­g til­kynnti í morgun að upp­færslu á hug­bún­að­in­um, sem talið er að hafi valdið tveimur flug­slysum síð­asta vet­ur, sé nú lok­ið. Fyr­ir­tækið hefur prófað upp­færði bún­að­inn í 207 flug­ferðum á 737 Max vél­un­um, en þær hafa verið kyrr­settar um heim allan vegna slysanna. Frá þessu er greint á vef BBC

Ekki liggur fyrir hvenær kyrr­­setn­ing­unni verður aflétt

 ­Kyrr­setn­ingin á Max- vélum Boi­eng kom til eftir flug­slys í Eþíóp­íu, 13. mars síð­ast­lið­inn, þegar 157 lét­ust skömmu eftir flug­tak Max vélar Ethi­opian Air­lines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrap­aði með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Fyrra slysið var 29. októ­ber í fyrra, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrap­aði skömmu eftir flug­tak.  Þá lét­ust 189, allir um borð. Eftir seinna slysið var notkun á Max-­­vél­unum bönnuð á heims­vísu, og vél­­arnar kyrr­­sett­­ar. Sú kyrr­­setn­ing hefur haft miklar afleið­ingar í ferða­­þjón­­ustu í heim­in­um, þar meðal á Ísland­i. 

Frum­nið­ur­stöður rann­sókna á slys­unum hafa beint spjót­unum að svo­nefndu MCAS-­kerfi í vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi. Yfir­völd í Indónesíu hafa kynnt frum­nið­ur­stöður rann­sóknar sinnar og segja að flug­menn hafi brugð­ist rétt við aðstæð­um, en ekki náð valdi á vél­inni vegna þess að hún virt­ist sífellt tog­ast niður til jarð­ar­. Loka­nið­ur­stöður rann­sókna liggja þó ekki fyr­ir.

Auglýsing

Í næstu viku mun ­Boein­g ­reyna sann­færa flug­mála­yf­ir­völd 

Á mánu­dag­inn sagði Dani­el Elwell, yfir­­­maður flug­­­mála­yf­­ir­­valda í Banda­­ríkj­un­um, frammi fyrir þing­­nefnd Banda­­ríkja­­þings, að leið­­ar­­vísir fyrir flug­­­menn ­Boein­g 737 Max véla, hafi ekki verið næg­i­­lega góð­­ur, þegar kemur að útskýr­ingum á því hvernig ætti að lýsa hinu svo­­nefnda MCAS-­­kerfi sem á að sporna gegn ofrisi. 

Boeing hef­ur und­an­far­ið unnið að því að upp­­­færa bún­­að­inn í vél­unum og end­­ur­heimta á þeim traust, hjá flug­­­mála­yf­­ir­völdum um allan heim. ­Boein­g til­kynnti í morgun að upp­færsla hug­bún­að­inum sé nú lokið og að fyr­ir­tæk­ið hafi afhent Banda­ríska flug­mála­eft­ir­lit­inu upp­lýs­ingar um hvernig flug­mönnum ber að bregð­ast við ólíkum aðstæðum og að sér­stök flug­hermis­próf hafi verið gerð til að þjálfa betur flug­menn. 

Þá hafa opin­ber flug­próf verða ákveðin í sam­ráði við Flug­mála­eft­ir­litið en að því loknu get­i ­Boein­g ­sótt aftur um flug­leyfi fyrir Max 737 vél­arn­ar. Eftir það tekur við vinnan við að end­ur­heimta traust á flug­vél­unum en fundað verður um Max-­­vél­­arnar 23. maí næst­kom­and­i og mun ­Boein­g þar reyna að sann­­færa full­­trúa flug­­­mála­yf­­ir­­valda víðs vegar um heim­inn, að Max-­­vél­­arnar séu traust­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent