Uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum lokið

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur lokið við uppfærslu á hugbúnaðinum í 737 Max flugvélunum sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum í vetur.

boeingin.png
Auglýsing

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í morgun að uppfærslu á hugbúnaðinum, sem talið er að hafi valdið tveimur flugslysum síðasta vetur, sé nú lokið. Fyrirtækið hefur prófað uppfærði búnaðinn í 207 flugferðum á 737 Max vélunum, en þær hafa verið kyrrsettar um heim allan vegna slysanna. Frá þessu er greint á vef BBC

Ekki liggur fyrir hvenær kyrr­setn­ing­unni verður aflétt

 Kyrrsetningin á Max- vélum Boieng kom til eftir flugslys í Eþíópíu, 13. mars síðastliðinn, þegar 157 létust skömmu eftir flugtak Max vélar Ethiopian Airlines. Það var þá annað slysið á skömmum tíma þar sem Max vél hrapaði með þeim afleiðingum að allir um borð létust. Fyrra slysið var 29. október í fyrra, þegar vél Lion Air í Indónesíu hrapaði skömmu eftir flugtak.  Þá létust 189, allir um borð. Eftir seinna slysið var notkun á Max-­vél­unum bönnuð á heims­vísu, og vél­arnar kyrr­sett­ar. Sú kyrr­setn­ing hefur haft miklar afleið­ingar í ferða­þjón­ustu í heim­in­um, þar meðal á Íslandi. 

Frumniðurstöður rannsókna á slysunum hafa beint spjótunum að svonefndu MCAS-kerfi í vélunum, sem á að sporna gegn ofrisi. Yfirvöld í Indónesíu hafa kynnt frumniðurstöður rannsóknar sinnar og segja að flugmenn hafi brugðist rétt við aðstæðum, en ekki náð valdi á vélinni vegna þess að hún virtist sífellt togast niður til jarðar. Lokaniðurstöður rannsókna liggja þó ekki fyrir.

Auglýsing

Í næstu viku mun Boeing reyna sannfæra flugmálayfirvöld 

Á mánudaginn sagði Daniel Elwell, yfir­maður flug­mála­yf­ir­valda í Banda­ríkj­unum, frammi fyrir þing­nefnd Banda­ríkja­þings, að leið­ar­vísir fyrir flug­menn Boeing 737 Max véla, hafi ekki verið nægi­lega góð­ur, þegar kemur að útskýr­ingum á því hvernig ætti að lýsa hinu svo­nefnda MCAS-­kerfi sem á að sporna gegn ofrisi. 

Boeing hefur undanfarið unnið að því að upp­færa bún­að­inn í vél­unum og end­ur­heimta á þeim traust, hjá flug­mála­yf­ir­völdum um allan heim. Boeing tilkynnti í morgun að uppfærsla hugbúnaðinum sé nú lokið og að fyrirtækið hafi afhent Bandaríska flugmálaeftirlitinu upplýsingar um hvernig flugmönnum ber að bregðast við ólíkum aðstæðum og að sérstök flughermispróf hafi verið gerð til að þjálfa betur flugmenn. 

Þá hafa opinber flugpróf verða ákveðin í samráði við Flugmálaeftirlitið en að því loknu geti Boeing sótt aftur um flugleyfi fyrir Max 737 vélarnar. Eftir það tekur við vinnan við að endurheimta traust á flugvélunum en fundað verður um Max-­vél­arnar 23. maí næst­kom­andi og mun Boeing þar reyna að sann­færa full­trúa flug­mála­yf­ir­valda víðs vegar um heim­inn, að Max-­vél­arnar séu traust­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragheb Besaiso
Þjóðarmorð í Palestínu
Kjarninn 18. maí 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent