„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hélt erindi á alþjóð­legri ráð­stefnu á sviði kynja­fræða í dag. Þar fjall­aði hún um upp­gang öfga­afla í Evr­ópu og um það póli­tíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

„Banda­lag öfga hægri flokka hefur valið sér marga óvini. Ráð­ist er gegn inn­flytj­endum og minni­hluta­hópum og þeir gerðir að blóra­bögglum fyrir allt sem miður hefur farið í tengslum við hnatt­væð­ingu og nýfrjáls­hyggju und­an­far­inna ára­tuga. Rétt­indum hinsegin fólks er víða ógn­að, stundum í þeim til­gangi einum að ná til trú­aðra kjós­enda,“ sagði Katrín.

Hún benti á að annað skot­mark séu femín­ismi og kynja­fræði, og kven­frelsi almennt. Lík­amar kvenna séu dregnir inn í póli­tíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sög­unni til og grafið sé undan fyrri sigrum í bar­áttu kvenna fyrir yfir­ráðum yfir sínum eigin lík­ama.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra fjall­aði jafn­framt um mik­il­vægi þess að berj­ast gegn þessum öflum og bjóða almenn­ingi upp á aðra val­kosti. Alþjóð­leg sam­vinna væri eina leiðin til að taka á stærstu áskor­unum sam­tím­ans, þar á meðal lofts­lags­vand­anum og vax­andi ójöfn­uði.

Katrín Jakobsdóttir og Reykjavíkurdætur Mynd: Forsætisráðuneytið

Ásamt henni voru á opnun ráð­stefn­un­ar­innar Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, og rappsveitin Reykja­vík­ur­dætur en um er að ræða alþjóð­lega ráð­stefnu nor­ræna sam­starfs­nets­ins NORA í kynja- og jafn­rétt­is­fræðum sem haldin verður dag­ana 22. til 24. maí við Háskóla Íslands. Ráð­stefnan ber yfir­skrift­ina „Border Reg­imes, Ter­ritor­ial Discour­ses and Fem­in­ist Polit­ics“ og er haldin á vegum RIKK – Rann­sókna­stofn­unar í jafn­rétt­is­fræðum í sam­starfi við Alþjóð­legan Jafn­rétt­is­skóla og ran­sókna­setrið EDDU við Háskóla Íslands.

Á ráð­stefn­unni verða fluttir tæp­lega 250 fyr­ir­lestrar og fimm lyk­il­fyr­ir­lestrar um álita­mál sem varða meðal ann­ars landa­mæri og jafn­rétt­is­mál á tímum vax­andi þjóð­ern­is­hyggju, afný­lendu­stefnu, femínískt and­óf, popúl­is­ma, hinsegin fræði, frum­byggja­fræði, og fólks­flutn­inga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent