„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hélt erindi á alþjóð­legri ráð­stefnu á sviði kynja­fræða í dag. Þar fjall­aði hún um upp­gang öfga­afla í Evr­ópu og um það póli­tíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

„Banda­lag öfga hægri flokka hefur valið sér marga óvini. Ráð­ist er gegn inn­flytj­endum og minni­hluta­hópum og þeir gerðir að blóra­bögglum fyrir allt sem miður hefur farið í tengslum við hnatt­væð­ingu og nýfrjáls­hyggju und­an­far­inna ára­tuga. Rétt­indum hinsegin fólks er víða ógn­að, stundum í þeim til­gangi einum að ná til trú­aðra kjós­enda,“ sagði Katrín.

Hún benti á að annað skot­mark séu femín­ismi og kynja­fræði, og kven­frelsi almennt. Lík­amar kvenna séu dregnir inn í póli­tíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sög­unni til og grafið sé undan fyrri sigrum í bar­áttu kvenna fyrir yfir­ráðum yfir sínum eigin lík­ama.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra fjall­aði jafn­framt um mik­il­vægi þess að berj­ast gegn þessum öflum og bjóða almenn­ingi upp á aðra val­kosti. Alþjóð­leg sam­vinna væri eina leiðin til að taka á stærstu áskor­unum sam­tím­ans, þar á meðal lofts­lags­vand­anum og vax­andi ójöfn­uði.

Katrín Jakobsdóttir og Reykjavíkurdætur Mynd: Forsætisráðuneytið

Ásamt henni voru á opnun ráð­stefn­un­ar­innar Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, og rappsveitin Reykja­vík­ur­dætur en um er að ræða alþjóð­lega ráð­stefnu nor­ræna sam­starfs­nets­ins NORA í kynja- og jafn­rétt­is­fræðum sem haldin verður dag­ana 22. til 24. maí við Háskóla Íslands. Ráð­stefnan ber yfir­skrift­ina „Border Reg­imes, Ter­ritor­ial Discour­ses and Fem­in­ist Polit­ics“ og er haldin á vegum RIKK – Rann­sókna­stofn­unar í jafn­rétt­is­fræðum í sam­starfi við Alþjóð­legan Jafn­rétt­is­skóla og ran­sókna­setrið EDDU við Háskóla Íslands.

Á ráð­stefn­unni verða fluttir tæp­lega 250 fyr­ir­lestrar og fimm lyk­il­fyr­ir­lestrar um álita­mál sem varða meðal ann­ars landa­mæri og jafn­rétt­is­mál á tímum vax­andi þjóð­ern­is­hyggju, afný­lendu­stefnu, femínískt and­óf, popúl­is­ma, hinsegin fræði, frum­byggja­fræði, og fólks­flutn­inga.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent