„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hélt erindi á alþjóð­legri ráð­stefnu á sviði kynja­fræða í dag. Þar fjall­aði hún um upp­gang öfga­afla í Evr­ópu og um það póli­tíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

„Banda­lag öfga hægri flokka hefur valið sér marga óvini. Ráð­ist er gegn inn­flytj­endum og minni­hluta­hópum og þeir gerðir að blóra­bögglum fyrir allt sem miður hefur farið í tengslum við hnatt­væð­ingu og nýfrjáls­hyggju und­an­far­inna ára­tuga. Rétt­indum hinsegin fólks er víða ógn­að, stundum í þeim til­gangi einum að ná til trú­aðra kjós­enda,“ sagði Katrín.

Hún benti á að annað skot­mark séu femín­ismi og kynja­fræði, og kven­frelsi almennt. Lík­amar kvenna séu dregnir inn í póli­tíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sög­unni til og grafið sé undan fyrri sigrum í bar­áttu kvenna fyrir yfir­ráðum yfir sínum eigin lík­ama.

Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra fjall­aði jafn­framt um mik­il­vægi þess að berj­ast gegn þessum öflum og bjóða almenn­ingi upp á aðra val­kosti. Alþjóð­leg sam­vinna væri eina leiðin til að taka á stærstu áskor­unum sam­tím­ans, þar á meðal lofts­lags­vand­anum og vax­andi ójöfn­uði.

Katrín Jakobsdóttir og Reykjavíkurdætur Mynd: Forsætisráðuneytið

Ásamt henni voru á opnun ráð­stefn­un­ar­innar Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, og rappsveitin Reykja­vík­ur­dætur en um er að ræða alþjóð­lega ráð­stefnu nor­ræna sam­starfs­nets­ins NORA í kynja- og jafn­rétt­is­fræðum sem haldin verður dag­ana 22. til 24. maí við Háskóla Íslands. Ráð­stefnan ber yfir­skrift­ina „Border Reg­imes, Ter­ritor­ial Discour­ses and Fem­in­ist Polit­ics“ og er haldin á vegum RIKK – Rann­sókna­stofn­unar í jafn­rétt­is­fræðum í sam­starfi við Alþjóð­legan Jafn­rétt­is­skóla og ran­sókna­setrið EDDU við Háskóla Íslands.

Á ráð­stefn­unni verða fluttir tæp­lega 250 fyr­ir­lestrar og fimm lyk­il­fyr­ir­lestrar um álita­mál sem varða meðal ann­ars landa­mæri og jafn­rétt­is­mál á tímum vax­andi þjóð­ern­is­hyggju, afný­lendu­stefnu, femínískt and­óf, popúl­is­ma, hinsegin fræði, frum­byggja­fræði, og fólks­flutn­inga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
FME kallar eftir upplýsingum frá íslenskum bönkum um Samherja
Íslensku bankarnir eiga að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það hvernig eftirliti þeirra með viðskiptum við Samherja hafi verið háttað.
Kjarninn 21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent