Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­ráðs­þings­ins hafn­aði á fundi sínum í París í dag að nýr stjórn­mála­hópur væri við­ur­kennd­ur. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, leiddu and­stöð­una við að við­ur­kenna stjórn­mála­hóp­inn og segj­ast afar ánægðar með nið­ur­stöð­una. Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá Rósu Björk og Þór­hildi Sunn­u. 

Í yfir­lýs­ing­unni segir að umsókn stjórn­mála­hóps­ins hafi verið afar umdeild enda komi með­limir hennar úr stjórn­mála­flokkum sem séu öfga-hægri flokk­ar, þjóð­ern­is­sinnar og gefi sig út fyrir að vera á móti inn­flytj­endum og hæl­is­leit­end­um.

Rósa Björk segir að þetta sýni að hægt sé að sporna við hat­urs­orð­ræðu og kyn­þátta­hatri í stjórn­málum ef vilji sé fyrir hendi. Þetta sé frá­bær nið­ur­staða á tímum þegar vegið sé stöðugt að mann­rétt­ind­um.

Auglýsing

Þrot­laus vinna að standa vörð um gildi Evr­ópu­ráðs­ins

Þór­hildur Sunna bætir því við að hún og Rósa hafi lagt þrot­lausa vinnu í það að standa vörð um gildi Evr­ópu­ráðs­ins í þessu máli og að sú vinna hafi nú skilað þessum mik­il­væga árangri í bar­átt­unni við hat­urs­orð­ræðu. „Þetta eru þing­menn öfga-hægri flokka, eins og Alt­ernativ für Deutschland og Lega Nord sem bera enga virð­ingu fyrir gildum Evr­ópu­ráðs­ins. Við gátum ekki sam­þykkt við­ur­kenn­ingu þeirra og nú er ljóst að fram­kvæmda­stjórnin gerir það ekki held­ur. Því ber að fagna,“ segir hún.

Nið­ur­staðan ekki auð­veld

Rósa Björk skrifar á Face­book-­síðu sína í dag að þau í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­ráðs­þings­ins hefðu hafnað því að ný póli­tísk grúbba væri stofn­uð. „Grúbban sam­anstendur af stjórn­mála­mönnum úr öfga-hægri flokk­um, þjóð­ern­issinn­uð­um, ant­i-inn­flytj­enda mönn­um.“ Hún segir enn fremur að þessi nið­ur­staða hafi ekki verið auð­veld og hafi þurft marga fundi til að kom­ast að nið­ur­stöðu.

Hún seg­ist vera mjög stolt af Þór­hildi Sunnu og sér og hvernig þær tvær hafi minnt marga á grunn­gildi Evr­ópu­ráðs­þings­ins.GÓÐAR FRÉTTIR ÚR EVR­ÓPU­RÁÐS­ÞING­INU ! Rétt í þessu vorum við í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­ráðs­þings­ins að hafna því að ný...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Thurs­day, May 23, 2019


Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent