Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær

Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.

boeing.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Boeing freist þess nú að fá kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum félags­ins aflétt, en fundað er í Texas í dag með flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum (FAA) og víðar í heim­in­um. 

Meg­in­efni fund­ar­ins er að ræða upp­færslu Boeing á hug­bún­aði í 737 Max vél­un­um, og hvenær alþjóð­legri kyrr­setn­ingu á vél­unum verður aflétt. 

Í Seattle Times í dag, segir að flestir séu sam­mála um að Max vél­arnar muni brátt kom­ast í loftið aft­ur, en spurn­ingin sé hvenær. Tíma­setn­ingar skipti miklu máli fyrir flug­fé­lög og ekki síst nákvæm leið­sögn um hvernig mál geta þró­ast.

Auglýsing

Tvö flug­slys, 29. októ­ber í Indónesíu og 13. mars í Eþíóp­íu, eru ástæðan fyrir kyrr­setn­ing­unni, en allir um borð í báðum slys­unum létu­st, sam­tals 346. 

Þrjár Max vélar Icelandair eru nú kyrrsettar.Spjótin hafa beinst að MCAS kerfi í vél­un­um, sem á að sporn við ofrisi, en loka­nið­ur­stöður úr rann­sóknum á flug­slys­unum liggja ekki fyr­ir. Flug­mála­yf­ir­völd í bæði Indónesíu og Eþíópíu hafa þegar kynnt frum­nið­ur­stöð­ur, og hafa þau harð­lega mót­mælt því sem komið hefur fram hjá Boeing, að mögu­lega hafi flug­menn­irnir ekki brugð­ist rétt við aðstæð­um. Í báðum til­vikum hafa flug­mála­yf­ir­völd, beint spjót­unum að flug­vél­un­um, og að gallar í vél­unum séu lík­leg­asta ástæðan fyrir slys­un­um. 

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á 737 Max vél­unum hefur haft mikil alþjóð­leg áhrif á ferða­þjón­ustu, og ná þau áhrif til Íslands, eins og fram hefur kom­ið. Icelandair hefur not­ast við Boeing vélar í sínum flota, og hafa þrjár Max vélar félags­ins verið í kyrr­setn­ingu frá því lok mars, og félagið getur ekki fengið 6 vélar til við­bótar í flot­ann, á meðan kyrr­setn­ingin er í gild­i. 

Félagið hefur sagt að sam­dráttur verði í sæta­fram­boði, um 2 pró­sent, meðal ann­ars vegna þessa vanda með Max-­vél­arn­ar, en óvissa um mál­in, eins og áður seg­ir. Ítar­lega hefur verið fjallað um þennan vanda Boeing, og áhrifin af honum á íslenskt efna­hags­líf, á vef Kjarn­ans.

Und­an­farnir tveir árs­fjórð­ungar hafa verið Icelandair erf­iðir en félagið tap­aði 13,5 millj­örðum á því tíma­bil­i. 

Daniel Elwell, yfir­maður hjá FFA, lét hafa eftir sér í sam­tali við blaða­menn skömmu fyrir fund­inn í Texas í dag, að kyrr­setn­ingin á Max vél­unum myndi vara eins lengi og þyrfti. Það væri ekki úti­lokað að hún yrði í gildi í mun lengri tíma, en nú er reiknað með. Það færi eftir því hvernig það gengi að tryggja öryggi vél­anna og fá svör við spurn­ing­um. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent