Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær

Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.

boeing.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Boeing freist þess nú að fá kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum félags­ins aflétt, en fundað er í Texas í dag með flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum (FAA) og víðar í heim­in­um. 

Meg­in­efni fund­ar­ins er að ræða upp­færslu Boeing á hug­bún­aði í 737 Max vél­un­um, og hvenær alþjóð­legri kyrr­setn­ingu á vél­unum verður aflétt. 

Í Seattle Times í dag, segir að flestir séu sam­mála um að Max vél­arnar muni brátt kom­ast í loftið aft­ur, en spurn­ingin sé hvenær. Tíma­setn­ingar skipti miklu máli fyrir flug­fé­lög og ekki síst nákvæm leið­sögn um hvernig mál geta þró­ast.

Auglýsing

Tvö flug­slys, 29. októ­ber í Indónesíu og 13. mars í Eþíóp­íu, eru ástæðan fyrir kyrr­setn­ing­unni, en allir um borð í báðum slys­unum létu­st, sam­tals 346. 

Þrjár Max vélar Icelandair eru nú kyrrsettar.Spjótin hafa beinst að MCAS kerfi í vél­un­um, sem á að sporn við ofrisi, en loka­nið­ur­stöður úr rann­sóknum á flug­slys­unum liggja ekki fyr­ir. Flug­mála­yf­ir­völd í bæði Indónesíu og Eþíópíu hafa þegar kynnt frum­nið­ur­stöð­ur, og hafa þau harð­lega mót­mælt því sem komið hefur fram hjá Boeing, að mögu­lega hafi flug­menn­irnir ekki brugð­ist rétt við aðstæð­um. Í báðum til­vikum hafa flug­mála­yf­ir­völd, beint spjót­unum að flug­vél­un­um, og að gallar í vél­unum séu lík­leg­asta ástæðan fyrir slys­un­um. 

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á 737 Max vél­unum hefur haft mikil alþjóð­leg áhrif á ferða­þjón­ustu, og ná þau áhrif til Íslands, eins og fram hefur kom­ið. Icelandair hefur not­ast við Boeing vélar í sínum flota, og hafa þrjár Max vélar félags­ins verið í kyrr­setn­ingu frá því lok mars, og félagið getur ekki fengið 6 vélar til við­bótar í flot­ann, á meðan kyrr­setn­ingin er í gild­i. 

Félagið hefur sagt að sam­dráttur verði í sæta­fram­boði, um 2 pró­sent, meðal ann­ars vegna þessa vanda með Max-­vél­arn­ar, en óvissa um mál­in, eins og áður seg­ir. Ítar­lega hefur verið fjallað um þennan vanda Boeing, og áhrifin af honum á íslenskt efna­hags­líf, á vef Kjarn­ans.

Und­an­farnir tveir árs­fjórð­ungar hafa verið Icelandair erf­iðir en félagið tap­aði 13,5 millj­örðum á því tíma­bil­i. 

Daniel Elwell, yfir­maður hjá FFA, lét hafa eftir sér í sam­tali við blaða­menn skömmu fyrir fund­inn í Texas í dag, að kyrr­setn­ingin á Max vél­unum myndi vara eins lengi og þyrfti. Það væri ekki úti­lokað að hún yrði í gildi í mun lengri tíma, en nú er reiknað með. Það færi eftir því hvernig það gengi að tryggja öryggi vél­anna og fá svör við spurn­ing­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent