Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær

Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.

boeing.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Boeing freist þess nú að fá kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum félags­ins aflétt, en fundað er í Texas í dag með flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum (FAA) og víðar í heim­in­um. 

Meg­in­efni fund­ar­ins er að ræða upp­færslu Boeing á hug­bún­aði í 737 Max vél­un­um, og hvenær alþjóð­legri kyrr­setn­ingu á vél­unum verður aflétt. 

Í Seattle Times í dag, segir að flestir séu sam­mála um að Max vél­arnar muni brátt kom­ast í loftið aft­ur, en spurn­ingin sé hvenær. Tíma­setn­ingar skipti miklu máli fyrir flug­fé­lög og ekki síst nákvæm leið­sögn um hvernig mál geta þró­ast.

Auglýsing

Tvö flug­slys, 29. októ­ber í Indónesíu og 13. mars í Eþíóp­íu, eru ástæðan fyrir kyrr­setn­ing­unni, en allir um borð í báðum slys­unum létu­st, sam­tals 346. 

Þrjár Max vélar Icelandair eru nú kyrrsettar.Spjótin hafa beinst að MCAS kerfi í vél­un­um, sem á að sporn við ofrisi, en loka­nið­ur­stöður úr rann­sóknum á flug­slys­unum liggja ekki fyr­ir. Flug­mála­yf­ir­völd í bæði Indónesíu og Eþíópíu hafa þegar kynnt frum­nið­ur­stöð­ur, og hafa þau harð­lega mót­mælt því sem komið hefur fram hjá Boeing, að mögu­lega hafi flug­menn­irnir ekki brugð­ist rétt við aðstæð­um. Í báðum til­vikum hafa flug­mála­yf­ir­völd, beint spjót­unum að flug­vél­un­um, og að gallar í vél­unum séu lík­leg­asta ástæðan fyrir slys­un­um. 

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á 737 Max vél­unum hefur haft mikil alþjóð­leg áhrif á ferða­þjón­ustu, og ná þau áhrif til Íslands, eins og fram hefur kom­ið. Icelandair hefur not­ast við Boeing vélar í sínum flota, og hafa þrjár Max vélar félags­ins verið í kyrr­setn­ingu frá því lok mars, og félagið getur ekki fengið 6 vélar til við­bótar í flot­ann, á meðan kyrr­setn­ingin er í gild­i. 

Félagið hefur sagt að sam­dráttur verði í sæta­fram­boði, um 2 pró­sent, meðal ann­ars vegna þessa vanda með Max-­vél­arn­ar, en óvissa um mál­in, eins og áður seg­ir. Ítar­lega hefur verið fjallað um þennan vanda Boeing, og áhrifin af honum á íslenskt efna­hags­líf, á vef Kjarn­ans.

Und­an­farnir tveir árs­fjórð­ungar hafa verið Icelandair erf­iðir en félagið tap­aði 13,5 millj­örðum á því tíma­bil­i. 

Daniel Elwell, yfir­maður hjá FFA, lét hafa eftir sér í sam­tali við blaða­menn skömmu fyrir fund­inn í Texas í dag, að kyrr­setn­ingin á Max vél­unum myndi vara eins lengi og þyrfti. Það væri ekki úti­lokað að hún yrði í gildi í mun lengri tíma, en nú er reiknað með. Það færi eftir því hvernig það gengi að tryggja öryggi vél­anna og fá svör við spurn­ing­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent