Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær

Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.

boeing.jpg
Auglýsing

For­svars­menn Boeing freist þess nú að fá kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum félags­ins aflétt, en fundað er í Texas í dag með flug­mála­yf­ir­völdum í Banda­ríkj­unum (FAA) og víðar í heim­in­um. 

Meg­in­efni fund­ar­ins er að ræða upp­færslu Boeing á hug­bún­aði í 737 Max vél­un­um, og hvenær alþjóð­legri kyrr­setn­ingu á vél­unum verður aflétt. 

Í Seattle Times í dag, segir að flestir séu sam­mála um að Max vél­arnar muni brátt kom­ast í loftið aft­ur, en spurn­ingin sé hvenær. Tíma­setn­ingar skipti miklu máli fyrir flug­fé­lög og ekki síst nákvæm leið­sögn um hvernig mál geta þró­ast.

Auglýsing

Tvö flug­slys, 29. októ­ber í Indónesíu og 13. mars í Eþíóp­íu, eru ástæðan fyrir kyrr­setn­ing­unni, en allir um borð í báðum slys­unum létu­st, sam­tals 346. 

Þrjár Max vélar Icelandair eru nú kyrrsettar.Spjótin hafa beinst að MCAS kerfi í vél­un­um, sem á að sporn við ofrisi, en loka­nið­ur­stöður úr rann­sóknum á flug­slys­unum liggja ekki fyr­ir. Flug­mála­yf­ir­völd í bæði Indónesíu og Eþíópíu hafa þegar kynnt frum­nið­ur­stöð­ur, og hafa þau harð­lega mót­mælt því sem komið hefur fram hjá Boeing, að mögu­lega hafi flug­menn­irnir ekki brugð­ist rétt við aðstæð­um. Í báðum til­vikum hafa flug­mála­yf­ir­völd, beint spjót­unum að flug­vél­un­um, og að gallar í vél­unum séu lík­leg­asta ástæðan fyrir slys­un­um. 

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á 737 Max vél­unum hefur haft mikil alþjóð­leg áhrif á ferða­þjón­ustu, og ná þau áhrif til Íslands, eins og fram hefur kom­ið. Icelandair hefur not­ast við Boeing vélar í sínum flota, og hafa þrjár Max vélar félags­ins verið í kyrr­setn­ingu frá því lok mars, og félagið getur ekki fengið 6 vélar til við­bótar í flot­ann, á meðan kyrr­setn­ingin er í gild­i. 

Félagið hefur sagt að sam­dráttur verði í sæta­fram­boði, um 2 pró­sent, meðal ann­ars vegna þessa vanda með Max-­vél­arn­ar, en óvissa um mál­in, eins og áður seg­ir. Ítar­lega hefur verið fjallað um þennan vanda Boeing, og áhrifin af honum á íslenskt efna­hags­líf, á vef Kjarn­ans.

Und­an­farnir tveir árs­fjórð­ungar hafa verið Icelandair erf­iðir en félagið tap­aði 13,5 millj­örðum á því tíma­bil­i. 

Daniel Elwell, yfir­maður hjá FFA, lét hafa eftir sér í sam­tali við blaða­menn skömmu fyrir fund­inn í Texas í dag, að kyrr­setn­ingin á Max vél­unum myndi vara eins lengi og þyrfti. Það væri ekki úti­lokað að hún yrði í gildi í mun lengri tíma, en nú er reiknað með. Það færi eftir því hvernig það gengi að tryggja öryggi vél­anna og fá svör við spurn­ing­um. 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent