Finna fyrir sjóveikieinkennum með sýndarveruleikatækni

Með nútímatækni finna fleiri en áður fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- og bílveiki. Sjálfkeyrandi bílar munu fjölga þeim enn frekar sem finna fyrir einkennum.

Sýndarveruleiki Mynd: Paul Bence
Auglýsing

Með nútímatækni, eins og sýndarveruleikagleraugum, finna fleiri en áður fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- og bílveiki. Sjálfkeyrandi bílar munu svo fjölga þeim enn frekar sem finna einkennin. Þetta kemur fram í máli Hannesar Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir og prófessor við Læknadeild HÍ, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

Hannes Petersen Mynd: HÍ„Með sýndarveruleikatækni hafa menn skapað hreyfiheim sem er svo raunverulegur að einstaklingar finna fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- eða bílveiki, þótt þeir sitji eða standi kyrrir,“ segir hann en Hannes stendur fyrir ráðstefnu um hreyfiveiki í Hofi á Akureyri 7. til 10. júlí næstkomandi.

Hreyfiveiki er regnhlífarheiti yfir bílveiki, sjóveiki, flugveiki, geimveiki og alla viðleitni okkar mannanna við að auka ferðagetu okkar í faratæki sem getur leitt til ferðaveiki. Sjóveiki er algengust enda ýktustu hreyfingarnar. Þreyta, sundl, höfgi, ógleði, uppköst og að svitna eru helstu einkenni hreyfiveiki.

Auglýsing

Skynjunin veldur hreyfiveiki

Hannes segir að leikjaframleiðendur hafi skoðað möguleikann á að nota sýndarveruleikagleraugu við leiki sína en spilarar hafi oft hafnað þeim vegna hreyfiveiki. Þeim finnist betra að horfa á skjáinn því þeir upplifi of mikil einkenni hreyfiveiki í gegnum gleraugun. Þeim sé óglatt og líði ekki vel.

Hannes segir fólk ekki skynja hreyfiertingu í jafnvægishluta innri eyrna í sýndarveruleika, heldur sé sjónupplifunin slík, til dæmis í bíl eða rússíbana, að viðkomandi sé nánast við það að kasta upp.

„Fyrst héldum við að skynjun í gegnum innra eyra væri mikilvægari en sjónin við sjóveiki. Nú erum við að átta okkur á að það sjónræna nægir,“ segir hann. Hreyfingin sjálf valdi því ekki hreyfiveiki heldur skynjunin. „Það er svo margt nýtt í þessu sem nútímatækni hefur fært okkur.“

Kvartað yfir heyfiveiki með sjálfkeyrandi bíla

Hannes segir að rétt eins og tölvuleikjaunnendur finni fyrir hreyfiveiki lýsi flugmenn sem þjálfa hæfni sína í flughermi sömu einkennum. „Þeir vita að hermirinn er fastur við jörð og inni í byggingu. Þótt hann sé á glussum og hreyfist lítillega er það ekkert í líkingu við flugvélina sem þeir skynja í gegnum skjái í herminum. Þetta er kallað flughermiveiki.“

Þekktir bílaframleiðendur taka þátt í umræðu um sjálfkeyrandi bíla á ráðstefnunni. „Hreyfiveiki er ein af umkvörtunum í tilraunum með sjálfkeyrandi bíla,“ segir Hannes. Þeir þyki hvikari í hreyfingum. Þá muni fólk hvorki keyra sjálft nésnúa fram á við heldur njóta samskipta við aðra í bílnum. Því séu núna vangaveltur um hvort nota megi þessa sömu tækni, sýndarveruleikann, til að koma í veg fyrir hreyfiveiki.

Hægt er að hlusta á hlaðvarp Læknablaðsins þar sem spjallað er við Hannes hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent