Finna fyrir sjóveikieinkennum með sýndarveruleikatækni

Með nútímatækni finna fleiri en áður fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- og bílveiki. Sjálfkeyrandi bílar munu fjölga þeim enn frekar sem finna fyrir einkennum.

Sýndarveruleiki Mynd: Paul Bence
Auglýsing

Með nútíma­tækni, eins og sýnd­ar­veru­leika­gler­aug­um, finna fleiri en áður fyrir hreyfi­veiki, eins og sjó- og bíl­veiki. Sjálf­keyr­andi bílar munu svo fjölga þeim enn frekar sem finna ein­kenn­in. Þetta kemur fram í máli Hann­esar Pet­er­sen, háls-, nef- og eyrna­læknir og pró­fessor við Lækna­deild HÍ, í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Hannes Petersen Mynd: HÍ„Með sýnd­ar­veru­leika­tækni hafa menn skapað hreyfi­heim sem er svo raun­veru­legur að ein­stak­lingar finna fyrir hreyfi­veiki, eins og sjó- eða bíl­veiki, þótt þeir sitji eða standi kyrr­ir,“ segir hann en Hannes stendur fyrir ráð­stefnu um hreyfi­veiki í Hofi á Akur­eyri 7. til 10. júlí næst­kom­andi.

Hreyfi­veiki er regn­hlíf­ar­heiti yfir bíl­veiki, sjó­veiki, flug­veiki, geim­veiki og alla við­leitni okkar mann­anna við að auka ferða­getu okkar í fara­tæki sem getur leitt til ferða­veiki. Sjó­veiki er algeng­ust enda ýkt­ustu hreyf­ing­arn­ar. Þreyta, sundl, höfgi, ógleði, upp­köst og að svitna eru helstu ein­kenni hreyfi­veiki.

Auglýsing

Skynj­unin veldur hreyfi­veiki

Hannes segir að leikja­fram­leið­endur hafi skoðað mögu­leik­ann á að nota sýnd­ar­veru­leika­gler­augu við leiki sína en spil­arar hafi oft hafnað þeim vegna hreyfi­veiki. Þeim finn­ist betra að horfa á skjá­inn því þeir upp­lifi of mikil ein­kenni hreyfi­veiki í gegnum gler­aug­un. Þeim sé óglatt og líði ekki vel.

Hannes segir fólk ekki skynja hreyfi­ert­ingu í jafn­væg­is­hluta innri eyrna í sýnd­ar­veru­leika, heldur sé sjón­upp­lifunin slík, til dæmis í bíl eða rús­sí­bana, að við­kom­andi sé nán­ast við það að kasta upp.

„Fyrst héldum við að skynjun í gegnum innra eyra væri mik­il­væg­ari en sjónin við sjó­veiki. Nú erum við að átta okkur á að það sjón­ræna nægir,“ segir hann. Hreyf­ingin sjálf valdi því ekki hreyfi­veiki heldur skynj­un­in. „Það er svo margt nýtt í þessu sem nútíma­tækni hefur fært okk­ur.“

Kvartað yfir heyfi­veiki með sjálf­keyr­andi bíla

Hannes segir að rétt eins og tölvu­leikjaunn­endur finni fyrir hreyfi­veiki lýsi flug­menn sem þjálfa hæfni sína í flug­hermi sömu ein­kenn­um. „Þeir vita að hermir­inn er fastur við jörð og inni í bygg­ingu. Þótt hann sé á glussum og hreyf­ist lít­il­lega er það ekk­ert í lík­ingu við flug­vél­ina sem þeir skynja í gegnum skjái í herm­in­um. Þetta er kallað flug­hermi­veik­i.“

Þekktir bíla­fram­leið­endur taka þátt í umræðu um sjálf­keyr­andi bíla á ráð­stefn­unni. „Hreyfi­veiki er ein af umkvört­unum í til­raunum með sjálf­keyr­andi bíla,“ segir Hann­es. Þeir þyki hvik­ari í hreyf­ing­um. Þá muni fólk hvorki keyra sjálft nésnúa fram á við heldur njóta sam­skipta við aðra í bíln­um. Því séu núna vanga­veltur um hvort nota megi þessa sömu tækni, sýnd­ar­veru­leik­ann, til að koma í veg fyrir hreyfi­veiki.

Hægt er að hlusta á hlað­varp Lækna­blaðs­ins þar sem spjallað er við Hann­es hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
Kjarninn 15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
Kjarninn 15. nóvember 2019
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent