Finna fyrir sjóveikieinkennum með sýndarveruleikatækni

Með nútímatækni finna fleiri en áður fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- og bílveiki. Sjálfkeyrandi bílar munu fjölga þeim enn frekar sem finna fyrir einkennum.

Sýndarveruleiki Mynd: Paul Bence
Auglýsing

Með nútíma­tækni, eins og sýnd­ar­veru­leika­gler­aug­um, finna fleiri en áður fyrir hreyfi­veiki, eins og sjó- og bíl­veiki. Sjálf­keyr­andi bílar munu svo fjölga þeim enn frekar sem finna ein­kenn­in. Þetta kemur fram í máli Hann­esar Pet­er­sen, háls-, nef- og eyrna­læknir og pró­fessor við Lækna­deild HÍ, í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Hannes Petersen Mynd: HÍ„Með sýnd­ar­veru­leika­tækni hafa menn skapað hreyfi­heim sem er svo raun­veru­legur að ein­stak­lingar finna fyrir hreyfi­veiki, eins og sjó- eða bíl­veiki, þótt þeir sitji eða standi kyrr­ir,“ segir hann en Hannes stendur fyrir ráð­stefnu um hreyfi­veiki í Hofi á Akur­eyri 7. til 10. júlí næst­kom­andi.

Hreyfi­veiki er regn­hlíf­ar­heiti yfir bíl­veiki, sjó­veiki, flug­veiki, geim­veiki og alla við­leitni okkar mann­anna við að auka ferða­getu okkar í fara­tæki sem getur leitt til ferða­veiki. Sjó­veiki er algeng­ust enda ýkt­ustu hreyf­ing­arn­ar. Þreyta, sundl, höfgi, ógleði, upp­köst og að svitna eru helstu ein­kenni hreyfi­veiki.

Auglýsing

Skynj­unin veldur hreyfi­veiki

Hannes segir að leikja­fram­leið­endur hafi skoðað mögu­leik­ann á að nota sýnd­ar­veru­leika­gler­augu við leiki sína en spil­arar hafi oft hafnað þeim vegna hreyfi­veiki. Þeim finn­ist betra að horfa á skjá­inn því þeir upp­lifi of mikil ein­kenni hreyfi­veiki í gegnum gler­aug­un. Þeim sé óglatt og líði ekki vel.

Hannes segir fólk ekki skynja hreyfi­ert­ingu í jafn­væg­is­hluta innri eyrna í sýnd­ar­veru­leika, heldur sé sjón­upp­lifunin slík, til dæmis í bíl eða rús­sí­bana, að við­kom­andi sé nán­ast við það að kasta upp.

„Fyrst héldum við að skynjun í gegnum innra eyra væri mik­il­væg­ari en sjónin við sjó­veiki. Nú erum við að átta okkur á að það sjón­ræna nægir,“ segir hann. Hreyf­ingin sjálf valdi því ekki hreyfi­veiki heldur skynj­un­in. „Það er svo margt nýtt í þessu sem nútíma­tækni hefur fært okk­ur.“

Kvartað yfir heyfi­veiki með sjálf­keyr­andi bíla

Hannes segir að rétt eins og tölvu­leikjaunn­endur finni fyrir hreyfi­veiki lýsi flug­menn sem þjálfa hæfni sína í flug­hermi sömu ein­kenn­um. „Þeir vita að hermir­inn er fastur við jörð og inni í bygg­ingu. Þótt hann sé á glussum og hreyf­ist lít­il­lega er það ekk­ert í lík­ingu við flug­vél­ina sem þeir skynja í gegnum skjái í herm­in­um. Þetta er kallað flug­hermi­veik­i.“

Þekktir bíla­fram­leið­endur taka þátt í umræðu um sjálf­keyr­andi bíla á ráð­stefn­unni. „Hreyfi­veiki er ein af umkvört­unum í til­raunum með sjálf­keyr­andi bíla,“ segir Hann­es. Þeir þyki hvik­ari í hreyf­ing­um. Þá muni fólk hvorki keyra sjálft nésnúa fram á við heldur njóta sam­skipta við aðra í bíln­um. Því séu núna vanga­veltur um hvort nota megi þessa sömu tækni, sýnd­ar­veru­leik­ann, til að koma í veg fyrir hreyfi­veiki.

Hægt er að hlusta á hlað­varp Lækna­blaðs­ins þar sem spjallað er við Hann­es hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent