Finna fyrir sjóveikieinkennum með sýndarveruleikatækni

Með nútímatækni finna fleiri en áður fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- og bílveiki. Sjálfkeyrandi bílar munu fjölga þeim enn frekar sem finna fyrir einkennum.

Sýndarveruleiki Mynd: Paul Bence
Auglýsing

Með nútíma­tækni, eins og sýnd­ar­veru­leika­gler­aug­um, finna fleiri en áður fyrir hreyfi­veiki, eins og sjó- og bíl­veiki. Sjálf­keyr­andi bílar munu svo fjölga þeim enn frekar sem finna ein­kenn­in. Þetta kemur fram í máli Hann­esar Pet­er­sen, háls-, nef- og eyrna­læknir og pró­fessor við Lækna­deild HÍ, í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Hannes Petersen Mynd: HÍ„Með sýnd­ar­veru­leika­tækni hafa menn skapað hreyfi­heim sem er svo raun­veru­legur að ein­stak­lingar finna fyrir hreyfi­veiki, eins og sjó- eða bíl­veiki, þótt þeir sitji eða standi kyrr­ir,“ segir hann en Hannes stendur fyrir ráð­stefnu um hreyfi­veiki í Hofi á Akur­eyri 7. til 10. júlí næst­kom­andi.

Hreyfi­veiki er regn­hlíf­ar­heiti yfir bíl­veiki, sjó­veiki, flug­veiki, geim­veiki og alla við­leitni okkar mann­anna við að auka ferða­getu okkar í fara­tæki sem getur leitt til ferða­veiki. Sjó­veiki er algeng­ust enda ýkt­ustu hreyf­ing­arn­ar. Þreyta, sundl, höfgi, ógleði, upp­köst og að svitna eru helstu ein­kenni hreyfi­veiki.

Auglýsing

Skynj­unin veldur hreyfi­veiki

Hannes segir að leikja­fram­leið­endur hafi skoðað mögu­leik­ann á að nota sýnd­ar­veru­leika­gler­augu við leiki sína en spil­arar hafi oft hafnað þeim vegna hreyfi­veiki. Þeim finn­ist betra að horfa á skjá­inn því þeir upp­lifi of mikil ein­kenni hreyfi­veiki í gegnum gler­aug­un. Þeim sé óglatt og líði ekki vel.

Hannes segir fólk ekki skynja hreyfi­ert­ingu í jafn­væg­is­hluta innri eyrna í sýnd­ar­veru­leika, heldur sé sjón­upp­lifunin slík, til dæmis í bíl eða rús­sí­bana, að við­kom­andi sé nán­ast við það að kasta upp.

„Fyrst héldum við að skynjun í gegnum innra eyra væri mik­il­væg­ari en sjónin við sjó­veiki. Nú erum við að átta okkur á að það sjón­ræna nægir,“ segir hann. Hreyf­ingin sjálf valdi því ekki hreyfi­veiki heldur skynj­un­in. „Það er svo margt nýtt í þessu sem nútíma­tækni hefur fært okk­ur.“

Kvartað yfir heyfi­veiki með sjálf­keyr­andi bíla

Hannes segir að rétt eins og tölvu­leikjaunn­endur finni fyrir hreyfi­veiki lýsi flug­menn sem þjálfa hæfni sína í flug­hermi sömu ein­kenn­um. „Þeir vita að hermir­inn er fastur við jörð og inni í bygg­ingu. Þótt hann sé á glussum og hreyf­ist lít­il­lega er það ekk­ert í lík­ingu við flug­vél­ina sem þeir skynja í gegnum skjái í herm­in­um. Þetta er kallað flug­hermi­veik­i.“

Þekktir bíla­fram­leið­endur taka þátt í umræðu um sjálf­keyr­andi bíla á ráð­stefn­unni. „Hreyfi­veiki er ein af umkvört­unum í til­raunum með sjálf­keyr­andi bíla,“ segir Hann­es. Þeir þyki hvik­ari í hreyf­ing­um. Þá muni fólk hvorki keyra sjálft nésnúa fram á við heldur njóta sam­skipta við aðra í bíln­um. Því séu núna vanga­veltur um hvort nota megi þessa sömu tækni, sýnd­ar­veru­leik­ann, til að koma í veg fyrir hreyfi­veiki.

Hægt er að hlusta á hlað­varp Lækna­blaðs­ins þar sem spjallað er við Hann­es hér

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent