Í Svíþjóð er nú í gangi herferð á samfélagsmiðlum undir slagorðinu Plane Shame, þar sem fólk er hvatt til þess að hugsa um kolefnisspor ferðalaga sinna, meðal annars með því að fljúga minna.
Greta Thunberg, unglingur sem ýtt hefur af stað heimsátaki ungs fólks sem krefst aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðar, hefur lagt áherslu á þetta atriði, og samkvæmt skrifum World Economic Forum þá hafa orðið miklar breytingar á skömmum tíma. Flugumferð hefur minnkað um 4,5 prósent, á sama tíma og hagvöxtur hefur verið viðvarandi.
A growing group of environmental activists in Northern Europe are shunning flights as concerns about global #climate change increase #flygskam https://t.co/oDqIygukoJ
— TRF Climate (@TRF_Climate) June 4, 2019
Sérstaklega hefur notkun í innanlandsflugi farið minnkandi, um allt að 20 prósent.
Líklegt er að verð á flugi fari hækkandi á næstu árum, þar sem mengunarkvótar, sem flugfélög þurfa að kaupa, munu hækka í verði, og þá mun breytt ferðahegðun - meðal annars vegna vitunarvakningar um mengun frá flugi - geta haft mikil áhrif.
Stjórnvöld, meðal annars í Svíþjóð, eru nú að ýta undir að lestarsamgöngur séu frekar notaða en flug, og er gert ráð fyrir að mikil áhersla verða lögð á það að flýta uppbyggingu vistvænna lesta, sem meðal annars ganga fyrir rafmagni, á næstu árum.