Netverslun Garðs Apóteks er fyrsta netverslunin á Íslandi með lyf. Netverslunin hefur hlotið staðfestingu Lyfjastofnunar. Hægt er nú að versla bæði lausasölu og lyfsseðilsskyld lyf á netinu.
Í fréttatilkynningu frá Garðs Apóteki segir að lyfjalögum hafi verið breytt á síðasta ári á þann veg að heimilt væri að starfrækja netverslun með lyf á Íslandi. Í tilkynningunni segir enn fremur að netverslunin sé liður í framtíðarþróun apóteka sem muni skila sér í bættri þjónustu við viðskiptavini og breyttu rekstrarmódeli apóteka.
Strangar öryggiskröfur af hálfu Lyfjastofnunar og Landlæknis. þarf að uppfylla fyrir slíkri netverslun, að því er kemur fram í tilkynningunni.
„Neytendur geta til að mynda séð lyfseðla sína og barnanna, pantað tiltekt á lyfseðla, greitt lyfin, pantað heimsendingu á lyfjunum og séð greiðsutímabil sitt og greiðslustöðu hjá SÍ. Flestir nota þó Appótekið aðallega til að flýta fyrir sér, panta tiltekt á lyfseðla og koma síðan og sækja lyfin sem eru þá tilbúin til afhendingar í apótekinu” segir Haukur Ingason, eigandi Garðs Apóteks. Haukur segir enn fremur að að baki netversluninni sé nokkurra ára þróunarvinna.
Netverslunina er hægt að heimsækja með því að smella hér.