Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong í dag. Mótmælin hafa staðið yfir í þó nokkra daga og standa yfir enn. Mótmælin náðu hámarki sunnudaginn síðastliðinn þegar hundruðir þúsunda íbúa flykktust á götur Hong Kong.
Ástæða mótmælanna er ný lagasetning sem að sögn mótmælenda auðveldar framsal á almennum borgurum Hong Kong til Kína og auðveldi þar af leiðir kínverskum stjórnvöldum að rétta yfir fólki á meginlandi Kína í stað fyrir í Hong Kong.
BREAKING: Hundreds of protesters start occupying roads near Hong Kong’s legislature hours before a controversial extradition bill will be discussed by lawmakers #extraditionbill #scmp (video by SCMP journalist Mantai Chow) pic.twitter.com/W4UcCzNmE5
— Stella Lee (@StellaLeeHKnews) June 12, 2019
Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, hefur blandað sér í málið og þrýsti á yfirvöld Hong Kong að hlusta á mótmælendur.
Allt hófst með einum manni
Málið á upphaf sitt að rekja til máls í Taiwan árið 2018, þar sem maður að nafni Chan Tong-Kai var sakaður um að hafa myrt kærustu sína, að því er kemur fram í frétt South China Morning Post. Chan flúði til Hong Kong og var handtekinn í kjölfarið. Ekki var þó hægt að senda hann til Taiwan þar sem ekki ríkir samningur á milli ríkjanna um flutning fanga.
Því brugðust yfirvöld Hong Kong við með því að leggja fram lagasetningu sem leyfir stjórnvöldum Hong Kong að flytja fanga til annarra ríka, þó að ekki liggi fyrir samningur um flutning fanga.
Mótmælendur óttast að myndist lagaleg glufa þegar fangar séu fluttir til Taiwan, vegna þess að Kína gerir tilkall til eyjarinnar. Málið er svo umdeilt að til líkamlegra átaka kom í löggjafarráði Hong Kong.
Ekki allir á einu máli um lagasetninguna
Carrie Lam, leiðtogi yfirvalda í Hong Kong, sagði að mótmælin vera skipulagðar óeirðir. Enn fremur hafa háttsettir embættismenn sagt að yfirvöld Hong Kong muni hafa lokaúrslit um hvort og þá hvenær fangar verði framseldir. Þá verði ekki hægt að framselja pólitíska fanga.
Regnhlífamótmælin skýrt í minni
Nú eru liðin 5 ár frá Regnhlífamótmælunum 2014. Þau mótmæli hófust vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu of mikil áhrif á hver gæti boðið sig fram til kosninga í Hong Kong.
Mótmælendur flykktust líkt og nú í þúsundum talið á götur Hong Kong og kröfðust sjálfræðis og höfnuðu afskiptum kínverskra stjórnvalda.
Hægt er að fylgjast með framgangi mála núverandi mótmæla á Twitter undir merkinu #ExtraditionBill
Live from #HongKong : Police chArging up the bridge in Harcourt Road with continuous bombing of tear gas @SCMPNews pic.twitter.com/CzOFs3Fvdo
— Kinling Lo 盧建靈 (@kinlinglo) June 12, 2019