Sendum SMS skilaboðum innan íslenska farsímakerfisins fjölgaði í fyrra. Alls voru send um 180 milljónir slíkra skilaboða á árinu 2018, eða um sex milljónum fleiri en árið áður.
Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem fjöldi sendra SMS skilaboða eykst milli ára. Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn á árinu 2018.
SMS-ið hefur átt undir högg að sækja sem samskiptamáti á undanförnum árum í kjölfar þess að önnur samskiptaforrit, á borð við t.d. Messenger og WhatsApp, hafi rutt sé til rúms og orðið meginleið margra notenda til að eiga stafræn samskipti og bjóða upp á mun fleiri möguleika í samskiptum en gömlu góðu SMS-in hafa gert.
Ferðamönnum fjölgaði en SMS-um fækkaði
Sendum SMS-um fjölgaði ár frá ári á fyrstu árum stafrænu byltingarinnar. Þannig sendu Íslendingar rúmlega 143 milljónir slíkra árið 2008 en tæplega 216 milljónir árið 2012. Fjöldi smáskilaboðanna jókst því um 51 prósent á tímabilinu.
Í fyrra gerðust þó þau tíðindi að SMS-unum fjölgaði aftur í fyrsta sinn frá árinu 2012 þegar alls 180 milljónir slíkra voru send.
Þá vekur það líka athygli í skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar að MMS myndskilaboðum fjölgar líka eftir samdrátt árin á undan. Alls sendu landsmenn 4,1 milljón slíkra skilaboða á síðasta ári.