Hinum umdeildu framsalslögum í Hong Kong hefur verið frestað í kjölfar harðra fjöldamótmæla síðustu daga. Mótmælendur telja að lögin gætu auðveldað framsal á almennum borgurum Hong Kong til Kína og geri kínverskum stjórnvöldum kleift að rétta yfir fólki á meginlandi Kína í stað fyrir í Hong Kong.
Til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælenda síðustu daga og lést einn mótmælandi í átökunum síðastliðinn laugardag. Andlát mótmælandans var sem olía á eldinn og flykktust tvær milljónir mótmælenda á götur Hong Kong síðastliðinn sunnudag.
Auglýsing