Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum

Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.

hleðslustöð
Auglýsing

Orku­sjóður mun úthluta 250 millj­ónum í tvenns­konar fjár­fest­inga­styrki til upp­bygg­ing­ar á hleðslu­stöð­u­m ­fyrir raf­bíla og aug­lýsir nú eftir umsókn­um. Rík­is­stjórn­in til­kynnt­i ný­lega um ráð­stöfun 450 millj­óna króna ­vegna orku­skipta í sam­göngum á árunum 2019 til 2020. Þar af mun rík­is­stjórnin úthluta 200 millj­ónum í styrki til upp­bygg­ingar á hrað­hleðslu­stöðvum fyrir raf­bíla og 50 millj­ónum til upp­bygg­ingar á hleðslu­stöðv­um­fyr­ir­ raf­bíla við gisti­stað­i. 

Stuðn­ingur við inn­viði fyrir raf­bíla

Rík­is­stjórn Íslands lagði fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum í sept­em­ber í fyrra. Mark­miðið með áætl­un­inni er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við ­mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins til 2030 og mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Eitt af áherslu­at­riðum áætl­un­ar­innar eru orku­skipti í sam­göngum sem er stærsti los­un­ar­þátt­ur­inn sem snýr að beinum skuld­bind­ingum Íslands­. Í heild­ina áætlar rík­is­stjórnin að verja 1,5 millj­arða króna til orku­skipta á fimm ára tíma­bili.

Eitt af þeim aðgerðum sem finna má í áætl­un­inni er að ­stuðn­ingur við inn­viði fyrir raf­bíla og aðrar vist­vænar bif­reið­ar. Sam­kvæmt áætl­un­inni er stefnt að því að draga losun frá vega­sam­göngum um 35 pró­sent til árs­ins 2030 eða um helm­ing frá því sem nú er. Einn angi af því mark­miði er að árið 2030 verða 100.000 skráðir raf­bílar og önnur vist­væn öku­tæki á Ísland­i. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að sala á raf­bíl­u­m og bland­bíl­u­m hefur tekið kipp í kjölfar íviln­ana í skött­u­m og gjöld­um og upp­bygg­ing­ar á hleðslu­stöðv­um. Nú er hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í ­vega­sam­göngnumum 7,7 pró­sent en stefnt er að því að hlut­fallið verð­i 40 ­pró­sent árið 2030 sam­kvæmt ­þingsá­lykt­un um að­gerða­áætl­un um orku­skipti.

Hindr­un­ar­laus akstur á lang­ferðum

Því réðst rík­is­stjórnin í átaks­verk­efni með það að mark­miði að fjölga afl­miklum hrað­hleðslu­stöðvum (DC) þar sem þörf er mest til að tryggja hindr­un­ar­lausan akstur á lang­ferð­um. Orku­sjóður mun úthluta 200 millj­ónum í styrki til upp­setn­ingar hrað­hleðslu­stöðv­anna. Sá um­sækj­and­i verður val­inn sem býður lægsta kostnað við upp­setn­ingu en ein­göngu eru veittir fjár­fest­ing­ar­styrkir og geta styrkir hæst numið 50 pró­sent af áætl­uðum kostn­aði verk­efn­is. 

Orku­sjóður mun einnig veita styrki til að fjölga hleðslu­stöðv­um við gisti­staði þannig mögu­legt verði að auka hlut­deild raf­bíla í ferða­þjón­ustu. Til úthlut­unar eru 50 millj­ónir króna en ein­göngu eru veittir fjár­fest­ing­ar­styrkir og geta styrkir hæst numið 50 pró­sent af áætl­uðum kostn­aði verk­efn­is. 

Íslend­ingar spara hlut­­falls­­lega meira en aðrar þjóðir á því að skipta yfir í raf­­bíla

Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, for­maður starfs­hóps um orku­skipti í sam­göng­um, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að raf­bíla­væð­ing væri mik­il­væg til að stand­ast skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u. Hann sagði stærsta hluta beinna skuld­bind­inga stjórn­­­valda þegar kemur að lofts­lags­­málum vera olíu­­­not­k­un, þar af væri stærsti hluti olíu­­­not­k­unar bif­­reið­­ar. Olíu­­­notkun á Íslandi hefði minnkað alls staðar nema í vega­­sam­­göng­um, þar væri hún í vexti.

Sig­­urður sagði lausnir við því vanda­­máli vera skýr­­ar, þ.e. minni notkun fólks­bíla og svo orku­­skipti. Hann bætti hins vegar við að kaup og rekstur nýorku­bíla yrðu að vera sam­keppn­is­hæfur gagn­vart neyt­end­um, inn­­viðir þyrftu að vera til stað­­ar, auk þess sem neyt­endur þyrftu einnig sjálfir að velja hrein­orku­bíla. 

Jafn­framt sagði hann það vera mýtu að raf­magns­bílar væru óum­hverf­is­vænni og að Ís­lend­ingar spör­uðu hlut­­falls­­lega meira en aðrar þjóðir af því að skipta yfir í raf­­bíla. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent