Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum

Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.

hleðslustöð
Auglýsing

Orku­sjóður mun úthluta 250 millj­ónum í tvenns­konar fjár­fest­inga­styrki til upp­bygg­ing­ar á hleðslu­stöð­u­m ­fyrir raf­bíla og aug­lýsir nú eftir umsókn­um. Rík­is­stjórn­in til­kynnt­i ný­lega um ráð­stöfun 450 millj­óna króna ­vegna orku­skipta í sam­göngum á árunum 2019 til 2020. Þar af mun rík­is­stjórnin úthluta 200 millj­ónum í styrki til upp­bygg­ingar á hrað­hleðslu­stöðvum fyrir raf­bíla og 50 millj­ónum til upp­bygg­ingar á hleðslu­stöðv­um­fyr­ir­ raf­bíla við gisti­stað­i. 

Stuðn­ingur við inn­viði fyrir raf­bíla

Rík­is­stjórn Íslands lagði fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum í sept­em­ber í fyrra. Mark­miðið með áætl­un­inni er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við ­mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins til 2030 og mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Eitt af áherslu­at­riðum áætl­un­ar­innar eru orku­skipti í sam­göngum sem er stærsti los­un­ar­þátt­ur­inn sem snýr að beinum skuld­bind­ingum Íslands­. Í heild­ina áætlar rík­is­stjórnin að verja 1,5 millj­arða króna til orku­skipta á fimm ára tíma­bili.

Eitt af þeim aðgerðum sem finna má í áætl­un­inni er að ­stuðn­ingur við inn­viði fyrir raf­bíla og aðrar vist­vænar bif­reið­ar. Sam­kvæmt áætl­un­inni er stefnt að því að draga losun frá vega­sam­göngum um 35 pró­sent til árs­ins 2030 eða um helm­ing frá því sem nú er. Einn angi af því mark­miði er að árið 2030 verða 100.000 skráðir raf­bílar og önnur vist­væn öku­tæki á Ísland­i. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að sala á raf­bíl­u­m og bland­bíl­u­m hefur tekið kipp í kjölfar íviln­ana í skött­u­m og gjöld­um og upp­bygg­ing­ar á hleðslu­stöðv­um. Nú er hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í ­vega­sam­göngnumum 7,7 pró­sent en stefnt er að því að hlut­fallið verð­i 40 ­pró­sent árið 2030 sam­kvæmt ­þingsá­lykt­un um að­gerða­áætl­un um orku­skipti.

Hindr­un­ar­laus akstur á lang­ferðum

Því réðst rík­is­stjórnin í átaks­verk­efni með það að mark­miði að fjölga afl­miklum hrað­hleðslu­stöðvum (DC) þar sem þörf er mest til að tryggja hindr­un­ar­lausan akstur á lang­ferð­um. Orku­sjóður mun úthluta 200 millj­ónum í styrki til upp­setn­ingar hrað­hleðslu­stöðv­anna. Sá um­sækj­and­i verður val­inn sem býður lægsta kostnað við upp­setn­ingu en ein­göngu eru veittir fjár­fest­ing­ar­styrkir og geta styrkir hæst numið 50 pró­sent af áætl­uðum kostn­aði verk­efn­is. 

Orku­sjóður mun einnig veita styrki til að fjölga hleðslu­stöðv­um við gisti­staði þannig mögu­legt verði að auka hlut­deild raf­bíla í ferða­þjón­ustu. Til úthlut­unar eru 50 millj­ónir króna en ein­göngu eru veittir fjár­fest­ing­ar­styrkir og geta styrkir hæst numið 50 pró­sent af áætl­uðum kostn­aði verk­efn­is. 

Íslend­ingar spara hlut­­falls­­lega meira en aðrar þjóðir á því að skipta yfir í raf­­bíla

Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, for­maður starfs­hóps um orku­skipti í sam­göng­um, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að raf­bíla­væð­ing væri mik­il­væg til að stand­ast skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u. Hann sagði stærsta hluta beinna skuld­bind­inga stjórn­­­valda þegar kemur að lofts­lags­­málum vera olíu­­­not­k­un, þar af væri stærsti hluti olíu­­­not­k­unar bif­­reið­­ar. Olíu­­­notkun á Íslandi hefði minnkað alls staðar nema í vega­­sam­­göng­um, þar væri hún í vexti.

Sig­­urður sagði lausnir við því vanda­­máli vera skýr­­ar, þ.e. minni notkun fólks­bíla og svo orku­­skipti. Hann bætti hins vegar við að kaup og rekstur nýorku­bíla yrðu að vera sam­keppn­is­hæfur gagn­vart neyt­end­um, inn­­viðir þyrftu að vera til stað­­ar, auk þess sem neyt­endur þyrftu einnig sjálfir að velja hrein­orku­bíla. 

Jafn­framt sagði hann það vera mýtu að raf­magns­bílar væru óum­hverf­is­vænni og að Ís­lend­ingar spör­uðu hlut­­falls­­lega meira en aðrar þjóðir af því að skipta yfir í raf­­bíla. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent