Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum

Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.

hleðslustöð
Auglýsing

Orku­sjóður mun úthluta 250 millj­ónum í tvenns­konar fjár­fest­inga­styrki til upp­bygg­ing­ar á hleðslu­stöð­u­m ­fyrir raf­bíla og aug­lýsir nú eftir umsókn­um. Rík­is­stjórn­in til­kynnt­i ný­lega um ráð­stöfun 450 millj­óna króna ­vegna orku­skipta í sam­göngum á árunum 2019 til 2020. Þar af mun rík­is­stjórnin úthluta 200 millj­ónum í styrki til upp­bygg­ingar á hrað­hleðslu­stöðvum fyrir raf­bíla og 50 millj­ónum til upp­bygg­ingar á hleðslu­stöðv­um­fyr­ir­ raf­bíla við gisti­stað­i. 

Stuðn­ingur við inn­viði fyrir raf­bíla

Rík­is­stjórn Íslands lagði fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum í sept­em­ber í fyrra. Mark­miðið með áætl­un­inni er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við ­mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins til 2030 og mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040. Eitt af áherslu­at­riðum áætl­un­ar­innar eru orku­skipti í sam­göngum sem er stærsti los­un­ar­þátt­ur­inn sem snýr að beinum skuld­bind­ingum Íslands­. Í heild­ina áætlar rík­is­stjórnin að verja 1,5 millj­arða króna til orku­skipta á fimm ára tíma­bili.

Eitt af þeim aðgerðum sem finna má í áætl­un­inni er að ­stuðn­ingur við inn­viði fyrir raf­bíla og aðrar vist­vænar bif­reið­ar. Sam­kvæmt áætl­un­inni er stefnt að því að draga losun frá vega­sam­göngum um 35 pró­sent til árs­ins 2030 eða um helm­ing frá því sem nú er. Einn angi af því mark­miði er að árið 2030 verða 100.000 skráðir raf­bílar og önnur vist­væn öku­tæki á Ísland­i. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að sala á raf­bíl­u­m og bland­bíl­u­m hefur tekið kipp í kjölfar íviln­ana í skött­u­m og gjöld­um og upp­bygg­ing­ar á hleðslu­stöðv­um. Nú er hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í ­vega­sam­göngnumum 7,7 pró­sent en stefnt er að því að hlut­fallið verð­i 40 ­pró­sent árið 2030 sam­kvæmt ­þingsá­lykt­un um að­gerða­áætl­un um orku­skipti.

Hindr­un­ar­laus akstur á lang­ferðum

Því réðst rík­is­stjórnin í átaks­verk­efni með það að mark­miði að fjölga afl­miklum hrað­hleðslu­stöðvum (DC) þar sem þörf er mest til að tryggja hindr­un­ar­lausan akstur á lang­ferð­um. Orku­sjóður mun úthluta 200 millj­ónum í styrki til upp­setn­ingar hrað­hleðslu­stöðv­anna. Sá um­sækj­and­i verður val­inn sem býður lægsta kostnað við upp­setn­ingu en ein­göngu eru veittir fjár­fest­ing­ar­styrkir og geta styrkir hæst numið 50 pró­sent af áætl­uðum kostn­aði verk­efn­is. 

Orku­sjóður mun einnig veita styrki til að fjölga hleðslu­stöðv­um við gisti­staði þannig mögu­legt verði að auka hlut­deild raf­bíla í ferða­þjón­ustu. Til úthlut­unar eru 50 millj­ónir króna en ein­göngu eru veittir fjár­fest­ing­ar­styrkir og geta styrkir hæst numið 50 pró­sent af áætl­uðum kostn­aði verk­efn­is. 

Íslend­ingar spara hlut­­falls­­lega meira en aðrar þjóðir á því að skipta yfir í raf­­bíla

Sig­urður Ingi Frið­leifs­son, for­maður starfs­hóps um orku­skipti í sam­göng­um, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að raf­bíla­væð­ing væri mik­il­væg til að stand­ast skuld­bind­ingar Íslands gagn­vart Par­ís­ar­sam­komu­lag­in­u. Hann sagði stærsta hluta beinna skuld­bind­inga stjórn­­­valda þegar kemur að lofts­lags­­málum vera olíu­­­not­k­un, þar af væri stærsti hluti olíu­­­not­k­unar bif­­reið­­ar. Olíu­­­notkun á Íslandi hefði minnkað alls staðar nema í vega­­sam­­göng­um, þar væri hún í vexti.

Sig­­urður sagði lausnir við því vanda­­máli vera skýr­­ar, þ.e. minni notkun fólks­bíla og svo orku­­skipti. Hann bætti hins vegar við að kaup og rekstur nýorku­bíla yrðu að vera sam­keppn­is­hæfur gagn­vart neyt­end­um, inn­­viðir þyrftu að vera til stað­­ar, auk þess sem neyt­endur þyrftu einnig sjálfir að velja hrein­orku­bíla. 

Jafn­framt sagði hann það vera mýtu að raf­magns­bílar væru óum­hverf­is­vænni og að Ís­lend­ingar spör­uðu hlut­­falls­­lega meira en aðrar þjóðir af því að skipta yfir í raf­­bíla. 

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent