„Tíma­bært að sjóð­fé­lagar og almenn­ingur standi í lapp­irnar gegn vaxtaokri“

Formaður VR segir það vera löngu orðið tímabært að sjóðfélagar og almenningur, í gegnum verkalýðshreyfinguna, standi í lappirnar gegn vaxtaokri og öðru siðleysi sem fengið hafi að þrífast innan lífeyrissjóðakerfisins alltof lengi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að nú sé tími til kom­inn að verka­lýðs­hreyf­ingin beiti sér fyrir því að atvinnu­rek­endur fari úr stjórnum líf­eyr­is­sjóða. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag.

Á fundi sem hald­inn var í full­­trú­a­ráði VR í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna í gær­kvöldi var sam­­þykkt að aft­­ur­­kalla umboð stjórn­­­ar­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna og var að auki sam­­þykkt til­­laga um nýja stjórn­­­ar­­menn til bráða­birgða.

Áður hafði stjórn VR lýst yfir trún­­að­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­ar­­mönnum félags­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­legra vaxta verð­­tryggðra sjóð­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­lækk­­­anir í nýgerðum kjara­­samn­ing­i.

Auglýsing

Telur VR eiga að standa vörð um sjóð­inn en ekki gera aðför að stjórn

Ragnar svarar í færsl­unni Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, vara­­for­manni stjórn­­ar Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna (LV) og stjórn­­­ar­­for­manni Lands­­sam­­taka líf­eyr­is­­sjóða, en hún sagði í sam­tali við mbl.is í gær­kvöldi að henni þætti at­b­­urðarásin væg­­ast sagt mjög hrygg­i­­leg. „Verzl­un­­ar­­manna­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, rétt eins og Sam­tök at­vinn­u­lífs­ins, er bak­land sjóðs­ins og þeir sem eiga að standa vörð um hann en ekki gera aðför að stjórn­­inni eins og þarna var gert að hálfu VR.“

Guðrún Hafsteinsdóttir„Þau af­­skipti sem að sér­­stak­­lega for­maður stjórn­­ar VR hef­ur haft af stjórn LV eru með öllu óá­­sætt­an­­leg og gagn­rýni ég það harka­­lega. Ég vil minna á það að all­ir þeir sem setj­­­ast í stjórn­­ir fé­laga, hvort sem það eru fé­laga­­sam­tök eða skráð hluta­­fé­lög eða önn­­ur, lúta öll umboðs­skyldu við hlut­hafa sem lýt­ur að því að við erum öll sjálf­­stæð í okk­ar störf­um og við meg­um ekki und­ir nokkr­um kring­um­­stæðum hlaupa á eft­ir duttl­ung­um fólks úti í bæ sem vill ráðskast með þær nið­ur­­­stöður sem koma frá þess­um stjórn­­um,“ sagði Guð­rún við mbl.­is.

Hún bætti því við að Ragn­ar Þór hefði ýjað margoft að því að ef að þetta og hitt yrði ekki gert, þá myndi hann skipta út stjórn­­­ar­­mönn­um í líf­eyr­is­­sjóðnum og nú væri það að raun­­ger­­ast. „Ég sé ekki hvernig Fjár­­­mála­eft­ir­litið ætl­­ar að sitja hjá í þess­um mál­um, því að þarna er ut­an­að­kom­andi aðili far­inn að vasast í ákvörð­unum stjórn­­ar sem að hann hef­ur ekk­ert vald til að gera. Hann hef­ur ekki boð­vald gagn­vart stjórn­­­ar­­mönn­um sem að hann skip­ar í þessa stjórn, það er al­­veg á hrein­u,“ sagði hún.

Skugga­stjórnun af hálfu fyrrum stjórn­ar­manna

Ragnar segir aftur á móti að lengi hafi verið rök­studdur grunur um skugga­stjórnun af hálfu fyrrum stjórn­ar­manna úr röðum SA og því bros­legt að slíkar ásak­anir skuli koma úr röðum þeirra sem sjóð­irnir hafa raun­veru­lega þjón­að.

„Þessi hörðu við­brögð koma ekki á óvart í ljósi þess að krafa okkar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni er að sjóð­irnir starfi með sið­ferð­is­legri sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi og taki hag almenn­ings (allra sjóð­fé­laga) fram­yfir taum­lausa græðgi og þjónkun við fjár­mála­kerf­ið,“ skrifar Ragn­ar.

Hann segir að í ljósi þess að engin hald­bær rök hafi verið fyrir hækkun sjóðs­ins á breyti­legum vöxtum – heldur hefðu þeir þvert á móti átt að lækka – og að stjórn sjóðs­ins hafi fund­ist vextir vera orðnir of lágir, og hafi þannig breytt um við­mið í miðri á, megi spyrja um rétt­ar­stöðu þeirra sjóð­fé­laga sem eru með lán á breyti­legum vöxtum hjá sjóðn­um.

Ekki í fyrsta skipti sem SA vilja hafa áhrif á val verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar

„Guð­rún Haf­steins­dóttir bítur svo haus­inn af skömminni með því að kalla eftir við­brögðum FME vegna breyt­inga sem við gerðum á full­trúum okkar í stjórn LIVE. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins vilja ráða eða hafa áhrif á það hvaða full­trúa verka­lýðs­hreyf­ingin skipar á móti þeim í stjórn. Af hverju ætli það sé?

Ef Guð­rún Haf­steins­dóttir kallar eftir við­brögðum FME vegna þeirra breyt­inga sem við sam­þykktum á stjórn sjóðs­ins, og erum í fullum rétti til, þá mætti hún láta nokkrar af glóru­lausum fjár­fest­ingum sjóðs­ins fylgja með í þeirri beiðni um skoð­un,“ skrifar Ragn­ar.

Hann segir það vera löngu orðið tíma­bært að sjóð­fé­lagar og almenn­ing­ur, í gegnum verka­lýðs­hreyf­ing­una, standi í lapp­irnar gegn vaxta­okri og öðru sið­leysi sem fengið hafi að þríf­ast innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins alltof lengi.

Voru SA í blekk­ing­ar­leik þegar lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­að­ir? Guð­rún Haf­steins­dóttir vara­for­maður stjórn­ar...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, June 21, 2019


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent