Borgir að verða uppiskroppa með vatn

Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.

Vatn Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Fjöl­margar borgir eru að verða uppi­skroppa með vatn og eru margar þeirra höf­uð­borgir ríkja. Borg­irnar eru úr öllum heims­álfum og hafa sumar þeirra tekið til örþrifa­ráða til að stemma stigu við vatns­skorti.

Nú ætti að vera rign­inga­tíma­bil í Chennai, en ekk­ert bólar á regn­inu. Þessi fimm millj­óna manna ind­verska borg er því að verða uppi­skroppa með vatn. The New York Times fjallar um aðstæður Chennai í frétt sinni.

Það sama var uppi á ten­ingnum í Jóhann­es­ar­borg í fyrra og lýst var yfir neyð­ar­á­standi í borg­inni. Þá var talað um „Loka­dag­inn“ eða „Day Zer­o,“ það er dag­inn sem að borgin yrði uppi­skroppa með vatn. Borg­ar­yf­ir­völd hófu átak í sam­vinnu með borg­ur­unum til þess að spara vatn.

Auglýsing
Bílaþvottur, sund­laugar auk almennrar tak­mörk­unar á vatns­notkun var komið á í Jóhann­es­ar­borg. Ein­ungis mátti hver ein­stak­lingur nota 50 lítra af vatni á dag. Átakið skil­aði árangri og tókst að fresta loka­deg­inum til 2019 og loks var hættu­á­stand­inu aflýst.

Vants­skortur í öllum heims­álfum

­Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að vatns­skortur sé nú þegar til staðar í öllum heims­álf­um. 700 millj­ónir manna gætu þurft að flytja heim­ili sín vegna vatns­skorts árið 2030, auk þess sem þriðj­ungur grunn­vatns heims­ins er nú þegar undir miklu álagi.

Sem stendur er ekki heims­skortur á vatni, heldur eru ein­staka ríki undir miklu álagi og geta orðið uppi­skroppa með vatn, að því er kemur fram á vef­svæði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sam­kvæmt skýrslu Institute for Security Stu­dies eru 60 pró­sent áa í Afr­íku ofnýttar og mun neysla halda áfram að aukast í álf­unni á kom­andi árum.

BBC hefur tekið sam­an lista yfir ell­efu borgir sem eiga í mik­illi hættu á að verða uppi­skroppa með vatns­forða sinn. Borg­irnar eru London, Tókýó, São Paulo, Bangalore, Beijing, Kairó, Jakarta, Moskva, Ist­an­búl, Mexík­ó­borg og Miami. Allt eru þetta fjöl­mennar borgir og sumar jafn­vel höf­uð­borg­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent