Borgir að verða uppiskroppa með vatn

Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.

Vatn Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Fjöl­margar borgir eru að verða uppi­skroppa með vatn og eru margar þeirra höf­uð­borgir ríkja. Borg­irnar eru úr öllum heims­álfum og hafa sumar þeirra tekið til örþrifa­ráða til að stemma stigu við vatns­skorti.

Nú ætti að vera rign­inga­tíma­bil í Chennai, en ekk­ert bólar á regn­inu. Þessi fimm millj­óna manna ind­verska borg er því að verða uppi­skroppa með vatn. The New York Times fjallar um aðstæður Chennai í frétt sinni.

Það sama var uppi á ten­ingnum í Jóhann­es­ar­borg í fyrra og lýst var yfir neyð­ar­á­standi í borg­inni. Þá var talað um „Loka­dag­inn“ eða „Day Zer­o,“ það er dag­inn sem að borgin yrði uppi­skroppa með vatn. Borg­ar­yf­ir­völd hófu átak í sam­vinnu með borg­ur­unum til þess að spara vatn.

Auglýsing
Bílaþvottur, sund­laugar auk almennrar tak­mörk­unar á vatns­notkun var komið á í Jóhann­es­ar­borg. Ein­ungis mátti hver ein­stak­lingur nota 50 lítra af vatni á dag. Átakið skil­aði árangri og tókst að fresta loka­deg­inum til 2019 og loks var hættu­á­stand­inu aflýst.

Vants­skortur í öllum heims­álfum

­Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að vatns­skortur sé nú þegar til staðar í öllum heims­álf­um. 700 millj­ónir manna gætu þurft að flytja heim­ili sín vegna vatns­skorts árið 2030, auk þess sem þriðj­ungur grunn­vatns heims­ins er nú þegar undir miklu álagi.

Sem stendur er ekki heims­skortur á vatni, heldur eru ein­staka ríki undir miklu álagi og geta orðið uppi­skroppa með vatn, að því er kemur fram á vef­svæði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sam­kvæmt skýrslu Institute for Security Stu­dies eru 60 pró­sent áa í Afr­íku ofnýttar og mun neysla halda áfram að aukast í álf­unni á kom­andi árum.

BBC hefur tekið sam­an lista yfir ell­efu borgir sem eiga í mik­illi hættu á að verða uppi­skroppa með vatns­forða sinn. Borg­irnar eru London, Tókýó, São Paulo, Bangalore, Beijing, Kairó, Jakarta, Moskva, Ist­an­búl, Mexík­ó­borg og Miami. Allt eru þetta fjöl­mennar borgir og sumar jafn­vel höf­uð­borg­ir.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent