Borgir að verða uppiskroppa með vatn

Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.

Vatn Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Fjöl­margar borgir eru að verða uppi­skroppa með vatn og eru margar þeirra höf­uð­borgir ríkja. Borg­irnar eru úr öllum heims­álfum og hafa sumar þeirra tekið til örþrifa­ráða til að stemma stigu við vatns­skorti.

Nú ætti að vera rign­inga­tíma­bil í Chennai, en ekk­ert bólar á regn­inu. Þessi fimm millj­óna manna ind­verska borg er því að verða uppi­skroppa með vatn. The New York Times fjallar um aðstæður Chennai í frétt sinni.

Það sama var uppi á ten­ingnum í Jóhann­es­ar­borg í fyrra og lýst var yfir neyð­ar­á­standi í borg­inni. Þá var talað um „Loka­dag­inn“ eða „Day Zer­o,“ það er dag­inn sem að borgin yrði uppi­skroppa með vatn. Borg­ar­yf­ir­völd hófu átak í sam­vinnu með borg­ur­unum til þess að spara vatn.

Auglýsing
Bílaþvottur, sund­laugar auk almennrar tak­mörk­unar á vatns­notkun var komið á í Jóhann­es­ar­borg. Ein­ungis mátti hver ein­stak­lingur nota 50 lítra af vatni á dag. Átakið skil­aði árangri og tókst að fresta loka­deg­inum til 2019 og loks var hættu­á­stand­inu aflýst.

Vants­skortur í öllum heims­álfum

­Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að vatns­skortur sé nú þegar til staðar í öllum heims­álf­um. 700 millj­ónir manna gætu þurft að flytja heim­ili sín vegna vatns­skorts árið 2030, auk þess sem þriðj­ungur grunn­vatns heims­ins er nú þegar undir miklu álagi.

Sem stendur er ekki heims­skortur á vatni, heldur eru ein­staka ríki undir miklu álagi og geta orðið uppi­skroppa með vatn, að því er kemur fram á vef­svæði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sam­kvæmt skýrslu Institute for Security Stu­dies eru 60 pró­sent áa í Afr­íku ofnýttar og mun neysla halda áfram að aukast í álf­unni á kom­andi árum.

BBC hefur tekið sam­an lista yfir ell­efu borgir sem eiga í mik­illi hættu á að verða uppi­skroppa með vatns­forða sinn. Borg­irnar eru London, Tókýó, São Paulo, Bangalore, Beijing, Kairó, Jakarta, Moskva, Ist­an­búl, Mexík­ó­borg og Miami. Allt eru þetta fjöl­mennar borgir og sumar jafn­vel höf­uð­borg­ir.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent