Íbúar Vesturbæjar, miðborgarinnar og Seltjarnarness eru hlynntastir Borgarlínunni. Konur og háskólamenntaðir eru hlynntari en karlar og fólk með grunnskólapróf.
Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir Borgarlínunni frá því mælingar hófust í byrjun árs 2018. Nú eru 54 prósent Íslendinga hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg. Þetta kemur fram í tilkynningu Maskínu um nýja rannsókn á þeirra vegum.
69,6 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 eru hlynnt Borgarlínunni á móti 45 prósentum fólks 60 ára og eldri. Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er hlynntara Borgarlínunni en fólk á aldrinum 18 til 29 ára. Þó eru 57,7 prósent þess aldursflokks hlynnt Borgarlínunni.
Þegar borið er saman menntun þeirra sem hlynntir eru Borgarlínunni eru 63 prósent háskólamenntaðra hlynnt henni og 17 prósent andvíg. Þeir sem hafa grunnskólapróf eru þeir andvígustu Borgarlínunni, það er 28,4 prósent þeirra eru andvígir.
Íbúar miðborgar, Vesturbæjar og Seltjarnarness jákvæðastir
77 prósent íbúa miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness eru hlynnt Borgarlínunni. Auk þess eru 62 prósent íbúar Hlíða, Laugardals, Háaleitis og Bústaða henni hlynnt. Garðbæingar eru einnig afar hlynntir Borgarlínunni, eða 71 prósent þeirra.
57 prósent Mosfellinga, Hafnfirðinga og íbúa Kjalarness eru hlynnt Borgarlínunni. 56 prósent Breiðholts og Árbæjar eru hlynnt Borgarlínunni en 26 prósent þeirra andvíg og um svipað hlutfall er að ræða í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfársdal.
Einungis 47 prósent Kópavogsbúa eru hlynnt Borgarlínunni, 27 prósent þeirra eru hlynnt í meðallagi og 26 prósent andvíg.
Alls svöruðu 884 könnuninni og fór hún fram 7. til 24. júní.